Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - KR 79-87 | KR Íslandsmeistari Ingvi Þór Sæmundsson í Röstinni í Grindavík skrifar 1. maí 2014 00:01 Brynjar Þór Björnsson lyftir bikarnum í kvöld. Vísir/andri marino KR varð Íslandsmeistari eftir átta stiga sigur, 79-87, á Grindavík í Röstinni í kvöld, en KR vann einvígi liðanna 3-1. Þetta var fjórði Íslandsmeistaratitill KR á síðustu átta árum og sá 13. alls. KR-ingar féllu úr leik fyrir Grindavík í undanúrslitum Dominos deildarinnar í fyrra, en það var allt annað upp á teningnum í ár.Finnur Freyr Stefánsson tók við liðinu í sumar af Helga Má Magnússyni sem einbeitti sér að því að leika með liðinu eftir að hafa verið spilandi þjálfari tímabilið á undan. Darri Hilmarsson, Pavel Ermolinskij og Ingvaldur Magni Hafsteinsson sneru aftur í Vesturbæinn og í byrjun febrúar fannst síðasta púslið í KR-púsluspilið þegar liðið samdi við Bandaríkjamanninn Demond Watt Jr. Lið KR er kannski skipað stærstu nöfnunum í Dominos deildinni, en þessi nöfn eru fyrst og síðast liðsmenn. KR-liðið er afar jafnt og það er varla veikan blett á því að finna. Stigaskorun er t.a.m. ekki ábyrgð eins til tveggja leikmanna, heldur leggja allir sín lóð á vogarskálarnar. Til marks um það voru sex leikmenn liðsins sem skoruðu á bilinu 9-18 stig að meðaltali í leik í úrslitakeppninni. KR-ingar eru ekki síður sterkir á hinum enda vallarins, en varnarleikur liðsins hefur verið til mikillar fyrirmyndar í vetur. Leikmenn KR eru hávaxnir og fjölhæfir sem gerir þeim auðvelt um vik að skipta á hindrunum. Þeir eru einfaldlega með besta lið landsins og hafa sýnt það ítrekað í vetur. KR byrjaði leikinn í kvöld betur; Helgi og Martin Hermannsson settu niður tvær þriggja stiga körfur í blábyrjun leiks og komu KR-ingum í 0-6. Grindvíkingar komust þó fljótt til meðvitundar. Umtalaðasti maður íslenska körfuboltaheimsins, Ólafur Ólafsson, var mjög öflugur og endaði fyrri hálfleikinn með 11 stig, líkt og Earnest Lewis Clinch Jr. sem fór í gang undir lok annars leikhluta. Staðan var jöfn, 18-18, að loknum fyrsta leikhluta, en Sigurður Gunnar Þorsteinsson opnaði annan leikhluta með svakalegri troðslu sem mæltist vel fyrir hjá stuðningsfólki Grindavíkur. Heimamenn leiddu, 24-20, þegar þrjár mínútur voru liðnar af öðrum leikhluta, en þá kom góður kafli hjá gestunum sem skoruðu 14 stig gegn fjórum Grindvíkinga og náðu sex stiga forystu, 28-34. Grindvíkingar enduðu fyrri hálfleikinn hins vegar betur. Clinch var heitur, eins og áður sagði, og þökk sé tveimur vítaskotum frá Sigurði, þá leiddu heimamenn í hálfleik með tveimur stigum, 43-41. Martin var stigahæstur KR-inga í hálfleik með 15 stig, en Helgi kom næstur með níu stig. Þá skoraði Pavel sjö stig í fyrri hálfleik, tók fjögur fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og varði fjögur skot. Jafnræði var áfram með liðunum í þriðja leikhluta og staðan að honum loknum var 59-59. KR-ingar voru að hitta betur, en Grindvíkingar höfðu yfirhöndina í frákastabaráttunni. Grindvíkingar byrjuðu fjórða leikhlutann svo betur og komust fimm stigum yfir, 71-66 eftir þriggja stiga körfu frá Daníel Guðna Guðmundssyni. Þá sögðu KR-ingar hins vegar hingað og ekki lengra. Þeir náðu að jafna leikinn og þegar tvær mínútur voru eftir kom Watt, sem hafði haft hægt um sig framan af leik, KR fimm stigum yfir, 73-78.Ómar Örn Sævarsson minnkaði muninn í þrjú stig, en Darri gerði í raun út um leikinn þegar hann kom KR-ingum sex stigum yfir, 75-81, með sinni þriðju þriggja stiga körfu. KR-ingar héldu svo haus á lokakaflanum, settu vítaskotin sín niður og unnu að lokum átta stiga sigur, 79-87. Martin átti stórkostlegan leik og skoraði 26 stig, tók fimm fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Hann var svo valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar að leik loknum, en þetta var hans síðasti leikur fyrir KR í bili. Pavel átti sömuleiðis stórleik (22-10-6-4 varin skot) og Darri og Helgi voru sterkir að venju. Sigurður og Clinch voru stigahæstir Grindvíkinga með 17 stig hvor.Grindavík-KR 79-87 (18-18, 25-23, 16-18, 20-28)Grindavík: Earnest Lewis Clinch Jr. 17/9 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 17/8 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 16/12 fráköst, Ólafur Ólafsson 13/4 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 13/14 fráköst, Daníel Guðni Guðmundsson 3, Hilmir Kristjánsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Jón Axel Guðmundsson 0/5 fráköst, Kjartan Helgi Steinþórsson 0, Ingvi Þór Guðmundsson 0.KR: Martin Hermannsson 26/5 fráköst, Pavel Ermolinskij 22/10 fráköst/6 stoðsendingar/4 varin skot, Helgi Már Magnússon 14, Darri Hilmarsson 13/4 fráköst, Demond Watt Jr. 8/13 fráköst/5 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 4, Þorgeir Kristinn Blöndal 0, Ólafur Már Ægisson 0, Jón Orri Kristjánsson 0, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 0/4 fráköst, Illugi Steingrímsson 0, Högni Fjalarsson 0.Finnur Freyr Stefánsson: Það er svarthvítt blóð sem rennur í æðum mér "Það er búið að vera draumur ansi lengi að lyfta titlinum. Ég tek við liðinu eftir erfitt tímabil í fyrra og í sumar fáum við Darra og Magna inn og þá fannst mér við strax líklegir," sagði hæstánægður þjálfari KR og nýbakaður Íslandsmeistari, Finnur Freyr Stefánsson, eftir leikinn í kvöld. "Og þegar Pavel dettur inn í haust þá sá maður möguleikann á þessu. Við vorum í Kanaveseni allt tímabilið, eitthvað sem við ætluðum alls ekki að vera í. Við fundum strax góðan mann, en misstum hann. Þetta skýrðist hins vegar þegar leið á tímabilið og eftir sigurleikinn í Keflavík, þá sá maður hversu mikill möguleiki væri á þessu." "Keflavíkurleikurinn var ekki beint vendipunktur. Við lendum í Kanaveseni, spiluðum í Hólminum án Martins og Kanans, töpuðum fyrir Njarðvík í bikarnum og förum í erfiðan leik gegn Stjörnunni og vinnum hann og sá styrkur sem við sýndum í síðustu leikjunum fyrir jól sýndi okkur hversu góðir við gætum verið." KR vann 21 af 22 leikjum sínum í deildarkeppninni, sló svo Snæfell sannfærandi út í átta-liða úrslitum og lenti síðan í hörkurimmu við Stjörnuna á leið sinni í lokaúrslitin gegn Grindavík. "Stjarnan fær ekki nógu mikla ást, finnst mér. Deildarkeppnin er eitt og Teitur (Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar) hamraði á því allt tímabilið að deildarkeppnin væri eitt og úrslitakeppnin annað. Stjarnan mætti gríðarlega sterkt til leiks, sópaði Keflavík út og rimman gegn Garðbæingum tók verulega á okkur og við vorum nokkurn tíma að jafna okkur á henni." "Við mætum svo allt öðruvísi Grindavíkurliði, en leikstílar Snæfells, Stjörnunnar og Grindavík voru rosalega ólíkir. Það tók okkur stundum smá tíma að aðlaga okkur og undir lokin fórum við svo kannski að einbeita okkur meira að því að spila okkar leik." Finnur Freyr er uppalinn KR-ingur og segir að stór draumur hafi ræst í kvöld. "Ég er fæddur og uppalinn í Vesturbænum og búinn að fara upp í gegnum alla yngri flokka KR og hef þjálfað allan minn feril hjá félaginu. Það hefur alltaf verið draumur, að lyfta titlinum með KR og það er svarthvítt blóð sem rennur í æðum mér. Þetta var draumur að rætast og minn æðsti draumur eiginlega, þannig að nú veit ég eiginlega ekkert hvað ég á að gera," sagði Íslandsmeistarinn Finnur Freyr léttur að lokum.Martin: Ekki lengur bara rassafar á bekknum „Við vissum að þeir hittu á lélegan leik á móti okkur síðast eða við á frábæran. Við vissum að þeir kæmu grimmir inn í þennan leik og við þurftum bara að mæta því. Við náðum að standast stóru áhlaupin hjá þeim, náðum alltaf að koma til baka og sýndum þvílíkan karakter í lokin með því að setja þessi stóru skot niður," sagði KR-ingurinn Martin Hermanssson eftir leikinn en hann var valinn besti leikmaður lokaúrslitanna. Martin skoraði 26 stig í sigrinum í kvöld og skoraði hverja frábæru körfuna á fætur annarri þar sem hann sprengdi upp Grindavíkurvörnina með flottum gegnumbrotum. Hann var líka sáttur með verðlaunin. „Það er smá egóbúst, ég neita því ekki. Þetta eru samt bara liðsverðlaun og það hefði hver sem er í okkar liði getað fengið þetta. Pavel er búinn að vera frábær eins og Helgi og Darri," sagði Martin. Martin og KR-liðið voru vissulega í nokkrum sérflokki í vetur og þeir stóðustu pressuna og lönduðu titlinum á móti samheldnu liði Grindvíkinga sem vissu hvað þarf til að vinna. „Þetta er búinn að vera frábær vetur. Við töpuðum bara einum deildarleik á öllum tímabilinu og jöfnuðum met. Maður kann eiginlega ekki að tapa lengur ef ég á að vera hreinskilinn," sagði Martin. Martin tók einnig þátt í Íslandsmeistaratitlinum en þá var hann bara sextán ára og í mjög litlu hlutverki. Martin viðurkennir að þessi titill sé allt öðruvísi en sá vorið 2011. „Þetta er ekki það sama því nú á maður smá part í þessu. Ég átti rassafar á bekknum í síðasta Íslandsmeistaratitli en á kannski aðeins stærri hlut í þessum," sagði Martin.Darri Hilmarsson: Stærri titill fyrir mig Darri Hilmarsson átti frábæran leik í kvöld og skoraði gríðarlega mikilvæga þriggja stiga körfu undir lok leiksins, en Darri var með frábæra þriggja stiga nýtingu í einvíginu gegn Grindavík. "Ég var með helvíti góða nýtingu í þriggja stiga skotum. Ég hef ekki tekið það saman, en hún var nokkuð góð," sagði Darri sem var að vinna sinn þriðja Íslandsmeistaratitil með KR. "Þessi titill er stærri fyrir mann persónulega. Maður var að spila stærri rullu en í fyrri tveimur titlunum. Þá var maður meira að koma af bekknum, en í ár var ég í stærra hlutverki og spilaði mikilvægari rullu." "Við erum með frekar reynda menn í hópnum sem eru ekkert að kippa mér upp við það að vera taldir sigurstranglegri. Við erum með reynslubolta sem vita alveg hvað þarf að gera og geta haldið einbeitingu yfir heilt tímabil," sagði Darri um væntingarnar til KR-liðsins í vetur. Hvað tekur svo við í kvöld? "Einhver skemmtilegheit. Fyrst að fá sér að borða og svo að skemmta sér fram á rauða nótt."Sverrir Þór Sverrisson: Okkar langbesti leikur í einvíginu "Það er í raun og veru bara í restina," sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, að leik loknum, um hvenær möguleikinn hefði fokið út um gluggann. "Þeir komast yfir og við náum ekki að skora. Þeir komast einhverjum fimm stigum yfir og þar fer þetta. Við náum ekki að setja okkar skot niður og þeir ná upp einhverju 7-8 stiga forskoti sem við höfðum ekki tíma til að ná. Eftir alveg ágætis frammistöðu hjá okkur, þá var svekkjandi að ná ekki að fylgja þessu eftir." "Við komust aldrei á flug, ég er dálítið ósáttur með það. En maður verður að hrósa KR-ingunum - þeir voru að spila hörkuvörn og eru með hörkugott lið, besta liðið í vetur, það þarf ekki að rökræða það neitt. En þessi leikur var okkar langbesti heilt yfir í einvíginu og það er fúlt að hafa ekki náð að klára einn svoleiðis leik og mæta svo með sjálfstraust úr honum í oddaleik." Grindvíkingum mistókst að vinna Íslandsmeistaratitilinn, en liðið vann hins vegar bikarkeppnina. En er Sverrir ánægður með uppskeru tímabilsins? "Við eigum bara eftir að setjast niður og hugsa það aðeins. Við misstum náttúrulega Þorleif út á hrikalegum tíma, í átta liða úrslitunum, og það voru margir sem afskrifuðu okkur eftir það. En við komust samt í lokaúrslit, erum í stöðunni 1-1 og allt galopið, en þá fáum við skell í KR-heimilinu." "Eftir nokkrar vikur getum við litið til baka og séð hvernig tímabilið var. Við gengum í gegnum mikið Kanavesen fyrir áramót, en á endanum held ég að við getum verið nokkuð sáttir, þótt það sé alltaf drullusvekkjandi að tapa úrslitaleik," sagði Sverrir að lokum.Grindavík - KR: Leikur fjögur í úrslitaeinvíginu - textalýsingin Leik lokið | 79-87 | KR er Íslandsmeistari eftir sigur á Grindavík í fjórða leik. Frábær lokaleikhluti gerði útslagið. Til hamingju KR! 40. mín | 79-85 | Finnur tekur leikhlé. Sjö sekúndur eftir. Pavel á vítalínunni. KR-ingar geta sótt kampavínið í kælinn. 40. mín | 77-83 | Ólafur fær óíþróttamannslega villu fyrir að brjóta á Martin sem setur bæði vítin niður. Titilinn er á leið í Vesturbæinn.39. mín | 75-81 | Ómar minnkar muninn í þrjú stig en Darri neglir niður þristi og eykur muninn í sex stig. Helgi fær sína fimmtu villu. Brynjar kemur inn á.38. mín | 73-78 | Watt kemur KR-ingum fimm stigum yfir. Sverrir tekur leikhlé. Eru Grindvíkingar að fara að sleppa taki sínu á Íslandsmeistaratitlinum? 37. mín | 73-75 | Helgi bakkar niður með varnarmann Grindavíkur og skorar. 36. mín | 73-73 | Jóhann kemur Grindvíkingum yfir af vítalínunni, en Martin jafnar. Hann er svo hættulega góður. Sigurður gerir sig tilbúinn til að koma inn á. 36. mín | 71-71 | Darri jafnar með þrist. Hann er kominn með tíu stig. KR-ingar hafa verið að hitta mjög illa úr vítunum sínum, eða 58%. Watt þarf að fara að gera eitthvað, hann er aðeins kominn með fimm stig. 34. mín | 71-66 | Daníel skorar þriggja stiga körfu og kemur Grindvíkingum fimm stigum yfir. KR-ingar hafa verið mikið á vítalínunni í upphafi fjórða leikhluta. Sé litið á villuvandræði liðanna, þá eru Sigurður og Pavel komnir með fjórar villur, Martin, Jóhann og Ólafur með þrjár. Þriðja leikhluta lokið | 59-59 | Þetta er svo skemmtilegur leikur. KR-ingar enduðu þriðja leikhlutann betur og tókst að jafna undir lok hans. KR er að hitta betur, en heimamenn eru að vinna frákastabaráttuna nokkuð afgerandi. 28. mín | 59-55 | Það gengur vel hjá Grindvíkingum þessa stundina. Helgi stoppar blæðinguna með fallegu skoti í spjaldið og niður. 26. mín | 52-52 | KR jafnar með körfum frá Darra og Brynjari.25. mín | 52-47 | Jóhann kemur heimamönnum fimm stigum yfir með þriggja stiga körfu. Hann er kominn með sjö stig, níu fráköst og fjórar stoðsendingar. KR-ingar taka leikhlé.25. mín | 49-47 | Sigurður kemur Grindjánum yfir. Hann hefur annars átt í miklum vandræðum með að klára færin sín undir körfunni. Hann er aðeins með 45% skotnýtingu inni í teig.21. mín | 43-44 | Pavel opnar seinni hálfleikinn með þriggja stiga körfu. Grindvíkingar virðast falla af honum sem er kannski skiljanlegt í ljósi þess hversu illa Pavel hefur verið að hitta í einvíginu.Seinni hálfleikur hafinn | 43-41 | Framhaldið ræðst á næstu 20 mínútum. Tryggja KR-ingar sér Íslandsmeistaratitilinn eða knýja Grindvíkingar fram oddaleik?Tölfræði fyrri hálfleiks | Clinch og Ólafur hafa skorað mest heimamanna, eða 11 stig hvor, en sá fyrrnefndi hefur einnig gefið sex stoðsendingar. Sigurður er kominn með níu stig og fjögur fráköst og Ómar hefur skorað átta stig og tekið sex fráköst. Martin er stigahæstur gestanna með 15 stig, en Helgi kemur næstur með níu stig. Pavel er kominn með sjö stig, fjögur fráköst, fjórar stoðsendingar og fjögur varin skot.Fyrri hálfleik lokið | 43-41 | Pavel fékk dæmda á sig óíþróttamannslega villu fyrir peysutog. Sigurður setti niður tvö víti en lokaskot Clinch missti marks.20. mín | 41-41 | Clinch setur niður þrist, en Helgi svarar með öðrum slíkum. Átta sekúndur eftir af fyrri hálfleik.19. mín | 36-36 | Sigurður skorar körfu góða eftir hraðaupphlaup og setur svo vítaskotið niður. Pavel jafnar leikinn jafnharðan.18. mín | 33-34 | Clinch setur niður þrist og minnkar muninn í eitt stig. Grindavík þarf meira framlag frá honum. Brynjar kemur inn á fyrir Darra.17. mín | 28-34 | Watt setur niður tvö víti og Darri skorar svo eftir undrasendingu frá Pavel. Kanarnir hafa verið rólegir það sem af er. Watt er kominn með fjögur stig og Clinch þrjú.15. mín | 24-25 | Pavel kemur KR yfir með þriggja stiga körfu. Ómar og Clinch koma aftur inn á hjá Grindavík.13. mín | 24-20 | Frábærlega gert hjá Jóni Axel; keyrir framhjá Brynjari og finnur Ólaf sem skorar. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, tekur leikhlé.11. mín | 20-20 | Sigurður opnar annan leikhluta með svakalegri ekki-vera-fyrir-mér troðslu. Darri svarar með öllu lágstemmdari körfu.Fyrsta leikhluta lokið | 18-18 | Lokaskot Ólafs geigaði. Staðan er jöfn. Martin er stigahæstur hjá KR með 11 stig, en Ólafur hjá Grindavík með fimm. Grindvíkingar hafa tekið sex sóknarfráköst á móti tveimur hjá KR. Bæði liðin hafa tapað fimm boltum.10. mín | 18-18 | Ómar jafnar leikinn eftir að hafa tekið sitt 1000. sóknarfrákast í úrslitakeppninni.9. mín | 16-16 | Jóhann jafnar leikinn af vítalínunni. Hann er búinn að vera beittur í upphafi leiks. Magni kemur inn á hjá gestunum og Jón Axel og Daníel hjá heimamönnum.7. mín | 13-16 | Ólafur setur niður fáránlegan þrist en Pavel svarar með körfu.6. mín | 10-14 | Martin setur niður þrist og kemur KR yfir. Gestirnir þurfa hins vegar að fara að frákasta betur. Brynjar kemur inn fyrir Darra.4. mín | 9-8 | Þetta er ekki lengi að gerast. Clinch kemur heimamönnum yfir með þrist en Martin svarar með körfu. Sigurður Þorsteinsson tekur síðan sóknarfrákast og skorar. Grindvíkingar eru komnir með fjögur slík. Watt er á vítalínunni.2. mín | 0-6 | Helgi Már Magnússon og Martin Hermannsson setja niður tvo þrista. Þetta var ekki byrjunin sem Grindvíkingar voru að vonast eftir.Leikurinn hafinn | Góða skemmtun!Fyrir leik: Það er engu til sparað í leikmannakynningu Grindvíkinga. Rafmagnað stöff!Fyrir leik: Earnest Lewis Clinch Jr. mætir nýrakaður til leiks. Hann yngist um nokkur ár við raksturinn.Fyrir leik:Hér má sjá ítarlega tölfræðiúttekt Vísis á leikjunum þremur sem búnir eru í einvíginu.Fyrir leik: Dómarar í leik kvöldsins eru þeir Sigmundur Már Herbertsson, Kristinn Óskarsson og Rögnvaldur Hreiðarsson. Fyrir leik: Það styttist í þetta. Rúmar 20 mínútur í leik og stúkan er orðin full. Það verður að segjast að Grindvíkingar eru duglegri að mæta í gulu en KR-ingar í svarthvítu. Það er þó einn KR-ingur í smóking. Þetta er allt eins gott tilefni og hvað annað. Hann gæti einnig verið undir áhrifum frá Jack Donaghy - smóking eftir klukkan sex.Fyrir leik: Vinni KR í kvöld verður liðið Íslandsmeistari í 13. skipti. Fyrsti titilinn vannst árið 1965 og sá síðasti 2011.Fyrir leik: KR og Grindavík mættust í lokaúrslitum vorið 2000. Líkt og nú var leiddi KR 2-1 fyrir fjórða leik liðanna. Fyrir fjórtán árum mættust liðin í leik fjögur í Vesturbænum þar sem KR hafði betur 83-63 og tryggði sér um leið Íslandsmeistaratitilinn.Fyrir leik: Það er ekki lengra síðan en í fyrra sem Grindavík kom til baka eftir að hafa verið 2-1 undir fyrir fjórða leikinn í úrslitaeinvígi. Grindavík vann fyrsta leikinn gegn Stjörnunni í lokaúrslitunum í fyrra, en tapaði næstu tveimur og fór 2-1 undir í leik fjögur í Ásgarði. Grindjánar unnu hann 88-82 og tryggðu sér síðan Íslandsmeistaratitilinn með fimm stiga sigra á heimavelli í oddaleiknum.Fyrir leik: KR vann afar sannfærandi 29 stiga sigur á Grindavík í síðasta leik í DHL-höllinni, 87-58, og þarf því aðeins einn sigur til viðbótar til þess að tryggja sér fjórða Íslandsmeistaratitilinn frá og með árinu 2007.Fyrir leik: KR tryggði sér síðasta Íslandsmeistaratitil á útivelli en liðið vann þá 14 stiga sigur á Stjörnunni, 109-95, í fjórða leik liðanna sem fór fram í Garðabænum.Fyrir leik: KR á nú möguleika á því að verða fyrsta liðið í 26 ár sem nær því að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli fráfarandi meistara en Grindavík hefur unnið titilinn undanfarin tvö tímabil.Fyrir leik: Grindvíkingar töpuðu síðast einvígi í úrslitakeppninni í átta liða úrslitum á móti Stjörnunni vorið 2011. Þeir eru síðan þá búnir að vinna átta seríur í röð í úrslitakeppni.Fyrir leik: Ólafur Ólafsson slapp við bann fyrir umdeild ummæli sín eftir síðasta leik og verður með Grindavíkurliðinu í kvöld.Fyrir leik: Þegar Grindavík og KR mættust síðast í lokaúrslitunum árið 2009 áttu Grindvíkingar möguleika á því að tryggja sér titilinn í leik fjögur í Röstinni. KR-ingar komu hinsvegar í veg fyrir það og tryggja sér síðan Íslandsmeistaratitilinn eftir rosalegan oddaleik í DHL-höllinni.Fyrir leik: Vinni Grindvíkingar í kvöld verður oddaleikurinn um titilinn í DHL-höllinni á laugardaginn. Dominos-deild karla Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn Fleiri fréttir Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Sjá meira
KR varð Íslandsmeistari eftir átta stiga sigur, 79-87, á Grindavík í Röstinni í kvöld, en KR vann einvígi liðanna 3-1. Þetta var fjórði Íslandsmeistaratitill KR á síðustu átta árum og sá 13. alls. KR-ingar féllu úr leik fyrir Grindavík í undanúrslitum Dominos deildarinnar í fyrra, en það var allt annað upp á teningnum í ár.Finnur Freyr Stefánsson tók við liðinu í sumar af Helga Má Magnússyni sem einbeitti sér að því að leika með liðinu eftir að hafa verið spilandi þjálfari tímabilið á undan. Darri Hilmarsson, Pavel Ermolinskij og Ingvaldur Magni Hafsteinsson sneru aftur í Vesturbæinn og í byrjun febrúar fannst síðasta púslið í KR-púsluspilið þegar liðið samdi við Bandaríkjamanninn Demond Watt Jr. Lið KR er kannski skipað stærstu nöfnunum í Dominos deildinni, en þessi nöfn eru fyrst og síðast liðsmenn. KR-liðið er afar jafnt og það er varla veikan blett á því að finna. Stigaskorun er t.a.m. ekki ábyrgð eins til tveggja leikmanna, heldur leggja allir sín lóð á vogarskálarnar. Til marks um það voru sex leikmenn liðsins sem skoruðu á bilinu 9-18 stig að meðaltali í leik í úrslitakeppninni. KR-ingar eru ekki síður sterkir á hinum enda vallarins, en varnarleikur liðsins hefur verið til mikillar fyrirmyndar í vetur. Leikmenn KR eru hávaxnir og fjölhæfir sem gerir þeim auðvelt um vik að skipta á hindrunum. Þeir eru einfaldlega með besta lið landsins og hafa sýnt það ítrekað í vetur. KR byrjaði leikinn í kvöld betur; Helgi og Martin Hermannsson settu niður tvær þriggja stiga körfur í blábyrjun leiks og komu KR-ingum í 0-6. Grindvíkingar komust þó fljótt til meðvitundar. Umtalaðasti maður íslenska körfuboltaheimsins, Ólafur Ólafsson, var mjög öflugur og endaði fyrri hálfleikinn með 11 stig, líkt og Earnest Lewis Clinch Jr. sem fór í gang undir lok annars leikhluta. Staðan var jöfn, 18-18, að loknum fyrsta leikhluta, en Sigurður Gunnar Þorsteinsson opnaði annan leikhluta með svakalegri troðslu sem mæltist vel fyrir hjá stuðningsfólki Grindavíkur. Heimamenn leiddu, 24-20, þegar þrjár mínútur voru liðnar af öðrum leikhluta, en þá kom góður kafli hjá gestunum sem skoruðu 14 stig gegn fjórum Grindvíkinga og náðu sex stiga forystu, 28-34. Grindvíkingar enduðu fyrri hálfleikinn hins vegar betur. Clinch var heitur, eins og áður sagði, og þökk sé tveimur vítaskotum frá Sigurði, þá leiddu heimamenn í hálfleik með tveimur stigum, 43-41. Martin var stigahæstur KR-inga í hálfleik með 15 stig, en Helgi kom næstur með níu stig. Þá skoraði Pavel sjö stig í fyrri hálfleik, tók fjögur fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og varði fjögur skot. Jafnræði var áfram með liðunum í þriðja leikhluta og staðan að honum loknum var 59-59. KR-ingar voru að hitta betur, en Grindvíkingar höfðu yfirhöndina í frákastabaráttunni. Grindvíkingar byrjuðu fjórða leikhlutann svo betur og komust fimm stigum yfir, 71-66 eftir þriggja stiga körfu frá Daníel Guðna Guðmundssyni. Þá sögðu KR-ingar hins vegar hingað og ekki lengra. Þeir náðu að jafna leikinn og þegar tvær mínútur voru eftir kom Watt, sem hafði haft hægt um sig framan af leik, KR fimm stigum yfir, 73-78.Ómar Örn Sævarsson minnkaði muninn í þrjú stig, en Darri gerði í raun út um leikinn þegar hann kom KR-ingum sex stigum yfir, 75-81, með sinni þriðju þriggja stiga körfu. KR-ingar héldu svo haus á lokakaflanum, settu vítaskotin sín niður og unnu að lokum átta stiga sigur, 79-87. Martin átti stórkostlegan leik og skoraði 26 stig, tók fimm fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Hann var svo valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar að leik loknum, en þetta var hans síðasti leikur fyrir KR í bili. Pavel átti sömuleiðis stórleik (22-10-6-4 varin skot) og Darri og Helgi voru sterkir að venju. Sigurður og Clinch voru stigahæstir Grindvíkinga með 17 stig hvor.Grindavík-KR 79-87 (18-18, 25-23, 16-18, 20-28)Grindavík: Earnest Lewis Clinch Jr. 17/9 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 17/8 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 16/12 fráköst, Ólafur Ólafsson 13/4 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 13/14 fráköst, Daníel Guðni Guðmundsson 3, Hilmir Kristjánsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Jón Axel Guðmundsson 0/5 fráköst, Kjartan Helgi Steinþórsson 0, Ingvi Þór Guðmundsson 0.KR: Martin Hermannsson 26/5 fráköst, Pavel Ermolinskij 22/10 fráköst/6 stoðsendingar/4 varin skot, Helgi Már Magnússon 14, Darri Hilmarsson 13/4 fráköst, Demond Watt Jr. 8/13 fráköst/5 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 4, Þorgeir Kristinn Blöndal 0, Ólafur Már Ægisson 0, Jón Orri Kristjánsson 0, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 0/4 fráköst, Illugi Steingrímsson 0, Högni Fjalarsson 0.Finnur Freyr Stefánsson: Það er svarthvítt blóð sem rennur í æðum mér "Það er búið að vera draumur ansi lengi að lyfta titlinum. Ég tek við liðinu eftir erfitt tímabil í fyrra og í sumar fáum við Darra og Magna inn og þá fannst mér við strax líklegir," sagði hæstánægður þjálfari KR og nýbakaður Íslandsmeistari, Finnur Freyr Stefánsson, eftir leikinn í kvöld. "Og þegar Pavel dettur inn í haust þá sá maður möguleikann á þessu. Við vorum í Kanaveseni allt tímabilið, eitthvað sem við ætluðum alls ekki að vera í. Við fundum strax góðan mann, en misstum hann. Þetta skýrðist hins vegar þegar leið á tímabilið og eftir sigurleikinn í Keflavík, þá sá maður hversu mikill möguleiki væri á þessu." "Keflavíkurleikurinn var ekki beint vendipunktur. Við lendum í Kanaveseni, spiluðum í Hólminum án Martins og Kanans, töpuðum fyrir Njarðvík í bikarnum og förum í erfiðan leik gegn Stjörnunni og vinnum hann og sá styrkur sem við sýndum í síðustu leikjunum fyrir jól sýndi okkur hversu góðir við gætum verið." KR vann 21 af 22 leikjum sínum í deildarkeppninni, sló svo Snæfell sannfærandi út í átta-liða úrslitum og lenti síðan í hörkurimmu við Stjörnuna á leið sinni í lokaúrslitin gegn Grindavík. "Stjarnan fær ekki nógu mikla ást, finnst mér. Deildarkeppnin er eitt og Teitur (Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar) hamraði á því allt tímabilið að deildarkeppnin væri eitt og úrslitakeppnin annað. Stjarnan mætti gríðarlega sterkt til leiks, sópaði Keflavík út og rimman gegn Garðbæingum tók verulega á okkur og við vorum nokkurn tíma að jafna okkur á henni." "Við mætum svo allt öðruvísi Grindavíkurliði, en leikstílar Snæfells, Stjörnunnar og Grindavík voru rosalega ólíkir. Það tók okkur stundum smá tíma að aðlaga okkur og undir lokin fórum við svo kannski að einbeita okkur meira að því að spila okkar leik." Finnur Freyr er uppalinn KR-ingur og segir að stór draumur hafi ræst í kvöld. "Ég er fæddur og uppalinn í Vesturbænum og búinn að fara upp í gegnum alla yngri flokka KR og hef þjálfað allan minn feril hjá félaginu. Það hefur alltaf verið draumur, að lyfta titlinum með KR og það er svarthvítt blóð sem rennur í æðum mér. Þetta var draumur að rætast og minn æðsti draumur eiginlega, þannig að nú veit ég eiginlega ekkert hvað ég á að gera," sagði Íslandsmeistarinn Finnur Freyr léttur að lokum.Martin: Ekki lengur bara rassafar á bekknum „Við vissum að þeir hittu á lélegan leik á móti okkur síðast eða við á frábæran. Við vissum að þeir kæmu grimmir inn í þennan leik og við þurftum bara að mæta því. Við náðum að standast stóru áhlaupin hjá þeim, náðum alltaf að koma til baka og sýndum þvílíkan karakter í lokin með því að setja þessi stóru skot niður," sagði KR-ingurinn Martin Hermanssson eftir leikinn en hann var valinn besti leikmaður lokaúrslitanna. Martin skoraði 26 stig í sigrinum í kvöld og skoraði hverja frábæru körfuna á fætur annarri þar sem hann sprengdi upp Grindavíkurvörnina með flottum gegnumbrotum. Hann var líka sáttur með verðlaunin. „Það er smá egóbúst, ég neita því ekki. Þetta eru samt bara liðsverðlaun og það hefði hver sem er í okkar liði getað fengið þetta. Pavel er búinn að vera frábær eins og Helgi og Darri," sagði Martin. Martin og KR-liðið voru vissulega í nokkrum sérflokki í vetur og þeir stóðustu pressuna og lönduðu titlinum á móti samheldnu liði Grindvíkinga sem vissu hvað þarf til að vinna. „Þetta er búinn að vera frábær vetur. Við töpuðum bara einum deildarleik á öllum tímabilinu og jöfnuðum met. Maður kann eiginlega ekki að tapa lengur ef ég á að vera hreinskilinn," sagði Martin. Martin tók einnig þátt í Íslandsmeistaratitlinum en þá var hann bara sextán ára og í mjög litlu hlutverki. Martin viðurkennir að þessi titill sé allt öðruvísi en sá vorið 2011. „Þetta er ekki það sama því nú á maður smá part í þessu. Ég átti rassafar á bekknum í síðasta Íslandsmeistaratitli en á kannski aðeins stærri hlut í þessum," sagði Martin.Darri Hilmarsson: Stærri titill fyrir mig Darri Hilmarsson átti frábæran leik í kvöld og skoraði gríðarlega mikilvæga þriggja stiga körfu undir lok leiksins, en Darri var með frábæra þriggja stiga nýtingu í einvíginu gegn Grindavík. "Ég var með helvíti góða nýtingu í þriggja stiga skotum. Ég hef ekki tekið það saman, en hún var nokkuð góð," sagði Darri sem var að vinna sinn þriðja Íslandsmeistaratitil með KR. "Þessi titill er stærri fyrir mann persónulega. Maður var að spila stærri rullu en í fyrri tveimur titlunum. Þá var maður meira að koma af bekknum, en í ár var ég í stærra hlutverki og spilaði mikilvægari rullu." "Við erum með frekar reynda menn í hópnum sem eru ekkert að kippa mér upp við það að vera taldir sigurstranglegri. Við erum með reynslubolta sem vita alveg hvað þarf að gera og geta haldið einbeitingu yfir heilt tímabil," sagði Darri um væntingarnar til KR-liðsins í vetur. Hvað tekur svo við í kvöld? "Einhver skemmtilegheit. Fyrst að fá sér að borða og svo að skemmta sér fram á rauða nótt."Sverrir Þór Sverrisson: Okkar langbesti leikur í einvíginu "Það er í raun og veru bara í restina," sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, að leik loknum, um hvenær möguleikinn hefði fokið út um gluggann. "Þeir komast yfir og við náum ekki að skora. Þeir komast einhverjum fimm stigum yfir og þar fer þetta. Við náum ekki að setja okkar skot niður og þeir ná upp einhverju 7-8 stiga forskoti sem við höfðum ekki tíma til að ná. Eftir alveg ágætis frammistöðu hjá okkur, þá var svekkjandi að ná ekki að fylgja þessu eftir." "Við komust aldrei á flug, ég er dálítið ósáttur með það. En maður verður að hrósa KR-ingunum - þeir voru að spila hörkuvörn og eru með hörkugott lið, besta liðið í vetur, það þarf ekki að rökræða það neitt. En þessi leikur var okkar langbesti heilt yfir í einvíginu og það er fúlt að hafa ekki náð að klára einn svoleiðis leik og mæta svo með sjálfstraust úr honum í oddaleik." Grindvíkingum mistókst að vinna Íslandsmeistaratitilinn, en liðið vann hins vegar bikarkeppnina. En er Sverrir ánægður með uppskeru tímabilsins? "Við eigum bara eftir að setjast niður og hugsa það aðeins. Við misstum náttúrulega Þorleif út á hrikalegum tíma, í átta liða úrslitunum, og það voru margir sem afskrifuðu okkur eftir það. En við komust samt í lokaúrslit, erum í stöðunni 1-1 og allt galopið, en þá fáum við skell í KR-heimilinu." "Eftir nokkrar vikur getum við litið til baka og séð hvernig tímabilið var. Við gengum í gegnum mikið Kanavesen fyrir áramót, en á endanum held ég að við getum verið nokkuð sáttir, þótt það sé alltaf drullusvekkjandi að tapa úrslitaleik," sagði Sverrir að lokum.Grindavík - KR: Leikur fjögur í úrslitaeinvíginu - textalýsingin Leik lokið | 79-87 | KR er Íslandsmeistari eftir sigur á Grindavík í fjórða leik. Frábær lokaleikhluti gerði útslagið. Til hamingju KR! 40. mín | 79-85 | Finnur tekur leikhlé. Sjö sekúndur eftir. Pavel á vítalínunni. KR-ingar geta sótt kampavínið í kælinn. 40. mín | 77-83 | Ólafur fær óíþróttamannslega villu fyrir að brjóta á Martin sem setur bæði vítin niður. Titilinn er á leið í Vesturbæinn.39. mín | 75-81 | Ómar minnkar muninn í þrjú stig en Darri neglir niður þristi og eykur muninn í sex stig. Helgi fær sína fimmtu villu. Brynjar kemur inn á.38. mín | 73-78 | Watt kemur KR-ingum fimm stigum yfir. Sverrir tekur leikhlé. Eru Grindvíkingar að fara að sleppa taki sínu á Íslandsmeistaratitlinum? 37. mín | 73-75 | Helgi bakkar niður með varnarmann Grindavíkur og skorar. 36. mín | 73-73 | Jóhann kemur Grindvíkingum yfir af vítalínunni, en Martin jafnar. Hann er svo hættulega góður. Sigurður gerir sig tilbúinn til að koma inn á. 36. mín | 71-71 | Darri jafnar með þrist. Hann er kominn með tíu stig. KR-ingar hafa verið að hitta mjög illa úr vítunum sínum, eða 58%. Watt þarf að fara að gera eitthvað, hann er aðeins kominn með fimm stig. 34. mín | 71-66 | Daníel skorar þriggja stiga körfu og kemur Grindvíkingum fimm stigum yfir. KR-ingar hafa verið mikið á vítalínunni í upphafi fjórða leikhluta. Sé litið á villuvandræði liðanna, þá eru Sigurður og Pavel komnir með fjórar villur, Martin, Jóhann og Ólafur með þrjár. Þriðja leikhluta lokið | 59-59 | Þetta er svo skemmtilegur leikur. KR-ingar enduðu þriðja leikhlutann betur og tókst að jafna undir lok hans. KR er að hitta betur, en heimamenn eru að vinna frákastabaráttuna nokkuð afgerandi. 28. mín | 59-55 | Það gengur vel hjá Grindvíkingum þessa stundina. Helgi stoppar blæðinguna með fallegu skoti í spjaldið og niður. 26. mín | 52-52 | KR jafnar með körfum frá Darra og Brynjari.25. mín | 52-47 | Jóhann kemur heimamönnum fimm stigum yfir með þriggja stiga körfu. Hann er kominn með sjö stig, níu fráköst og fjórar stoðsendingar. KR-ingar taka leikhlé.25. mín | 49-47 | Sigurður kemur Grindjánum yfir. Hann hefur annars átt í miklum vandræðum með að klára færin sín undir körfunni. Hann er aðeins með 45% skotnýtingu inni í teig.21. mín | 43-44 | Pavel opnar seinni hálfleikinn með þriggja stiga körfu. Grindvíkingar virðast falla af honum sem er kannski skiljanlegt í ljósi þess hversu illa Pavel hefur verið að hitta í einvíginu.Seinni hálfleikur hafinn | 43-41 | Framhaldið ræðst á næstu 20 mínútum. Tryggja KR-ingar sér Íslandsmeistaratitilinn eða knýja Grindvíkingar fram oddaleik?Tölfræði fyrri hálfleiks | Clinch og Ólafur hafa skorað mest heimamanna, eða 11 stig hvor, en sá fyrrnefndi hefur einnig gefið sex stoðsendingar. Sigurður er kominn með níu stig og fjögur fráköst og Ómar hefur skorað átta stig og tekið sex fráköst. Martin er stigahæstur gestanna með 15 stig, en Helgi kemur næstur með níu stig. Pavel er kominn með sjö stig, fjögur fráköst, fjórar stoðsendingar og fjögur varin skot.Fyrri hálfleik lokið | 43-41 | Pavel fékk dæmda á sig óíþróttamannslega villu fyrir peysutog. Sigurður setti niður tvö víti en lokaskot Clinch missti marks.20. mín | 41-41 | Clinch setur niður þrist, en Helgi svarar með öðrum slíkum. Átta sekúndur eftir af fyrri hálfleik.19. mín | 36-36 | Sigurður skorar körfu góða eftir hraðaupphlaup og setur svo vítaskotið niður. Pavel jafnar leikinn jafnharðan.18. mín | 33-34 | Clinch setur niður þrist og minnkar muninn í eitt stig. Grindavík þarf meira framlag frá honum. Brynjar kemur inn á fyrir Darra.17. mín | 28-34 | Watt setur niður tvö víti og Darri skorar svo eftir undrasendingu frá Pavel. Kanarnir hafa verið rólegir það sem af er. Watt er kominn með fjögur stig og Clinch þrjú.15. mín | 24-25 | Pavel kemur KR yfir með þriggja stiga körfu. Ómar og Clinch koma aftur inn á hjá Grindavík.13. mín | 24-20 | Frábærlega gert hjá Jóni Axel; keyrir framhjá Brynjari og finnur Ólaf sem skorar. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, tekur leikhlé.11. mín | 20-20 | Sigurður opnar annan leikhluta með svakalegri ekki-vera-fyrir-mér troðslu. Darri svarar með öllu lágstemmdari körfu.Fyrsta leikhluta lokið | 18-18 | Lokaskot Ólafs geigaði. Staðan er jöfn. Martin er stigahæstur hjá KR með 11 stig, en Ólafur hjá Grindavík með fimm. Grindvíkingar hafa tekið sex sóknarfráköst á móti tveimur hjá KR. Bæði liðin hafa tapað fimm boltum.10. mín | 18-18 | Ómar jafnar leikinn eftir að hafa tekið sitt 1000. sóknarfrákast í úrslitakeppninni.9. mín | 16-16 | Jóhann jafnar leikinn af vítalínunni. Hann er búinn að vera beittur í upphafi leiks. Magni kemur inn á hjá gestunum og Jón Axel og Daníel hjá heimamönnum.7. mín | 13-16 | Ólafur setur niður fáránlegan þrist en Pavel svarar með körfu.6. mín | 10-14 | Martin setur niður þrist og kemur KR yfir. Gestirnir þurfa hins vegar að fara að frákasta betur. Brynjar kemur inn fyrir Darra.4. mín | 9-8 | Þetta er ekki lengi að gerast. Clinch kemur heimamönnum yfir með þrist en Martin svarar með körfu. Sigurður Þorsteinsson tekur síðan sóknarfrákast og skorar. Grindvíkingar eru komnir með fjögur slík. Watt er á vítalínunni.2. mín | 0-6 | Helgi Már Magnússon og Martin Hermannsson setja niður tvo þrista. Þetta var ekki byrjunin sem Grindvíkingar voru að vonast eftir.Leikurinn hafinn | Góða skemmtun!Fyrir leik: Það er engu til sparað í leikmannakynningu Grindvíkinga. Rafmagnað stöff!Fyrir leik: Earnest Lewis Clinch Jr. mætir nýrakaður til leiks. Hann yngist um nokkur ár við raksturinn.Fyrir leik:Hér má sjá ítarlega tölfræðiúttekt Vísis á leikjunum þremur sem búnir eru í einvíginu.Fyrir leik: Dómarar í leik kvöldsins eru þeir Sigmundur Már Herbertsson, Kristinn Óskarsson og Rögnvaldur Hreiðarsson. Fyrir leik: Það styttist í þetta. Rúmar 20 mínútur í leik og stúkan er orðin full. Það verður að segjast að Grindvíkingar eru duglegri að mæta í gulu en KR-ingar í svarthvítu. Það er þó einn KR-ingur í smóking. Þetta er allt eins gott tilefni og hvað annað. Hann gæti einnig verið undir áhrifum frá Jack Donaghy - smóking eftir klukkan sex.Fyrir leik: Vinni KR í kvöld verður liðið Íslandsmeistari í 13. skipti. Fyrsti titilinn vannst árið 1965 og sá síðasti 2011.Fyrir leik: KR og Grindavík mættust í lokaúrslitum vorið 2000. Líkt og nú var leiddi KR 2-1 fyrir fjórða leik liðanna. Fyrir fjórtán árum mættust liðin í leik fjögur í Vesturbænum þar sem KR hafði betur 83-63 og tryggði sér um leið Íslandsmeistaratitilinn.Fyrir leik: Það er ekki lengra síðan en í fyrra sem Grindavík kom til baka eftir að hafa verið 2-1 undir fyrir fjórða leikinn í úrslitaeinvígi. Grindavík vann fyrsta leikinn gegn Stjörnunni í lokaúrslitunum í fyrra, en tapaði næstu tveimur og fór 2-1 undir í leik fjögur í Ásgarði. Grindjánar unnu hann 88-82 og tryggðu sér síðan Íslandsmeistaratitilinn með fimm stiga sigra á heimavelli í oddaleiknum.Fyrir leik: KR vann afar sannfærandi 29 stiga sigur á Grindavík í síðasta leik í DHL-höllinni, 87-58, og þarf því aðeins einn sigur til viðbótar til þess að tryggja sér fjórða Íslandsmeistaratitilinn frá og með árinu 2007.Fyrir leik: KR tryggði sér síðasta Íslandsmeistaratitil á útivelli en liðið vann þá 14 stiga sigur á Stjörnunni, 109-95, í fjórða leik liðanna sem fór fram í Garðabænum.Fyrir leik: KR á nú möguleika á því að verða fyrsta liðið í 26 ár sem nær því að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli fráfarandi meistara en Grindavík hefur unnið titilinn undanfarin tvö tímabil.Fyrir leik: Grindvíkingar töpuðu síðast einvígi í úrslitakeppninni í átta liða úrslitum á móti Stjörnunni vorið 2011. Þeir eru síðan þá búnir að vinna átta seríur í röð í úrslitakeppni.Fyrir leik: Ólafur Ólafsson slapp við bann fyrir umdeild ummæli sín eftir síðasta leik og verður með Grindavíkurliðinu í kvöld.Fyrir leik: Þegar Grindavík og KR mættust síðast í lokaúrslitunum árið 2009 áttu Grindvíkingar möguleika á því að tryggja sér titilinn í leik fjögur í Röstinni. KR-ingar komu hinsvegar í veg fyrir það og tryggja sér síðan Íslandsmeistaratitilinn eftir rosalegan oddaleik í DHL-höllinni.Fyrir leik: Vinni Grindvíkingar í kvöld verður oddaleikurinn um titilinn í DHL-höllinni á laugardaginn.
Dominos-deild karla Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn Fleiri fréttir Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti