Krefjast þess að Hanna Birna segi af sér Stefán Árni Pálsson skrifar 5. maí 2014 15:43 Stefán Rafn Sigurbjörnsson, formaður Ungra jafnaðarmanna og Hanna Birna Kristjánsdóttir. Ungir jafnaðarmenn samþykktu í dag ályktun af miðstjórn um að Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, eigi að segja af sér ráðherraembætti vegna ófaglegra vinnubragða í máli hælisleitandans Tony Omos. Fram kemur í ályktuninni að Hanna Birna Kristjánsdóttir og aðstoðarmenn hennar hafi ítrekað sagt ósatt um minnisblað um hælisleitandann Tony Omos, sem lekið var til fjölmiðla. „Í minnisblaðinu koma fram viðkvæmar persónuupplýsingar um hælisleitandann, barnsmóður hans og aðra aðila. Tilgangurinn með minnisblaðinu, sem gert var að kröfu yfirstjórnar ráðuneytisins, var augljóslega að sverta mannorð Tonys, sem senda átti úr landi,“ segir í ályktuninni. Ungir jafnaðarmenn vilja meina að á Alþingi þann 27. janúar síðastliðinn hafi Hanna Birna þvertekið fyrir að minnisblaðið væri til í ráðuneytinu. „Nýjar upplýsingar í málinu sýna hins vegar að skrifstofustjóri ráðuneytisins lét útbúa minnisblaðið sem hann sendi Hönnu Birnu og aðstoðarmönnum hennar í tölvupósti. Þar að auki var minnisblaðið vistað á opnu drifi innan ráðuneytisins. Því liggur fyrir að Hanna Birna var fullkomlega meðvituð um tilvist minnisblaðsins.“ Einnig kemur fram í ályktuninni að auk þess að segja ósatt um vitneskju sína um minnisblaðið hafi Hanna Birna og aðstoðarmenn hennar varpað fram þeirri hugmynd að minnisblaðið hafi komið frá pólitískum andstæðingum hennar. „Einnig hafa þau ítrekað sakað fjölmiðla um rógburð í garð ráðherrans. Í lýðræðisríki er það óboðlegt að ráðherra ráðist með þessum hætti að fjölmiðlum vegna eðlilegrar umfjöllunar um störf hans.“ Ungir jafnaðarmenn telja að Hanna Birna hafi fyrirgert trausti þjóðarinnar með því að fara viljandi með rangt mál í fjölmiðlum og í ræðustól Alþingis. „Hanna Birna hefur jafnframt ekki nálgast málið af æðruleysi heldur þvert á móti unnið markvisst gegn því að ráðuneyti hennar verði tekið til rannsóknar. Þá hefur hún ráðist á fjölmiðla og reynt að kæfa eðlilega lýðræðislega umræðu um málið. Öllum má vera það ljóst að slík vinnubrögð eru með öllu ólíðandi fyrir ráðherra, þess þá heldur ráðherra dómsmála. Ungir jafnaðarmenn krefjast því þess að Hanna Birna segi af sér án tafar.“ Lekamálið Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Ungir jafnaðarmenn samþykktu í dag ályktun af miðstjórn um að Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, eigi að segja af sér ráðherraembætti vegna ófaglegra vinnubragða í máli hælisleitandans Tony Omos. Fram kemur í ályktuninni að Hanna Birna Kristjánsdóttir og aðstoðarmenn hennar hafi ítrekað sagt ósatt um minnisblað um hælisleitandann Tony Omos, sem lekið var til fjölmiðla. „Í minnisblaðinu koma fram viðkvæmar persónuupplýsingar um hælisleitandann, barnsmóður hans og aðra aðila. Tilgangurinn með minnisblaðinu, sem gert var að kröfu yfirstjórnar ráðuneytisins, var augljóslega að sverta mannorð Tonys, sem senda átti úr landi,“ segir í ályktuninni. Ungir jafnaðarmenn vilja meina að á Alþingi þann 27. janúar síðastliðinn hafi Hanna Birna þvertekið fyrir að minnisblaðið væri til í ráðuneytinu. „Nýjar upplýsingar í málinu sýna hins vegar að skrifstofustjóri ráðuneytisins lét útbúa minnisblaðið sem hann sendi Hönnu Birnu og aðstoðarmönnum hennar í tölvupósti. Þar að auki var minnisblaðið vistað á opnu drifi innan ráðuneytisins. Því liggur fyrir að Hanna Birna var fullkomlega meðvituð um tilvist minnisblaðsins.“ Einnig kemur fram í ályktuninni að auk þess að segja ósatt um vitneskju sína um minnisblaðið hafi Hanna Birna og aðstoðarmenn hennar varpað fram þeirri hugmynd að minnisblaðið hafi komið frá pólitískum andstæðingum hennar. „Einnig hafa þau ítrekað sakað fjölmiðla um rógburð í garð ráðherrans. Í lýðræðisríki er það óboðlegt að ráðherra ráðist með þessum hætti að fjölmiðlum vegna eðlilegrar umfjöllunar um störf hans.“ Ungir jafnaðarmenn telja að Hanna Birna hafi fyrirgert trausti þjóðarinnar með því að fara viljandi með rangt mál í fjölmiðlum og í ræðustól Alþingis. „Hanna Birna hefur jafnframt ekki nálgast málið af æðruleysi heldur þvert á móti unnið markvisst gegn því að ráðuneyti hennar verði tekið til rannsóknar. Þá hefur hún ráðist á fjölmiðla og reynt að kæfa eðlilega lýðræðislega umræðu um málið. Öllum má vera það ljóst að slík vinnubrögð eru með öllu ólíðandi fyrir ráðherra, þess þá heldur ráðherra dómsmála. Ungir jafnaðarmenn krefjast því þess að Hanna Birna segi af sér án tafar.“
Lekamálið Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira