Telja ólíklegt að þingsályktun um slit verði afgreidd 3. maí 2014 13:57 Vilhjálmur Bjarnason vísir/stefán Stjórnarþingmenn sem fréttastofa hefur rætt við telja mjög ósennilegt að það takist að ljúka við gerð og samþykkja þingsályktunartillögu um slit aðildarviðræðna við Evrópusambandið á yfirstandandi þingi. Aðeins þrír nefndardagar eru eftir hjá Alþingi á yfirstandandi þingi en þeir eru allir í næstu viku, á mánudag, miðvikudag og fimmtudag. Utanríkismálanefnd hefur ekki enn lokið umsögn við þingsályktunartillögu um slit viðræðna við Evrópusambandið. Alþingismenn fengu í gær afhentar 53.555 undirskriftir sem söfnuðust undir áskorun til þingsins um að leggja til hliðar þessa þingsályktun. Þeir stjórnarþingmenn sem fréttastofa hefur rætt við telja ósennilegt að það takist að ljúka umsögn utanríkismálanefndar og greiða atkvæði um þingsályktunartillögu, mögulega í breyttri mynd, á þeim stutta tíma sem eftir er, en mjög mörg önnur mál eru á dagskrá utanríkisrmálanefndar.Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins er annar varaformaður utanríkismálanefndar. „Ég tel að nefndin geti alveg klárað umsögn ef að vilji stendur til en það er hinsvegar margt órætt ennþá. Síðast þegar þetta var rætt á fundi utanríkismálanefndar þá voru margar gestakomur fyrirhugaðar. En það er ýmislegt hægt á einni viku ef vilji er fyrir hendi,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur segist ekki skynja áhuga á því að svæfa málið áfram í nefndinni og skilja það eftir. „Ef vilji er til þá tel ég nú að það sé meirihluti á þingi en hinsvegar þá kostar það töluvert. Sjálfstæðisflokkurinn er stærri en þingflokkurinn.“ Þeir þingmenn sem tjá sig um málið í óformlegum samtölum segja þó að ósennilegt sé að það takist að klára málið. Of stuttur tími sé til stefnu. Þingsályktun um slit viðræðna er ekki á dagskrá utanríkismálanefndar á mánudag en búist er við að málið verði til umræðu á miðvikudag og fimmtudag. Ekki hefur náðst í Birgi Ármannsson, formann utanríkismálanefndar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Fimm þingfundir eru eftir en þingi verður frestað hinn 16. maí næstkomandi. ESB-málið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Stjórnarþingmenn sem fréttastofa hefur rætt við telja mjög ósennilegt að það takist að ljúka við gerð og samþykkja þingsályktunartillögu um slit aðildarviðræðna við Evrópusambandið á yfirstandandi þingi. Aðeins þrír nefndardagar eru eftir hjá Alþingi á yfirstandandi þingi en þeir eru allir í næstu viku, á mánudag, miðvikudag og fimmtudag. Utanríkismálanefnd hefur ekki enn lokið umsögn við þingsályktunartillögu um slit viðræðna við Evrópusambandið. Alþingismenn fengu í gær afhentar 53.555 undirskriftir sem söfnuðust undir áskorun til þingsins um að leggja til hliðar þessa þingsályktun. Þeir stjórnarþingmenn sem fréttastofa hefur rætt við telja ósennilegt að það takist að ljúka umsögn utanríkismálanefndar og greiða atkvæði um þingsályktunartillögu, mögulega í breyttri mynd, á þeim stutta tíma sem eftir er, en mjög mörg önnur mál eru á dagskrá utanríkisrmálanefndar.Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins er annar varaformaður utanríkismálanefndar. „Ég tel að nefndin geti alveg klárað umsögn ef að vilji stendur til en það er hinsvegar margt órætt ennþá. Síðast þegar þetta var rætt á fundi utanríkismálanefndar þá voru margar gestakomur fyrirhugaðar. En það er ýmislegt hægt á einni viku ef vilji er fyrir hendi,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur segist ekki skynja áhuga á því að svæfa málið áfram í nefndinni og skilja það eftir. „Ef vilji er til þá tel ég nú að það sé meirihluti á þingi en hinsvegar þá kostar það töluvert. Sjálfstæðisflokkurinn er stærri en þingflokkurinn.“ Þeir þingmenn sem tjá sig um málið í óformlegum samtölum segja þó að ósennilegt sé að það takist að klára málið. Of stuttur tími sé til stefnu. Þingsályktun um slit viðræðna er ekki á dagskrá utanríkismálanefndar á mánudag en búist er við að málið verði til umræðu á miðvikudag og fimmtudag. Ekki hefur náðst í Birgi Ármannsson, formann utanríkismálanefndar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Fimm þingfundir eru eftir en þingi verður frestað hinn 16. maí næstkomandi.
ESB-málið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira