Þingmenn verð að fara að vilja þjóðarinnar Hjörtur Hjartarson skrifar 2. maí 2014 19:30 Forseti Alþingis veitti í dag viðtöku áskorun með ríflega 53 þúsund undirskriftum þess efnis að þingsályktunartillaga um slit á viðræðum við Evrópusambandið verði dregin tilbaka. Formaður samtakanna Já Ísland segir ómögulegt fyrir alþingismenn að líta framhjá vilja þjóðarinnar þegar ákvörðun um framhaldið verður tekin. Undirskriftasöfnunin stóð yfir í 63 daga og er beint til sextíu og þriggja alþingismanna. Auk þess að vilja að tillagan um slit á viðræðunum verði dregin tilbaka þá er skorað á þingmenn að gefa þjóðinni kost á að kjósa um framhald viðræðanna. Formaður samtakanna Já Ísland segir að hvergi verði hvikað frá þeirri kröfu. „Henni verður haldið áfram til streitu.Ég heyrði það í viðtali við utanríkisráðherra í hádegisfréttum þar sem hann sagði að tillagan yrði að sjálfsögðu ekki dregin tilbaka en það væri hægt að gera alls konar málamiðlanir svo fremi sem niðurstaðan yrði honum að skapi. Það kalla ég ekki að hlusta á vilja þjóðarinnar,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, formaður samtakanna, Já Ísland. Jón Steindór telur erfitt fyrir alþingismenn að taka ekki mark á undirskriftalistanum þegar og ef til atkvæðagreiðslu kemur um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra. „Ég held að ef menn leggja saman þessar undirskriftir og mótmælafundina á Austurvelli þá sjá þingmenn að þeir eru að vaða í villu og svíma með þetta mál.“Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður SjálfstæðisflokksinsMynd/DaníelGuðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að undirskriftarlistinn hljóti að hafa áhrif í umræðunni eins og allt annað. „En stóra málið er hinsvegar að við verðum að ræða efnislega hvað felst í því að vera í Evrópusambandinu. Það er nokkuð sem mér hefur þótt skorta.“ Guðlaugur segist ekki óttast viðbrögð almennings ef þingsályktunartillagan verður samþykkt. „Það er of snemmt að segja til um það. Það er mjög mikilvægt að við tökum upplýsta umræðu um það hvað felst í að vera í Evrópusambandinu. Ég kvíði því ekki, þvert á móti hlakka ég til að taka þátt í slíkri umræðu. Ég tel hana afskaplega mikilvæga og nauðsynlega,“ segir Guðlaugur. ESB-málið Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Sjá meira
Forseti Alþingis veitti í dag viðtöku áskorun með ríflega 53 þúsund undirskriftum þess efnis að þingsályktunartillaga um slit á viðræðum við Evrópusambandið verði dregin tilbaka. Formaður samtakanna Já Ísland segir ómögulegt fyrir alþingismenn að líta framhjá vilja þjóðarinnar þegar ákvörðun um framhaldið verður tekin. Undirskriftasöfnunin stóð yfir í 63 daga og er beint til sextíu og þriggja alþingismanna. Auk þess að vilja að tillagan um slit á viðræðunum verði dregin tilbaka þá er skorað á þingmenn að gefa þjóðinni kost á að kjósa um framhald viðræðanna. Formaður samtakanna Já Ísland segir að hvergi verði hvikað frá þeirri kröfu. „Henni verður haldið áfram til streitu.Ég heyrði það í viðtali við utanríkisráðherra í hádegisfréttum þar sem hann sagði að tillagan yrði að sjálfsögðu ekki dregin tilbaka en það væri hægt að gera alls konar málamiðlanir svo fremi sem niðurstaðan yrði honum að skapi. Það kalla ég ekki að hlusta á vilja þjóðarinnar,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, formaður samtakanna, Já Ísland. Jón Steindór telur erfitt fyrir alþingismenn að taka ekki mark á undirskriftalistanum þegar og ef til atkvæðagreiðslu kemur um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra. „Ég held að ef menn leggja saman þessar undirskriftir og mótmælafundina á Austurvelli þá sjá þingmenn að þeir eru að vaða í villu og svíma með þetta mál.“Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður SjálfstæðisflokksinsMynd/DaníelGuðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að undirskriftarlistinn hljóti að hafa áhrif í umræðunni eins og allt annað. „En stóra málið er hinsvegar að við verðum að ræða efnislega hvað felst í því að vera í Evrópusambandinu. Það er nokkuð sem mér hefur þótt skorta.“ Guðlaugur segist ekki óttast viðbrögð almennings ef þingsályktunartillagan verður samþykkt. „Það er of snemmt að segja til um það. Það er mjög mikilvægt að við tökum upplýsta umræðu um það hvað felst í að vera í Evrópusambandinu. Ég kvíði því ekki, þvert á móti hlakka ég til að taka þátt í slíkri umræðu. Ég tel hana afskaplega mikilvæga og nauðsynlega,“ segir Guðlaugur.
ESB-málið Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Sjá meira