Oddvitaáskorunin - Skilvirk og gegnsæ stjórnsýsla Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2014 10:35 Anna Sigríður á einum af sínum uppáhaldsstöðum, á leik hjá meistaraflokki kvenna í Aftureldingu. Áfram Afturelding! Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Anna Sigríður Guðnadóttir leiðir lista Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Anna Sigríður Guðnadóttir er fædd og uppalin í 101 Reykjavík. Hún er gift Gylfa Dýrmundssyni, rannsóknarlögreglumanni og eiga þau 4 börn, Guðna Kára, Ásdísi Birnu, Kristrúnu Höllu og Gunnar Loga. Fjölskyldan flutti í Mosfellsbæinn árið 1999. Anna Sigríður er stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík og er bókasafns- og upplýsingafræðingur frá Háskóla Íslands. Hún og á bara eftir lokaritgerð í meistaranámi sínu í opinberri stjórnsýslu. Hún starfar á heilbrigðisvísindabókasafni Landspítalans. Anna Sigríður er eldheit Aftureldingarmanneskja og hefur sinnt ýmsu sjálfboðastarfi innan félagsins um árabil. Hún sat í aðalstjórn ungmennafélagsins frá 2009-2013. Hún hefur starfað innan Samfylkingarinnar um árabil og meðal annars verið fulltrúi flokksins í fræðslunefnd Mosfellsbæjar í 8 ár. Helstu áherslur hennar í pólitík eru skilvirk og gegnsæ stjórnsýsla, öflugt skólastarf og velferð barna, ábyrgur rekstur og jafnréttismál. Í tómstundum vill Anna Sigríður lesa og lesa meira en eitt frekar nýtilkomið áhugamál hennar er kryddjurtaræktun sem tengist mjög áhuga hennar á matargerð. Svo er það náttúrulega fótboltinn, en fátt er skemmtilegra en að mæta á leiki Aftureldingar á fallegum sumardögum. Í ellinni ætlar Anna Sigríður að fá sér lopatrefil í Álafossbúðinni og lepja mikið latte á kaffihúsum í miðbæ Mosfellsbæjar. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þar sem ég er stödd á björtum sumardegi , gróðurangan í loftinu og kyrrðin áþreifanleg. Hundar eða kettir? Kettir eða hundar. Hver er stærsta stundin í lífinu? Barnsfæðing. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Nautalund með dijon sinnepi og rósmarín. Hvernig bíl ekur þú? Ford Focus, veit ekki hvað hann er gamall. Besta minningin? Þegar ég kynntist manninum mínum. Hefur þú verið tekin af lögreglunni? Já fyrir að brjóta stöðvunarskyldu. Hverju sérðu mest eftir? Lífið er of stutt fyrir eftirsjá. Draumaferðalagið? Afríka. Hefur þú migið í saltan sjó? Óbeint, um borð í Herjólfi, telst það með? Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Lífið er uppfullt af smá skrýtnum atburðum. Hefur þú viðurkennt mistök? Já margoft og á eflaust eftir að gera það oft enn. Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af börnunum mínum, frábærar manneskjur öll fjögur. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Oddvitaáskorunin Mosfellsbær Samfylkingin Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Halda áfram uppbyggingu Haraldur Sverrisson leiðir lista Sjálstæðisflokksins í Mosfellsbæ. 14. maí 2014 17:08 Oddvitaáskorunin - Lífið er pólitík Bjarki Bjarnason, sem leiðir lista Vinstri grænna í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor tók þátt í Oddvitaáskorun Vísis. 13. maí 2014 10:08 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Fleiri fréttir Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Anna Sigríður Guðnadóttir leiðir lista Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Anna Sigríður Guðnadóttir er fædd og uppalin í 101 Reykjavík. Hún er gift Gylfa Dýrmundssyni, rannsóknarlögreglumanni og eiga þau 4 börn, Guðna Kára, Ásdísi Birnu, Kristrúnu Höllu og Gunnar Loga. Fjölskyldan flutti í Mosfellsbæinn árið 1999. Anna Sigríður er stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík og er bókasafns- og upplýsingafræðingur frá Háskóla Íslands. Hún og á bara eftir lokaritgerð í meistaranámi sínu í opinberri stjórnsýslu. Hún starfar á heilbrigðisvísindabókasafni Landspítalans. Anna Sigríður er eldheit Aftureldingarmanneskja og hefur sinnt ýmsu sjálfboðastarfi innan félagsins um árabil. Hún sat í aðalstjórn ungmennafélagsins frá 2009-2013. Hún hefur starfað innan Samfylkingarinnar um árabil og meðal annars verið fulltrúi flokksins í fræðslunefnd Mosfellsbæjar í 8 ár. Helstu áherslur hennar í pólitík eru skilvirk og gegnsæ stjórnsýsla, öflugt skólastarf og velferð barna, ábyrgur rekstur og jafnréttismál. Í tómstundum vill Anna Sigríður lesa og lesa meira en eitt frekar nýtilkomið áhugamál hennar er kryddjurtaræktun sem tengist mjög áhuga hennar á matargerð. Svo er það náttúrulega fótboltinn, en fátt er skemmtilegra en að mæta á leiki Aftureldingar á fallegum sumardögum. Í ellinni ætlar Anna Sigríður að fá sér lopatrefil í Álafossbúðinni og lepja mikið latte á kaffihúsum í miðbæ Mosfellsbæjar. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þar sem ég er stödd á björtum sumardegi , gróðurangan í loftinu og kyrrðin áþreifanleg. Hundar eða kettir? Kettir eða hundar. Hver er stærsta stundin í lífinu? Barnsfæðing. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Nautalund með dijon sinnepi og rósmarín. Hvernig bíl ekur þú? Ford Focus, veit ekki hvað hann er gamall. Besta minningin? Þegar ég kynntist manninum mínum. Hefur þú verið tekin af lögreglunni? Já fyrir að brjóta stöðvunarskyldu. Hverju sérðu mest eftir? Lífið er of stutt fyrir eftirsjá. Draumaferðalagið? Afríka. Hefur þú migið í saltan sjó? Óbeint, um borð í Herjólfi, telst það með? Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Lífið er uppfullt af smá skrýtnum atburðum. Hefur þú viðurkennt mistök? Já margoft og á eflaust eftir að gera það oft enn. Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af börnunum mínum, frábærar manneskjur öll fjögur. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Oddvitaáskorunin Mosfellsbær Samfylkingin Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Halda áfram uppbyggingu Haraldur Sverrisson leiðir lista Sjálstæðisflokksins í Mosfellsbæ. 14. maí 2014 17:08 Oddvitaáskorunin - Lífið er pólitík Bjarki Bjarnason, sem leiðir lista Vinstri grænna í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor tók þátt í Oddvitaáskorun Vísis. 13. maí 2014 10:08 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Fleiri fréttir Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Sjá meira
Oddvitaáskorunin - Halda áfram uppbyggingu Haraldur Sverrisson leiðir lista Sjálstæðisflokksins í Mosfellsbæ. 14. maí 2014 17:08
Oddvitaáskorunin - Lífið er pólitík Bjarki Bjarnason, sem leiðir lista Vinstri grænna í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor tók þátt í Oddvitaáskorun Vísis. 13. maí 2014 10:08