Birgitta gagnrýnir starfshætti þingsins Kjartan Atli Kjartansson skrifar 14. maí 2014 20:55 Birgitta gagnrýndi að þau þingmannamál sem eru ekki afgreidd á einu þingi þurfi að ræða aftur frá byrjun á næsta þingi. Birgitta Jónsdóttir gagnrýndi starfshætti þingsins í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum fyrr í kvöld. Hún sagðist þó horfa fram á bjartari tíma í þessum efnum og vonaðist til þess að fjöldamörg svokölluð þingmannamál verði samþykkt á þessu þingi. Birgitta gagnrýndi að þau þingmannamál sem eru ekki afgreidd á einu þingi þurfi að ræða aftur frá byrjun á næsta þingi.„Þegar hverju þingi líkur þá er skorið á svokallaðan þingmálahala, þess vegna afgreiðum við svona mörg mál í belg og biðu við lok hvers þings. Þingmálahalinn sem skorið er á, samanstendur af öllum þingmálunum og lögunum sem við náum ekki að ljúka á næstu dögum. Mér finnst það furðulegt verklag og hef nöldrað yfir því í fimm ár án árangurs. Það þýðir nefnilega að þau mál sem við erum næstum því búin að afgreiða þurfa að vera endurflutt, við þurfum að fá aftur sömu umsagnirnar frá almenningi og hagsmunaaðilum og við þurfum að fá sömu gestina aftur til að ræða aftur um sama óbreytta frumvarpið eða ályktunina. Sum mál hafa farið í gegnum þetta ferli í 4 til 5 skipti. Mál sem samstaða er um og enginn málefnalegur né pólitískur ágreiningur um.“ Birgitta segir að kjósendur megi þó vænta að á næstu dögum verði fjöldamörg þingmannamál samþykkt:„Ástæða þess að ég er svona ánægð með Íslandsmetið er að fjöldamörg mál sem hafa verið flutt aftur og aftur, jafnvel af þingmönnum annarra flokka þing eftir þing fá loksins afgreiðslu og verða annað hvort að verklagsreglum fyrir ríkisstjórnina eða að lögum. Aldrei fyrr né síðar hafa jafn mörg þingmannamál verið sett á dagskrá til fullnaðarafgreiðslu eins og við munum verða vitni að á næstu tveimur dögum.“ Birgitta nefndi ákveðin dæmi:„Við höfum samþykkt þingsályktanir um eftirfarandi málefni Átak til atvinnuuppbyggingar í Austur-Húnavatnssýslu, Forvarnastarf vegna krabbameins í blöðruhálskirtli, Jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum (tvöfalt lögheimili), Leikskóli að loknu fæðingarorlofi, Mótun geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaáætlunar, Myglusveppur og tjón af völdum hans, Skipun nefndar um málefni hinsegin fólks, Skráning upplýsinga um umgengnisforeldra og Stuðningur við sjálfsákvörðunarrétt íbúa Vestur-Sahara.Við munum samþykkja þingsályktanir uAðgerðir í þágu lækningar við mænuskaða, Efling skógræktar sem atvinnuvegar, Hert viðurlög við ölvunar- og vímuefnaakstri, Landsnet ferðaleiða, Mótmæli gegn ofsóknum gegn samkynhneigðum í Úganda, Rannsóknir á umfangi og nýtingarmöguleikum sjávarorku, Ráðstafanir gegn málverkafölsunum, Samning stefnumarkandi frumvarpa og þingsályktunartillagna, Skrásetning kjörsóknar eftir fæðingarári í kosningum á Íslandi frá vori 2014,Varðveisla menningararfleifðar á stafrænu formi, Mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu, Bráðaaðgerðir til að efla leigumarkað á Íslandi, stefna varðandi Byggingu nýs Landspítala, og Gerð sáttmála um verndun friðhelgi einkalífs í stafrænum miðlum.“ Í lok ræðu sinnar fjallaði Birgitta um samstarf, í stað átaka.„Alþingi er ekki endilega það átakasvæði sem fjölmiðlar draga upp og við sjálfum látum í skína í þingsal. Alþingi yrði ekkert úr verki og lögin yrðu margfallt verri ef við myndum ekki bera gæfu til að vinna saman.“Tweets about '#eldhusdagur' Twitter / Search - #eldhusdagur twitter.com Hinsegin Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir gagnrýndi starfshætti þingsins í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum fyrr í kvöld. Hún sagðist þó horfa fram á bjartari tíma í þessum efnum og vonaðist til þess að fjöldamörg svokölluð þingmannamál verði samþykkt á þessu þingi. Birgitta gagnrýndi að þau þingmannamál sem eru ekki afgreidd á einu þingi þurfi að ræða aftur frá byrjun á næsta þingi.„Þegar hverju þingi líkur þá er skorið á svokallaðan þingmálahala, þess vegna afgreiðum við svona mörg mál í belg og biðu við lok hvers þings. Þingmálahalinn sem skorið er á, samanstendur af öllum þingmálunum og lögunum sem við náum ekki að ljúka á næstu dögum. Mér finnst það furðulegt verklag og hef nöldrað yfir því í fimm ár án árangurs. Það þýðir nefnilega að þau mál sem við erum næstum því búin að afgreiða þurfa að vera endurflutt, við þurfum að fá aftur sömu umsagnirnar frá almenningi og hagsmunaaðilum og við þurfum að fá sömu gestina aftur til að ræða aftur um sama óbreytta frumvarpið eða ályktunina. Sum mál hafa farið í gegnum þetta ferli í 4 til 5 skipti. Mál sem samstaða er um og enginn málefnalegur né pólitískur ágreiningur um.“ Birgitta segir að kjósendur megi þó vænta að á næstu dögum verði fjöldamörg þingmannamál samþykkt:„Ástæða þess að ég er svona ánægð með Íslandsmetið er að fjöldamörg mál sem hafa verið flutt aftur og aftur, jafnvel af þingmönnum annarra flokka þing eftir þing fá loksins afgreiðslu og verða annað hvort að verklagsreglum fyrir ríkisstjórnina eða að lögum. Aldrei fyrr né síðar hafa jafn mörg þingmannamál verið sett á dagskrá til fullnaðarafgreiðslu eins og við munum verða vitni að á næstu tveimur dögum.“ Birgitta nefndi ákveðin dæmi:„Við höfum samþykkt þingsályktanir um eftirfarandi málefni Átak til atvinnuuppbyggingar í Austur-Húnavatnssýslu, Forvarnastarf vegna krabbameins í blöðruhálskirtli, Jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum (tvöfalt lögheimili), Leikskóli að loknu fæðingarorlofi, Mótun geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaáætlunar, Myglusveppur og tjón af völdum hans, Skipun nefndar um málefni hinsegin fólks, Skráning upplýsinga um umgengnisforeldra og Stuðningur við sjálfsákvörðunarrétt íbúa Vestur-Sahara.Við munum samþykkja þingsályktanir uAðgerðir í þágu lækningar við mænuskaða, Efling skógræktar sem atvinnuvegar, Hert viðurlög við ölvunar- og vímuefnaakstri, Landsnet ferðaleiða, Mótmæli gegn ofsóknum gegn samkynhneigðum í Úganda, Rannsóknir á umfangi og nýtingarmöguleikum sjávarorku, Ráðstafanir gegn málverkafölsunum, Samning stefnumarkandi frumvarpa og þingsályktunartillagna, Skrásetning kjörsóknar eftir fæðingarári í kosningum á Íslandi frá vori 2014,Varðveisla menningararfleifðar á stafrænu formi, Mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu, Bráðaaðgerðir til að efla leigumarkað á Íslandi, stefna varðandi Byggingu nýs Landspítala, og Gerð sáttmála um verndun friðhelgi einkalífs í stafrænum miðlum.“ Í lok ræðu sinnar fjallaði Birgitta um samstarf, í stað átaka.„Alþingi er ekki endilega það átakasvæði sem fjölmiðlar draga upp og við sjálfum látum í skína í þingsal. Alþingi yrði ekkert úr verki og lögin yrðu margfallt verri ef við myndum ekki bera gæfu til að vinna saman.“Tweets about '#eldhusdagur' Twitter / Search - #eldhusdagur twitter.com
Hinsegin Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira