Skoða þarf skólamálin á Akranesi Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2014 14:22 Stóru málin heimsóttu Borgarbyggð og Akranes á ferð sinni um Vesturland í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Borgnesingar vilja fegra bæinn sinn, hafa áhyggjur af atvinnumálum og vilja fá stóran vinnustað í bæinn. Á meðal stóru málanna hjá Skagamönnum eru skólamálin, staða bæjarsjóðs og svo þarf að ákveða hvað á að gera við sementsverksmiðjureitinn. Heimir Már Pétursson ræddi við íbúa í sveitarfélaginu, þar sem Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn bjóða fram. Heimir Már kom því næst við á Akranesi og leit fyrst við hjá apótekaranum Ólafi Adólfssyni, sem leiðir lista sjálfstæðismanna á Akranesi. Hann sagði stóru málin vera stöðu bæjarsjóðs sem og rekstur hans. Atvinnumál og skólamál sagði hann að yrðu einnig hátt á lista. Ingibjörg Pálmadóttir oddviti framsóknarmanna á Akranesi tók á móti Heimi Má á kosningasrifstofu Framsóknarflokksins á Akranesi. Hún sagði frá því af hverju hún væri að kasta sér aftur út í stjórnmálin. Hún segir möguleikana í samfélaginu vera ótrúlega. Nefndi hún einnig Sementsreitinn svokallaða, en allir frambjóðendur tóku fram að þar yrði bærinn að vanda sig í skipulagsmálum. Heimir Már ræddi einnig við Ingibjörgu Valdimarsdóttur oddvita Samfylkingarinnar. Hún segist vilja halda áfram að halda vel að fjölskyldufólki, stuðla að stofnun leigusamtaka og fara í viðhald á götum og stofnæðum bæjarins. Björt framtíð fer fram í fyrsta sinn á Akranesi, en Heimir Már ræddi við Vilborgu Þórunni Guðbjartsdóttur, oddvita, um framboðið. Hún segir ýmis viðhaldsverkefni bíða eftir að tekið sé til hendinni. Þröstur Þór Ólafsson, oddviti Vinstri grænna, að þrátt fyrir að bæjarfélagið sýni mjög bætta afkomu, megi ekki slaka á í því. Hann segir ferðamenn hafa farið fram hjá Akranesi og það sé vonandi að breytast. Oddvitarnir allir voru sammála um að skoða þyrfti stöðu skólamála á Akranesi. Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Vesturland Stóru málin Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
Stóru málin heimsóttu Borgarbyggð og Akranes á ferð sinni um Vesturland í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Borgnesingar vilja fegra bæinn sinn, hafa áhyggjur af atvinnumálum og vilja fá stóran vinnustað í bæinn. Á meðal stóru málanna hjá Skagamönnum eru skólamálin, staða bæjarsjóðs og svo þarf að ákveða hvað á að gera við sementsverksmiðjureitinn. Heimir Már Pétursson ræddi við íbúa í sveitarfélaginu, þar sem Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn bjóða fram. Heimir Már kom því næst við á Akranesi og leit fyrst við hjá apótekaranum Ólafi Adólfssyni, sem leiðir lista sjálfstæðismanna á Akranesi. Hann sagði stóru málin vera stöðu bæjarsjóðs sem og rekstur hans. Atvinnumál og skólamál sagði hann að yrðu einnig hátt á lista. Ingibjörg Pálmadóttir oddviti framsóknarmanna á Akranesi tók á móti Heimi Má á kosningasrifstofu Framsóknarflokksins á Akranesi. Hún sagði frá því af hverju hún væri að kasta sér aftur út í stjórnmálin. Hún segir möguleikana í samfélaginu vera ótrúlega. Nefndi hún einnig Sementsreitinn svokallaða, en allir frambjóðendur tóku fram að þar yrði bærinn að vanda sig í skipulagsmálum. Heimir Már ræddi einnig við Ingibjörgu Valdimarsdóttur oddvita Samfylkingarinnar. Hún segist vilja halda áfram að halda vel að fjölskyldufólki, stuðla að stofnun leigusamtaka og fara í viðhald á götum og stofnæðum bæjarins. Björt framtíð fer fram í fyrsta sinn á Akranesi, en Heimir Már ræddi við Vilborgu Þórunni Guðbjartsdóttur, oddvita, um framboðið. Hún segir ýmis viðhaldsverkefni bíða eftir að tekið sé til hendinni. Þröstur Þór Ólafsson, oddviti Vinstri grænna, að þrátt fyrir að bæjarfélagið sýni mjög bætta afkomu, megi ekki slaka á í því. Hann segir ferðamenn hafa farið fram hjá Akranesi og það sé vonandi að breytast. Oddvitarnir allir voru sammála um að skoða þyrfti stöðu skólamála á Akranesi.
Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Vesturland Stóru málin Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira