Oddvitaáskorunin - Með stórt Skagahjarta 26. maí 2014 11:38 Ingibjörg ásamt fólkinu á framboðslista Samfylkingarinnar á Akranesi. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Ingibjörg Valdimarsdóttir leiðir lista Samfylkingarinnar á Akranesi í sveitarstjórnarkosningunum í vor. „Ingibjörg Valdimarsdóttir heiti ég og er 41 árs og gift Eggerti Herbertssyni framkvæmdastjóra og eigum við 3 börn; Andra Frey 14 ára, Arndísi Lilju 11 ár og Viktor Daða 7 ára. Ég er bæjarfulltrúi og varaformaður bæjarráðs. Ég er einnig varaformaður stjórnar SSV og formaður starfshóps um atvinnu- og ferðamál. Ég var formaður fjölskylduráðs frá 2010 til 2012. Ég er borin og barnfæddur Skagamaður og er dóttir hjónanna Jóhönnu L. Jónsdóttur og Valdimars Björgvinssonar. Ég er viðskiptafræðingur að mennt og hef lokið M.sc. gráðu í alþjóðaviðskiptum frá HR. Í dag rek ég fyrirtæki á Akranesi sem heitir Ritari.is. Annars hef ég mestmegnis starfað við markaðsmál og stjórnun eftir að ég útskrifaðist úr háskólanum. Ég hef mikinn áhuga á öll sem tengist ferðalögum og ólíkum menningarheimum og fólki almennt, eins hef ég mikinn áhuga á allskyns útiveru og hreyfingu. Annars fer mestur minn tími í fjölskylduna, vinina, félagsstörfin og vinnuna. Það sem ég hef lagt mestu áherslu á og haft mikinn áhuga á eru atriði eins og aukið íbúalýðræði með meiri þátttöku bæjarbúa í málefnum bæjarfélagsins. Málefni fjölskyldunnar eru mér hjartfólgin, eins og skólamál og íþrótta- og æskulýðsmál og eins tel ég mikilvægt að halda þétt utanum uppbyggingu atvinnulífsins. Ég legg mikla áherslu á fagleg vinnubrögð í stjórnsýslunni og sem rekstrarmanneskja vel ég að fara skynsamlega með fjármuni bæjarbúa til hagsmuna fyrir bæjarfélagið í heild. Við eigum að halda áfram að greiða niður skuldir bæjarsjóðs þannig að við séum ekki að eyða of stóru hlutfalli bæjarsjóðs í fjármagnskostnað. Ég tel okkur hafa gert ágætlega þessum málefnum á nústandandi kjörtímabili. Ég tel að samvinna bæjarstjórnar skili mestu til bæjarbúa og sé til hagsbóta fyrir bæjarfélagið í heild og því er nauðsynlegt að vinna að bæjarmálum að fagmennsku og gegnsæi og nauðsynlegt að horfa upp úr pólitískum flokkadráttum. Mér þykir afar vænt um bæinn minn og sé mikið af tækifærum sem mig langar til að nýta í þágu bæjarfélagins en til þess að geta það þurfum við stuðning bæjarbúa í kosningunum.“ YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi?Langisandur og leiðin milli Seljarlandsfoss og Skógarfoss undir Eyjafjöllum, að meðtöldum fossunum tveimur. Hundar eða kettir?Hundar. Hver er stærsta stundin í lífinu?Á þrjár sem ekki er hægt að gera upp á milli en það er þegar ég fékk börnin mín þrjú fyrst í hendurnar. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?Hrossalund grilluð à la Eggert. Hvernig bíl ekur þú?Svörtum Bens. Besta minningin?Sú sem kemur upp í huga mínum er brúðkaupsferðin með eiginmanni mínum til Kuala Lumpur og Balí, meiriháttar staðir og frábært fólk. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni?Já, það hefur komið fyrir að ég hef verið að flýta mér um of í umferðinni. Hverju sérðu mest eftir?Að hafa ekki verið duglegri að heimsækja ömmur mínar og afa þegar þau voru á lífi. Draumaferðalagið?Að fara í heimsreisu með megináherslu á Asíu. Hefur þú migið í saltan sjó?Já ég held að ég hafi gert það einu sinni. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert?Að þiggja gistingu hjá öldruðum manni í Róm á bakpokaferðalagi með 2 vinkonum mínum um Evrópu fyrir þó nokkuð mörgum árum síðan. Hefur þú viðurkennt mistök?Já margoft. Hef einnig viðurkennt að vera ekki fullkomin. Hverju ertu stoltust af?Börnunum mínum þremur. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Vesturland Oddvitaáskorunin Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Tók ástfóstri við samfélagið Óli er Ólsari en hefur um árabil verið búsettur á Akranesi. Hann tók ástfóstri við það ágæta samfélag þegar hann lék með sigursælu liði heimamanna á árum áður. 16. maí 2014 11:32 Oddvitaáskorunin - Ónýtt tækifæri á Akranesi Ingibjörg Pálmadóttir leiðir lista Frjálsra með Framsókn á Akranesi 20. maí 2014 12:37 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Ingibjörg Valdimarsdóttir leiðir lista Samfylkingarinnar á Akranesi í sveitarstjórnarkosningunum í vor. „Ingibjörg Valdimarsdóttir heiti ég og er 41 árs og gift Eggerti Herbertssyni framkvæmdastjóra og eigum við 3 börn; Andra Frey 14 ára, Arndísi Lilju 11 ár og Viktor Daða 7 ára. Ég er bæjarfulltrúi og varaformaður bæjarráðs. Ég er einnig varaformaður stjórnar SSV og formaður starfshóps um atvinnu- og ferðamál. Ég var formaður fjölskylduráðs frá 2010 til 2012. Ég er borin og barnfæddur Skagamaður og er dóttir hjónanna Jóhönnu L. Jónsdóttur og Valdimars Björgvinssonar. Ég er viðskiptafræðingur að mennt og hef lokið M.sc. gráðu í alþjóðaviðskiptum frá HR. Í dag rek ég fyrirtæki á Akranesi sem heitir Ritari.is. Annars hef ég mestmegnis starfað við markaðsmál og stjórnun eftir að ég útskrifaðist úr háskólanum. Ég hef mikinn áhuga á öll sem tengist ferðalögum og ólíkum menningarheimum og fólki almennt, eins hef ég mikinn áhuga á allskyns útiveru og hreyfingu. Annars fer mestur minn tími í fjölskylduna, vinina, félagsstörfin og vinnuna. Það sem ég hef lagt mestu áherslu á og haft mikinn áhuga á eru atriði eins og aukið íbúalýðræði með meiri þátttöku bæjarbúa í málefnum bæjarfélagsins. Málefni fjölskyldunnar eru mér hjartfólgin, eins og skólamál og íþrótta- og æskulýðsmál og eins tel ég mikilvægt að halda þétt utanum uppbyggingu atvinnulífsins. Ég legg mikla áherslu á fagleg vinnubrögð í stjórnsýslunni og sem rekstrarmanneskja vel ég að fara skynsamlega með fjármuni bæjarbúa til hagsmuna fyrir bæjarfélagið í heild. Við eigum að halda áfram að greiða niður skuldir bæjarsjóðs þannig að við séum ekki að eyða of stóru hlutfalli bæjarsjóðs í fjármagnskostnað. Ég tel okkur hafa gert ágætlega þessum málefnum á nústandandi kjörtímabili. Ég tel að samvinna bæjarstjórnar skili mestu til bæjarbúa og sé til hagsbóta fyrir bæjarfélagið í heild og því er nauðsynlegt að vinna að bæjarmálum að fagmennsku og gegnsæi og nauðsynlegt að horfa upp úr pólitískum flokkadráttum. Mér þykir afar vænt um bæinn minn og sé mikið af tækifærum sem mig langar til að nýta í þágu bæjarfélagins en til þess að geta það þurfum við stuðning bæjarbúa í kosningunum.“ YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi?Langisandur og leiðin milli Seljarlandsfoss og Skógarfoss undir Eyjafjöllum, að meðtöldum fossunum tveimur. Hundar eða kettir?Hundar. Hver er stærsta stundin í lífinu?Á þrjár sem ekki er hægt að gera upp á milli en það er þegar ég fékk börnin mín þrjú fyrst í hendurnar. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?Hrossalund grilluð à la Eggert. Hvernig bíl ekur þú?Svörtum Bens. Besta minningin?Sú sem kemur upp í huga mínum er brúðkaupsferðin með eiginmanni mínum til Kuala Lumpur og Balí, meiriháttar staðir og frábært fólk. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni?Já, það hefur komið fyrir að ég hef verið að flýta mér um of í umferðinni. Hverju sérðu mest eftir?Að hafa ekki verið duglegri að heimsækja ömmur mínar og afa þegar þau voru á lífi. Draumaferðalagið?Að fara í heimsreisu með megináherslu á Asíu. Hefur þú migið í saltan sjó?Já ég held að ég hafi gert það einu sinni. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert?Að þiggja gistingu hjá öldruðum manni í Róm á bakpokaferðalagi með 2 vinkonum mínum um Evrópu fyrir þó nokkuð mörgum árum síðan. Hefur þú viðurkennt mistök?Já margoft. Hef einnig viðurkennt að vera ekki fullkomin. Hverju ertu stoltust af?Börnunum mínum þremur. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Vesturland Oddvitaáskorunin Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Tók ástfóstri við samfélagið Óli er Ólsari en hefur um árabil verið búsettur á Akranesi. Hann tók ástfóstri við það ágæta samfélag þegar hann lék með sigursælu liði heimamanna á árum áður. 16. maí 2014 11:32 Oddvitaáskorunin - Ónýtt tækifæri á Akranesi Ingibjörg Pálmadóttir leiðir lista Frjálsra með Framsókn á Akranesi 20. maí 2014 12:37 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sjá meira
Oddvitaáskorunin - Tók ástfóstri við samfélagið Óli er Ólsari en hefur um árabil verið búsettur á Akranesi. Hann tók ástfóstri við það ágæta samfélag þegar hann lék með sigursælu liði heimamanna á árum áður. 16. maí 2014 11:32
Oddvitaáskorunin - Ónýtt tækifæri á Akranesi Ingibjörg Pálmadóttir leiðir lista Frjálsra með Framsókn á Akranesi 20. maí 2014 12:37