Árni sendir Pólverjum bréf: „Bæjarstjórinn kastar nú olíu á eldinn“ 24. maí 2014 13:34 Árni til vinstri, bréfið til miðju og Gunnar til hægri. Gunnar Örlygsson, fiskverkandi og frambjóðandi á lista Frjáls afls í sveitarstjórnarkosningunum í Reykjanesbæ, er afar ósáttur með bréf sem Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæ, sendi pólskum innflytjendum í bænum. „Að bæjarstjórinn skuli lofa betrum og bót til allra nýbúa sem hann kjósa og taka sér það hlutverk fram yfir einkafyrirtæki út í bæ sem hafa ekki einu sinni hafið starfsemi og nefna þar launatölur er með öllu móti óskiljanlegur gjörningur.” Gunnar segir Árna vera að „kasta olíu á eldinn“ í kjaramálum: „Þá skal ekki heldur gera lítið úr þeim óróa sem bréf Árna hefur strax valdið á vinnumarkaði en um þessar mundir er umhverfi kjaramála afar viðkvæmt og hef ég persónulega strax fundið fyrir þessu sem atvinnurekandi á svæðinu. Bæjarstjórinn kastar nú olíu á eldinn og er ábyrgur fyrir vinnubrögðum sem erfitt er að lýsa með orðum.”Árni Sigfússon bæjarstjóri skrifar undir bréf til pólskra innflytjenda.Býður Pólverjum í pylsur Í bréfinu frá Árna til pólskra innflytjenda, sem má sjá hér að neðan í viðhengi og hluta af því hér að ofan, kemur fram að hann vilji fjölga verkamannastörfum sem gefi um 500 til 600 þúsund krónur í laun á mánuði. Bréfið er á pólsku og fjallar Árni um litla kosningaþátttöku pólskra innflytjenda, en tekur farm að þeir séu margir á svæðinu. Hann vill koma á vikulegum fundum með innflytjendum og býður Pólverjum í bjór og pylsur á fimmtudaginn, tveimur dögum fyrir kosningar. Að auki býður hann þá velkomna til sín á bæjarskrifstofuna og telur Gunnar ekki rétt að nota eign bæjarins í þeim tilgangi að ná í atkvæði fyrir Sjálfstæðisflokkinn. „Mér finnst það afar ósmekklegt,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. Gunnar lítur það mjög alvarlegum augum að Árni hafi lofað ákveðinni launaupphæð fyrir hönd einkafyrirtækja. Gunnar er sjálfur í rekstri, hann er stjórnarformaður AG Seafood í Sandgerði. „Einhvers staðar myndi svona gjörningur kalla á umsvifalausa brottvikningu úr starfi. Þetta á ekki að líðast. Það má líkja þessu við að ég sjálfur hefði ákveðið að færa fiskvinnslufyrirtæki okkar frá Sandgerði yfir í Reykjanesbæ og að einhver oddviti hinna flokkanna sem nú bjóða fram fram, færi fram með sama hætti og lofaði ákveðnum launum fyrir hönd okkar fyrirtækis. Væru það eðlileg vinnubrögð?” Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Reykjanes Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Sjá meira
Gunnar Örlygsson, fiskverkandi og frambjóðandi á lista Frjáls afls í sveitarstjórnarkosningunum í Reykjanesbæ, er afar ósáttur með bréf sem Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæ, sendi pólskum innflytjendum í bænum. „Að bæjarstjórinn skuli lofa betrum og bót til allra nýbúa sem hann kjósa og taka sér það hlutverk fram yfir einkafyrirtæki út í bæ sem hafa ekki einu sinni hafið starfsemi og nefna þar launatölur er með öllu móti óskiljanlegur gjörningur.” Gunnar segir Árna vera að „kasta olíu á eldinn“ í kjaramálum: „Þá skal ekki heldur gera lítið úr þeim óróa sem bréf Árna hefur strax valdið á vinnumarkaði en um þessar mundir er umhverfi kjaramála afar viðkvæmt og hef ég persónulega strax fundið fyrir þessu sem atvinnurekandi á svæðinu. Bæjarstjórinn kastar nú olíu á eldinn og er ábyrgur fyrir vinnubrögðum sem erfitt er að lýsa með orðum.”Árni Sigfússon bæjarstjóri skrifar undir bréf til pólskra innflytjenda.Býður Pólverjum í pylsur Í bréfinu frá Árna til pólskra innflytjenda, sem má sjá hér að neðan í viðhengi og hluta af því hér að ofan, kemur fram að hann vilji fjölga verkamannastörfum sem gefi um 500 til 600 þúsund krónur í laun á mánuði. Bréfið er á pólsku og fjallar Árni um litla kosningaþátttöku pólskra innflytjenda, en tekur farm að þeir séu margir á svæðinu. Hann vill koma á vikulegum fundum með innflytjendum og býður Pólverjum í bjór og pylsur á fimmtudaginn, tveimur dögum fyrir kosningar. Að auki býður hann þá velkomna til sín á bæjarskrifstofuna og telur Gunnar ekki rétt að nota eign bæjarins í þeim tilgangi að ná í atkvæði fyrir Sjálfstæðisflokkinn. „Mér finnst það afar ósmekklegt,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. Gunnar lítur það mjög alvarlegum augum að Árni hafi lofað ákveðinni launaupphæð fyrir hönd einkafyrirtækja. Gunnar er sjálfur í rekstri, hann er stjórnarformaður AG Seafood í Sandgerði. „Einhvers staðar myndi svona gjörningur kalla á umsvifalausa brottvikningu úr starfi. Þetta á ekki að líðast. Það má líkja þessu við að ég sjálfur hefði ákveðið að færa fiskvinnslufyrirtæki okkar frá Sandgerði yfir í Reykjanesbæ og að einhver oddviti hinna flokkanna sem nú bjóða fram fram, færi fram með sama hætti og lofaði ákveðnum launum fyrir hönd okkar fyrirtækis. Væru það eðlileg vinnubrögð?”
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Reykjanes Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“