Um það bil annar hver maður sem Stóru málin hittu á Húsavík, höfuðstað Norðurþings, reyndist frambjóðandi á einum af þeim fjóru listum sem þar bjóða fram fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor.
Sátt virtist ríkja um áform um kísilver á Bakka, en sumir vildu að menn hættu að bíða og færu að sýna frumkvæði í því að skapa störf á staðnum.
Einum frambjóðendanna fannst mikilvægast að keyra upp gleðina í sveitarfélaginu eftir ládeyðu undanfarið.

