Jón Eiríkur Einarsson, bóndi, var kjörinn oddviti í óbundinni kosningu í Skorradalshrepp í dag. Síðasta kjörtímabil hefur hann verið varaoddviti hreppsins.
Alls voru 48 á kjörskrá, en 40 nýttu atkvæðarétt sinn sem samsvarar 83,3% kjörsókn. Fremur mjótt var munum í atkvæðagreiðslunni.
Jón Eiríkur var efstur meðal aðalmanna með 24 atkvæði, Sigrún Þormar var í öðru sæti með 23 atkvæði, Árni Hjörleifsson var í því þriðja með 20 atkvæði, Pétur Davíðsson var í fjórða sæti með 20 atkvæði og S. Fjóla Benediktsdóttir var í því fimmta með 19 atkvæði.
Meðal varamanna var Ástríður Guðmundsdóttir efst með 24 atkvæði, Guðrún J. Guðmundsdóttir var í öðru sæti með 22, Jón Friðrik Snorrason var í því þriðja með 17, Karólína Hulda Guðmundsdóttir var í fjórða sæti með 15 atkvæði og Kristján Ottó Hreiðarsson var í því fimmta með 13 atkvæði.
Óbundnar kosningar eru persónukosningar þar sem kosning er ekki bundin við framboð. Allir kjósendur eru í kjöri nema þeir sem löglega eru undanþegnir skyldu til að taka kjöri og hafa fyrir fram skorast undan því.
Jón Eiríkur oddviti Skorradalshrepps
Samúel Karl Ólason skrifar
