Sjötti aldauði jarðar af mannavöldum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 31. maí 2014 16:59 Helsta ógnin er hvarf kjörlendis vegna skógarhöggs og landbúnaðar. Áhrif loftslagsbreytinga og ofveiða gætir þegar. VÍSIR/GETTY Útrýming plöntu- og dýrategunda hefur aldrei mælst jafn hröð og um þessar mundir ef marka má niðurstöður byltingarkenndrar rannsóknar sem birtar voru í vísindatímaritinu Science í vikunni. Í rannsókninni er ekki horft til fjölda tegund sem hverfa heldur sjálfa dánartíðnina. Fyrir tæpum fimmtán árum áætlaði sami hópur vísindamanna að þessi tíðni væri 0.1. Nýjar upplýsingar gefa til kynna að þessi tíðni sé 10. Þetta þýðir að plöntu- og dýrategundir hverfa úr vistkerfum jarðar þúsund sinnum hraðar í dag en þær gerðu áður en mannskepnan fór að láta til sín taka.Stuart Pimm, líffræðingur.VÍSIR/DUKEStjórnandi rannsóknarinnar er Stuart Pimm, víðfrægur líffræðingur og sérfræðingur í kennilegri vistfræði. „Við erum á barmi sjötta aldauða jarðar,” segir Pimm í athugasemdakafla rannsóknarinnar. “Hvernig við stemmum stigu við þessari þróun veltur á gjörðum okkar.” Pimm ítrekar að helsta ógnin sé eyðing kjörlendis vegna skógarhöggs og landbúnaðar. Áhrifa loftslagsbreytinga og ofveiða gæti þegar. Ekki er öll von úti. Pimm ítrekar að tækniframfarir mannkyns á öllum sviðum - þá sérstaklega í upplýsingatækni - bjóði upp á gríðarlega öflugt eftirlit með tegundum í hættu. Að óbreyttu sé þetta eina sóknarfæri mannsins þegar verndun lífríkis er annars vegar. Pimm vísar til fimm meiriháttar breytinga í lífríki jarðar sem hafa orsakað fjöldaútdauða tegunda.Fjöldaútdauði. Tölur á X-ás eru milljónir ára. Á Y-ás er að finna áætlaða prósentu útdauða, ekki heildartölu.VÍSIR/WIKIPEDIASá fyrsti átti sér stað fyrir 450-440 milljón árum þegar 60% hryggleysingja þurrkaðist út á stuttum tíma. Tvær ástæður koma til greina. Annars vegar gammageislun sem skall á jörðinni og hins vegar gríðarmiklar eldhræringar. Hundrað milljón árum síðar hurfu 50% ættkvísla á löngu tímabili. Þessi útdauði átti sér stað fyrir 375 til 360 milljón árum. Mælingar á setlögum sýna að umfangsmiklar breytingar á lofthjúp jarðar og náttúru áttu sér stað þessum tíma en tímabilið var jafnframt eitt það mikilvægasta í þróunarsögu plönturíkisins.K–Pg útrýmingin átti sér stað eftir að risavaxið smástirni skall á Jörðinni.VÍSIR/GETTYUmfangsmesti fjöldaútdauði jarðar átti sér síðan stað fyrir um 250 milljónum árum — Hinn mikli aldauði — þar sem 90% til 96% allra tegunda drapst (þar á meðal 70% landdýra). Ekki hefur tekist að varpa ljósi á ástæður þessa hörmunga en árekstur loftsteins og jarðar er ekki útilokaður. Fimmtíu milljón árum síðar drápust 70% til 75% allra tegunda. Vísindamenn hafa fært sannfærandi rök fyrir því að loftslagsbreytingar hafi komið að sök sem og mikil súrnun sjávar. Nýjasti og líklega þekktasti fjöldaútdauði tegunda átti stað þegar tíu kílómetra breiður loftsteinn skall á jörðinni fyrir 66 milljón árum, þar sem Mexíkóflói er nú. 70% allra tegunda á jörðinni þurrkaðist út, þar á meðal risaeðlurnar. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Útrýming plöntu- og dýrategunda hefur aldrei mælst jafn hröð og um þessar mundir ef marka má niðurstöður byltingarkenndrar rannsóknar sem birtar voru í vísindatímaritinu Science í vikunni. Í rannsókninni er ekki horft til fjölda tegund sem hverfa heldur sjálfa dánartíðnina. Fyrir tæpum fimmtán árum áætlaði sami hópur vísindamanna að þessi tíðni væri 0.1. Nýjar upplýsingar gefa til kynna að þessi tíðni sé 10. Þetta þýðir að plöntu- og dýrategundir hverfa úr vistkerfum jarðar þúsund sinnum hraðar í dag en þær gerðu áður en mannskepnan fór að láta til sín taka.Stuart Pimm, líffræðingur.VÍSIR/DUKEStjórnandi rannsóknarinnar er Stuart Pimm, víðfrægur líffræðingur og sérfræðingur í kennilegri vistfræði. „Við erum á barmi sjötta aldauða jarðar,” segir Pimm í athugasemdakafla rannsóknarinnar. “Hvernig við stemmum stigu við þessari þróun veltur á gjörðum okkar.” Pimm ítrekar að helsta ógnin sé eyðing kjörlendis vegna skógarhöggs og landbúnaðar. Áhrifa loftslagsbreytinga og ofveiða gæti þegar. Ekki er öll von úti. Pimm ítrekar að tækniframfarir mannkyns á öllum sviðum - þá sérstaklega í upplýsingatækni - bjóði upp á gríðarlega öflugt eftirlit með tegundum í hættu. Að óbreyttu sé þetta eina sóknarfæri mannsins þegar verndun lífríkis er annars vegar. Pimm vísar til fimm meiriháttar breytinga í lífríki jarðar sem hafa orsakað fjöldaútdauða tegunda.Fjöldaútdauði. Tölur á X-ás eru milljónir ára. Á Y-ás er að finna áætlaða prósentu útdauða, ekki heildartölu.VÍSIR/WIKIPEDIASá fyrsti átti sér stað fyrir 450-440 milljón árum þegar 60% hryggleysingja þurrkaðist út á stuttum tíma. Tvær ástæður koma til greina. Annars vegar gammageislun sem skall á jörðinni og hins vegar gríðarmiklar eldhræringar. Hundrað milljón árum síðar hurfu 50% ættkvísla á löngu tímabili. Þessi útdauði átti sér stað fyrir 375 til 360 milljón árum. Mælingar á setlögum sýna að umfangsmiklar breytingar á lofthjúp jarðar og náttúru áttu sér stað þessum tíma en tímabilið var jafnframt eitt það mikilvægasta í þróunarsögu plönturíkisins.K–Pg útrýmingin átti sér stað eftir að risavaxið smástirni skall á Jörðinni.VÍSIR/GETTYUmfangsmesti fjöldaútdauði jarðar átti sér síðan stað fyrir um 250 milljónum árum — Hinn mikli aldauði — þar sem 90% til 96% allra tegunda drapst (þar á meðal 70% landdýra). Ekki hefur tekist að varpa ljósi á ástæður þessa hörmunga en árekstur loftsteins og jarðar er ekki útilokaður. Fimmtíu milljón árum síðar drápust 70% til 75% allra tegunda. Vísindamenn hafa fært sannfærandi rök fyrir því að loftslagsbreytingar hafi komið að sök sem og mikil súrnun sjávar. Nýjasti og líklega þekktasti fjöldaútdauði tegunda átti stað þegar tíu kílómetra breiður loftsteinn skall á jörðinni fyrir 66 milljón árum, þar sem Mexíkóflói er nú. 70% allra tegunda á jörðinni þurrkaðist út, þar á meðal risaeðlurnar.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira