Pólitískar getnaðarvarnir Ragnar Hansson skrifar 30. maí 2014 15:15 Það les enginn pólitíska pistla nema fólk sem pælir* í pólitík. Ekki láta það þá koma þér á óvart ef þessi pistill er vaðandi í málfræðivillum. Ég las hann líklega ekki yfir áður en ég sendi hann inn.*Pælir = Flokksbundið í hugsun. Ég hef ekki gengið Suðurpólinn eða klifið Everest, en á móti geta ekki allir sagt að þeir hafi klifið það andlega fjall að ganga upp að ókunnugri manneskju í verslunarmiðstöð og rétta henni kosningasnepil með bros á vör. Þú getur alveg eins sparað þér tíma og hvíslað í eyra hennar: „Ég veit hvar þú átt heima.“ Það myndi hafa svipuð áhrif. Já. Það þarf vissa týpu í þannig, en nú er ég sú týpa. Og það hefur komið mörgum á óvart. Ekki síst mér sjálfum. Sumir hafa jafnvel játað fyrir mér að þeir höfðu ekki hugmynd um að ég „pældi“ í stjórnmálum, því ég „talaði aldrei um þau.“ Athyglisvert. Ég pæli mjög mikið í stjórnmálum og ræði þau oft, þó ég hafi sjaldnast talað um flokka. Alveg eins tala ég oft um heimspeki, án þess þó að tala um Nietzsche eða Kirkegaard. Og stundum tala ég jafnvel um tónlist heilu tímana án þess að minnast einu orði á U2 eða Tinu Turner. Pólitík á ekki heima í boxi. Pólitík er hugmyndafræði. Pólitík er heimspeki. Og það á enginn stjórnmálaflokkur hana. Það er þó til fólk sem hefur tekið þá ákvörðun í lífinu að fylgja einum flokki eins og hann væri fótboltalið. Fullt af fólki. Þátttaka margra í stjórnmálaumræðu snýst því meira um að tína saman vopn til að verja þessar ákvarðanir en að vera opin fyrir nýjum. Þetta tekur annars frjóa umræðu og síar í gegnum pólitíska getnaðarvörn sem heftir á áhrifaríkan hátt fæðingu nýrra hugmynda. Með Besta flokknum og Bjartri framtíð smaug ég framhjá verju hins hefðbundna flokkakerfis og varð pólitískt slysabarn. Skot í myrkri. Aldrei datt mér í hug að ég myndi taka þátt í nokkru starfi tengdu stjórnmálum, en þótt ótrúlegt megi virðast þá fann ég mér heimili með öðrum óskilgetnum pólitískum bastörðum sem töluðu tungumál sem ég skildi og tóku allskonar pælingum fagnandi. Pólitík er ekki lobbíismi einhverrar einnar stefnu og hún gengur ekki út á hagsmuni neinna annarra en samfélagsins. Samfélagsins alls. Og samfélagið er ekki það svart og hvítt að stefna þess til framtíðar megi fást með vinstri eða hægri beygjum eingöngu. Í upphafi þessa pistils alhæfði ég að enginn læsi svona nema þeir sem væru fastmótaðir í sínum pælingum. Reynist það satt þá er þeim frjálst að nota pistilinn þeim til varnar. Örugglega ágætt vopn líka, þar sem alhæfingin ein og sér dæmir hann algerlega ómarktækan. En með von um að alhæfingin standist ekki þá hvet ég alla að hafa opinn og frjóann hug í kjörklefanum og að setja sitt X út fyrir boxið. Þó ekki bókstaflega, því það myndi ógilda seðilinn!Ragnar Hansson skipar 5. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Reykjavík. Hér bloggar hann um atvinnuumsókn sína í borginni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Hversu mikilvæg er mentun? Fyrirsögnin á þessari grein er spurning sem svarar sér sjálf: Já, menntun er mikilvæg - og já, ég veit hvernig "menntun“ er skrifað. En spurningin er kannski frekar: Hvernig er mikilvægið mælt? 25. apríl 2014 16:00 Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Það les enginn pólitíska pistla nema fólk sem pælir* í pólitík. Ekki láta það þá koma þér á óvart ef þessi pistill er vaðandi í málfræðivillum. Ég las hann líklega ekki yfir áður en ég sendi hann inn.*Pælir = Flokksbundið í hugsun. Ég hef ekki gengið Suðurpólinn eða klifið Everest, en á móti geta ekki allir sagt að þeir hafi klifið það andlega fjall að ganga upp að ókunnugri manneskju í verslunarmiðstöð og rétta henni kosningasnepil með bros á vör. Þú getur alveg eins sparað þér tíma og hvíslað í eyra hennar: „Ég veit hvar þú átt heima.“ Það myndi hafa svipuð áhrif. Já. Það þarf vissa týpu í þannig, en nú er ég sú týpa. Og það hefur komið mörgum á óvart. Ekki síst mér sjálfum. Sumir hafa jafnvel játað fyrir mér að þeir höfðu ekki hugmynd um að ég „pældi“ í stjórnmálum, því ég „talaði aldrei um þau.“ Athyglisvert. Ég pæli mjög mikið í stjórnmálum og ræði þau oft, þó ég hafi sjaldnast talað um flokka. Alveg eins tala ég oft um heimspeki, án þess þó að tala um Nietzsche eða Kirkegaard. Og stundum tala ég jafnvel um tónlist heilu tímana án þess að minnast einu orði á U2 eða Tinu Turner. Pólitík á ekki heima í boxi. Pólitík er hugmyndafræði. Pólitík er heimspeki. Og það á enginn stjórnmálaflokkur hana. Það er þó til fólk sem hefur tekið þá ákvörðun í lífinu að fylgja einum flokki eins og hann væri fótboltalið. Fullt af fólki. Þátttaka margra í stjórnmálaumræðu snýst því meira um að tína saman vopn til að verja þessar ákvarðanir en að vera opin fyrir nýjum. Þetta tekur annars frjóa umræðu og síar í gegnum pólitíska getnaðarvörn sem heftir á áhrifaríkan hátt fæðingu nýrra hugmynda. Með Besta flokknum og Bjartri framtíð smaug ég framhjá verju hins hefðbundna flokkakerfis og varð pólitískt slysabarn. Skot í myrkri. Aldrei datt mér í hug að ég myndi taka þátt í nokkru starfi tengdu stjórnmálum, en þótt ótrúlegt megi virðast þá fann ég mér heimili með öðrum óskilgetnum pólitískum bastörðum sem töluðu tungumál sem ég skildi og tóku allskonar pælingum fagnandi. Pólitík er ekki lobbíismi einhverrar einnar stefnu og hún gengur ekki út á hagsmuni neinna annarra en samfélagsins. Samfélagsins alls. Og samfélagið er ekki það svart og hvítt að stefna þess til framtíðar megi fást með vinstri eða hægri beygjum eingöngu. Í upphafi þessa pistils alhæfði ég að enginn læsi svona nema þeir sem væru fastmótaðir í sínum pælingum. Reynist það satt þá er þeim frjálst að nota pistilinn þeim til varnar. Örugglega ágætt vopn líka, þar sem alhæfingin ein og sér dæmir hann algerlega ómarktækan. En með von um að alhæfingin standist ekki þá hvet ég alla að hafa opinn og frjóann hug í kjörklefanum og að setja sitt X út fyrir boxið. Þó ekki bókstaflega, því það myndi ógilda seðilinn!Ragnar Hansson skipar 5. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Reykjavík. Hér bloggar hann um atvinnuumsókn sína í borginni.
Hversu mikilvæg er mentun? Fyrirsögnin á þessari grein er spurning sem svarar sér sjálf: Já, menntun er mikilvæg - og já, ég veit hvernig "menntun“ er skrifað. En spurningin er kannski frekar: Hvernig er mikilvægið mælt? 25. apríl 2014 16:00
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar