Að skapa bjarta framtíð í velferðarþjónustu á Íslandi Freyja Haraldsdóttir og Ilmur Kristjánsdóttir og Sigrún Gunnarsdóttir skrifa 30. maí 2014 12:11 Sem frjálslyndur mannréttindaflokkur hefur Björt framtíð mikinn metnað fyrir því að á Íslandi sé samfélag sem býður íbúum sínum upp á félags- og heilbrigðisþjónustu sem veitir öryggi, val og fjölbreytni, minnkar vesen, stuðlar að frelsi og möguleikum til þátttöku allra og dregur úr sóun á hæfileikum, tíma og fjármagni. Við trúum á verðmætið í fjölbreytileikanum og mikilvægi þess að gera ráð fyrir því að fólk er alls konar – sem þýðir að fara þarf alls konar leiðir til þess að tryggja mannréttindi allra. Það má að mörgu leyti segja að hver sem er geti haldið á lofti slíkri stefnu en við teljum að ákveðin grunngildi séu mikilvæg ef raunverulega á að ná markmiðunum. Þessi gildi eru stefna Bjartrar framtíðar og eiga við í samskiptum einstaklinga og samfélags, samfélags og stjórnvalda og þjóðar og umheims. Um er að ræða hugrekki, svigrúm, jafnvægi, hlýju, skilning, hreyfingu, traust og ábyrgð. En hvað þýðir það?Ilmur Kristjánsdóttir skipar 3. sæti á framboðslista Bjartrar framtíðar í Reykjavík.Fjölbreyttar þjónustuleiðir og fjölbreytt rekstrarform Við viljum skapa svigrúm svo fólk geti verið alls konar og valið alls konar. Við viljum að allir hafi jafnan aðgang að þjónustu sem tryggir heilsu þeirra, öryggi og réttindi. Við teljum að eina leiðin til þess sé að þjónustan geri ráð fyrir að fólk sé margbreytilegt, að virkja fjölbreytni í þjónustuleiðum og rekstrarformi og virkja hugmyndir og sköpunargleði þeirra sem starfa á sviðinu. Við teljum að þannig megi best mæta fólki á öllum aldri með ólíkar þarfir, lífsstíl og væntingar. Við erum ekki mikið fyrir annað hvort eða. Við viljum horfa á velferðarþjónustu heildrænt og að unnið sé að því að byggja upp nýjan spítala samhliða því að efla heilsugæsluna svo betri nýting verði á tíma, þekkingu og fjármagni. Þetta hefur áhrif til hagræðingar, dregur úr álagi á starfsfólk og bætir gæði þjónustunnar. Við leggjum áherslu á að opinber velferðarþjónusta er burðarás þjónustunnar og að alls konar rekstrarform getur verið þar góð viðbót en þá er mikilvægt að fylgst sé með gæðum og kostnaði til að tryggja árangur, öryggi og hagkvæmni.Nærþjónusta og hagkvæmar leiðir með fjartækni Við viljum sjá hreyfingu í félags- og heilbrigðisþjónustu. Okkur finnst ekki heillandi að þjónusta sé alfarið bundin við byggingar heldur geti hún einnig verið bundin við manneskjurnar sem þurfa að nota hana. Sem dæmi um slíkt leggjum við mikla áherslu á að notendastýrð persónuleg aðstoð verði lögbundinn og raunverulegur valkostur fyrir fatlað fólk á Íslandi. Jafnframt að þjónusta í nærumhverfi aldraðs fólks verði efld en þó þannig að hún skapi raunverulegt öryggi. Við viljum einnig nýta tæknina betur og finna hagkvæmar leiðir til þess að fagfólk og notendur þjónustu þurfi síður að ferðast langar vegalengdir þegar mál má leysa með öðrum hætti, t.d. í gegnum síma, tölvur og spjaldtölvur. Allt þetta teljum við búa til aðstöðu og svigrúm fyrir alla til þess að gera það sem hugur þeirra stendur til í stað þess að stjórnast af kerfum sem oft hafa tilhneigingu til þess að draga úr lífsgæðum og aðgreina hópa hvor frá öðrum. Það er mikilvægt að við aðlögumst kröfum samfélagsins og þróumst í takt við breytingar. Við viljum þora að fara óhefðbundnar leiðir og treysta fólki til þess að velja. Við aðhyllumst rótttækt traust á þessu sviði sem og á öðrum og við viljum ekki staðna því hreyfing er líf.Sigrún Gunnarsdóttir er varaþingkona Bjartrar framtíðar í Reykjavíkurkjördæmi Suður.Nýjar hugmyndir og ný viðhorf til velferðarþjónustu Forsendu þessa alls teljum við vera að sýna hugrekki er við fylgjum sannfæringu okkar um uppbyggingu félags- og heilbrigðisþjónustu sem grundvallast á alþjóðlegum mannréttindaskuldbindingum. Um leið og aðgangur að þjónustu er tryggður er mikilvægt að aðstæður fólks og umhverfi styðji við heilbrigða lífshætti og geri einstaklingum kleift að efla og styðja eigin heilsu og lífsgæði. Við viljum vera nógu hugrökk til þess að eiga góð og flæðandi samskipti við fólkið sem notar þjónustuna í sínu daglega lífi, fólkið sem starfar við að veita þjónustuna og aðra sérfræðinga á sviðinu. Við erum ekki hrædd við þekkingu, rök og upplýsingar allra þessara hópa og við viljum axla ábyrgð með því að taka ákvarðanir á grundvelli hennar. Því viljum við raunverulegt samráð og nánari samvinnu stjórnmálafólks og þeirra sem lifa við ákvarðanir þess. Við vitum að við verðum að byrja hjá okkur sjálfum og taka ábyrgð á því hvernig við hugsum, tölum og hlustum. Við trúum því að öllum á að geta liðið vel og af því hljótist efnahagslegur ávinningur en ekki uppnám. Til þess að samfélag virki og þar ríki jafnvægi og friður er grundvallaratriði að það sé ekki álitið náttúrulögmál að sumir hafi það betra en aðrir. Við viljum taka þátt í að skapa nýjar hugmyndir og ný viðhorf til velferðarþjónustunnar þar sem fagleg þekking og sjálfstæði einstaklinganna eru hornsteinar. Við viljum þannig stunda ábyrg og þjónandi stjórnmál og skapað bjarta framtíð í velferðarþjónustu á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Sem frjálslyndur mannréttindaflokkur hefur Björt framtíð mikinn metnað fyrir því að á Íslandi sé samfélag sem býður íbúum sínum upp á félags- og heilbrigðisþjónustu sem veitir öryggi, val og fjölbreytni, minnkar vesen, stuðlar að frelsi og möguleikum til þátttöku allra og dregur úr sóun á hæfileikum, tíma og fjármagni. Við trúum á verðmætið í fjölbreytileikanum og mikilvægi þess að gera ráð fyrir því að fólk er alls konar – sem þýðir að fara þarf alls konar leiðir til þess að tryggja mannréttindi allra. Það má að mörgu leyti segja að hver sem er geti haldið á lofti slíkri stefnu en við teljum að ákveðin grunngildi séu mikilvæg ef raunverulega á að ná markmiðunum. Þessi gildi eru stefna Bjartrar framtíðar og eiga við í samskiptum einstaklinga og samfélags, samfélags og stjórnvalda og þjóðar og umheims. Um er að ræða hugrekki, svigrúm, jafnvægi, hlýju, skilning, hreyfingu, traust og ábyrgð. En hvað þýðir það?Ilmur Kristjánsdóttir skipar 3. sæti á framboðslista Bjartrar framtíðar í Reykjavík.Fjölbreyttar þjónustuleiðir og fjölbreytt rekstrarform Við viljum skapa svigrúm svo fólk geti verið alls konar og valið alls konar. Við viljum að allir hafi jafnan aðgang að þjónustu sem tryggir heilsu þeirra, öryggi og réttindi. Við teljum að eina leiðin til þess sé að þjónustan geri ráð fyrir að fólk sé margbreytilegt, að virkja fjölbreytni í þjónustuleiðum og rekstrarformi og virkja hugmyndir og sköpunargleði þeirra sem starfa á sviðinu. Við teljum að þannig megi best mæta fólki á öllum aldri með ólíkar þarfir, lífsstíl og væntingar. Við erum ekki mikið fyrir annað hvort eða. Við viljum horfa á velferðarþjónustu heildrænt og að unnið sé að því að byggja upp nýjan spítala samhliða því að efla heilsugæsluna svo betri nýting verði á tíma, þekkingu og fjármagni. Þetta hefur áhrif til hagræðingar, dregur úr álagi á starfsfólk og bætir gæði þjónustunnar. Við leggjum áherslu á að opinber velferðarþjónusta er burðarás þjónustunnar og að alls konar rekstrarform getur verið þar góð viðbót en þá er mikilvægt að fylgst sé með gæðum og kostnaði til að tryggja árangur, öryggi og hagkvæmni.Nærþjónusta og hagkvæmar leiðir með fjartækni Við viljum sjá hreyfingu í félags- og heilbrigðisþjónustu. Okkur finnst ekki heillandi að þjónusta sé alfarið bundin við byggingar heldur geti hún einnig verið bundin við manneskjurnar sem þurfa að nota hana. Sem dæmi um slíkt leggjum við mikla áherslu á að notendastýrð persónuleg aðstoð verði lögbundinn og raunverulegur valkostur fyrir fatlað fólk á Íslandi. Jafnframt að þjónusta í nærumhverfi aldraðs fólks verði efld en þó þannig að hún skapi raunverulegt öryggi. Við viljum einnig nýta tæknina betur og finna hagkvæmar leiðir til þess að fagfólk og notendur þjónustu þurfi síður að ferðast langar vegalengdir þegar mál má leysa með öðrum hætti, t.d. í gegnum síma, tölvur og spjaldtölvur. Allt þetta teljum við búa til aðstöðu og svigrúm fyrir alla til þess að gera það sem hugur þeirra stendur til í stað þess að stjórnast af kerfum sem oft hafa tilhneigingu til þess að draga úr lífsgæðum og aðgreina hópa hvor frá öðrum. Það er mikilvægt að við aðlögumst kröfum samfélagsins og þróumst í takt við breytingar. Við viljum þora að fara óhefðbundnar leiðir og treysta fólki til þess að velja. Við aðhyllumst rótttækt traust á þessu sviði sem og á öðrum og við viljum ekki staðna því hreyfing er líf.Sigrún Gunnarsdóttir er varaþingkona Bjartrar framtíðar í Reykjavíkurkjördæmi Suður.Nýjar hugmyndir og ný viðhorf til velferðarþjónustu Forsendu þessa alls teljum við vera að sýna hugrekki er við fylgjum sannfæringu okkar um uppbyggingu félags- og heilbrigðisþjónustu sem grundvallast á alþjóðlegum mannréttindaskuldbindingum. Um leið og aðgangur að þjónustu er tryggður er mikilvægt að aðstæður fólks og umhverfi styðji við heilbrigða lífshætti og geri einstaklingum kleift að efla og styðja eigin heilsu og lífsgæði. Við viljum vera nógu hugrökk til þess að eiga góð og flæðandi samskipti við fólkið sem notar þjónustuna í sínu daglega lífi, fólkið sem starfar við að veita þjónustuna og aðra sérfræðinga á sviðinu. Við erum ekki hrædd við þekkingu, rök og upplýsingar allra þessara hópa og við viljum axla ábyrgð með því að taka ákvarðanir á grundvelli hennar. Því viljum við raunverulegt samráð og nánari samvinnu stjórnmálafólks og þeirra sem lifa við ákvarðanir þess. Við vitum að við verðum að byrja hjá okkur sjálfum og taka ábyrgð á því hvernig við hugsum, tölum og hlustum. Við trúum því að öllum á að geta liðið vel og af því hljótist efnahagslegur ávinningur en ekki uppnám. Til þess að samfélag virki og þar ríki jafnvægi og friður er grundvallaratriði að það sé ekki álitið náttúrulögmál að sumir hafi það betra en aðrir. Við viljum taka þátt í að skapa nýjar hugmyndir og ný viðhorf til velferðarþjónustunnar þar sem fagleg þekking og sjálfstæði einstaklinganna eru hornsteinar. Við viljum þannig stunda ábyrg og þjónandi stjórnmál og skapað bjarta framtíð í velferðarþjónustu á Íslandi.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun