Að skapa bjarta framtíð í velferðarþjónustu á Íslandi Freyja Haraldsdóttir og Ilmur Kristjánsdóttir og Sigrún Gunnarsdóttir skrifa 30. maí 2014 12:11 Sem frjálslyndur mannréttindaflokkur hefur Björt framtíð mikinn metnað fyrir því að á Íslandi sé samfélag sem býður íbúum sínum upp á félags- og heilbrigðisþjónustu sem veitir öryggi, val og fjölbreytni, minnkar vesen, stuðlar að frelsi og möguleikum til þátttöku allra og dregur úr sóun á hæfileikum, tíma og fjármagni. Við trúum á verðmætið í fjölbreytileikanum og mikilvægi þess að gera ráð fyrir því að fólk er alls konar – sem þýðir að fara þarf alls konar leiðir til þess að tryggja mannréttindi allra. Það má að mörgu leyti segja að hver sem er geti haldið á lofti slíkri stefnu en við teljum að ákveðin grunngildi séu mikilvæg ef raunverulega á að ná markmiðunum. Þessi gildi eru stefna Bjartrar framtíðar og eiga við í samskiptum einstaklinga og samfélags, samfélags og stjórnvalda og þjóðar og umheims. Um er að ræða hugrekki, svigrúm, jafnvægi, hlýju, skilning, hreyfingu, traust og ábyrgð. En hvað þýðir það?Ilmur Kristjánsdóttir skipar 3. sæti á framboðslista Bjartrar framtíðar í Reykjavík.Fjölbreyttar þjónustuleiðir og fjölbreytt rekstrarform Við viljum skapa svigrúm svo fólk geti verið alls konar og valið alls konar. Við viljum að allir hafi jafnan aðgang að þjónustu sem tryggir heilsu þeirra, öryggi og réttindi. Við teljum að eina leiðin til þess sé að þjónustan geri ráð fyrir að fólk sé margbreytilegt, að virkja fjölbreytni í þjónustuleiðum og rekstrarformi og virkja hugmyndir og sköpunargleði þeirra sem starfa á sviðinu. Við teljum að þannig megi best mæta fólki á öllum aldri með ólíkar þarfir, lífsstíl og væntingar. Við erum ekki mikið fyrir annað hvort eða. Við viljum horfa á velferðarþjónustu heildrænt og að unnið sé að því að byggja upp nýjan spítala samhliða því að efla heilsugæsluna svo betri nýting verði á tíma, þekkingu og fjármagni. Þetta hefur áhrif til hagræðingar, dregur úr álagi á starfsfólk og bætir gæði þjónustunnar. Við leggjum áherslu á að opinber velferðarþjónusta er burðarás þjónustunnar og að alls konar rekstrarform getur verið þar góð viðbót en þá er mikilvægt að fylgst sé með gæðum og kostnaði til að tryggja árangur, öryggi og hagkvæmni.Nærþjónusta og hagkvæmar leiðir með fjartækni Við viljum sjá hreyfingu í félags- og heilbrigðisþjónustu. Okkur finnst ekki heillandi að þjónusta sé alfarið bundin við byggingar heldur geti hún einnig verið bundin við manneskjurnar sem þurfa að nota hana. Sem dæmi um slíkt leggjum við mikla áherslu á að notendastýrð persónuleg aðstoð verði lögbundinn og raunverulegur valkostur fyrir fatlað fólk á Íslandi. Jafnframt að þjónusta í nærumhverfi aldraðs fólks verði efld en þó þannig að hún skapi raunverulegt öryggi. Við viljum einnig nýta tæknina betur og finna hagkvæmar leiðir til þess að fagfólk og notendur þjónustu þurfi síður að ferðast langar vegalengdir þegar mál má leysa með öðrum hætti, t.d. í gegnum síma, tölvur og spjaldtölvur. Allt þetta teljum við búa til aðstöðu og svigrúm fyrir alla til þess að gera það sem hugur þeirra stendur til í stað þess að stjórnast af kerfum sem oft hafa tilhneigingu til þess að draga úr lífsgæðum og aðgreina hópa hvor frá öðrum. Það er mikilvægt að við aðlögumst kröfum samfélagsins og þróumst í takt við breytingar. Við viljum þora að fara óhefðbundnar leiðir og treysta fólki til þess að velja. Við aðhyllumst rótttækt traust á þessu sviði sem og á öðrum og við viljum ekki staðna því hreyfing er líf.Sigrún Gunnarsdóttir er varaþingkona Bjartrar framtíðar í Reykjavíkurkjördæmi Suður.Nýjar hugmyndir og ný viðhorf til velferðarþjónustu Forsendu þessa alls teljum við vera að sýna hugrekki er við fylgjum sannfæringu okkar um uppbyggingu félags- og heilbrigðisþjónustu sem grundvallast á alþjóðlegum mannréttindaskuldbindingum. Um leið og aðgangur að þjónustu er tryggður er mikilvægt að aðstæður fólks og umhverfi styðji við heilbrigða lífshætti og geri einstaklingum kleift að efla og styðja eigin heilsu og lífsgæði. Við viljum vera nógu hugrökk til þess að eiga góð og flæðandi samskipti við fólkið sem notar þjónustuna í sínu daglega lífi, fólkið sem starfar við að veita þjónustuna og aðra sérfræðinga á sviðinu. Við erum ekki hrædd við þekkingu, rök og upplýsingar allra þessara hópa og við viljum axla ábyrgð með því að taka ákvarðanir á grundvelli hennar. Því viljum við raunverulegt samráð og nánari samvinnu stjórnmálafólks og þeirra sem lifa við ákvarðanir þess. Við vitum að við verðum að byrja hjá okkur sjálfum og taka ábyrgð á því hvernig við hugsum, tölum og hlustum. Við trúum því að öllum á að geta liðið vel og af því hljótist efnahagslegur ávinningur en ekki uppnám. Til þess að samfélag virki og þar ríki jafnvægi og friður er grundvallaratriði að það sé ekki álitið náttúrulögmál að sumir hafi það betra en aðrir. Við viljum taka þátt í að skapa nýjar hugmyndir og ný viðhorf til velferðarþjónustunnar þar sem fagleg þekking og sjálfstæði einstaklinganna eru hornsteinar. Við viljum þannig stunda ábyrg og þjónandi stjórnmál og skapað bjarta framtíð í velferðarþjónustu á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Sem frjálslyndur mannréttindaflokkur hefur Björt framtíð mikinn metnað fyrir því að á Íslandi sé samfélag sem býður íbúum sínum upp á félags- og heilbrigðisþjónustu sem veitir öryggi, val og fjölbreytni, minnkar vesen, stuðlar að frelsi og möguleikum til þátttöku allra og dregur úr sóun á hæfileikum, tíma og fjármagni. Við trúum á verðmætið í fjölbreytileikanum og mikilvægi þess að gera ráð fyrir því að fólk er alls konar – sem þýðir að fara þarf alls konar leiðir til þess að tryggja mannréttindi allra. Það má að mörgu leyti segja að hver sem er geti haldið á lofti slíkri stefnu en við teljum að ákveðin grunngildi séu mikilvæg ef raunverulega á að ná markmiðunum. Þessi gildi eru stefna Bjartrar framtíðar og eiga við í samskiptum einstaklinga og samfélags, samfélags og stjórnvalda og þjóðar og umheims. Um er að ræða hugrekki, svigrúm, jafnvægi, hlýju, skilning, hreyfingu, traust og ábyrgð. En hvað þýðir það?Ilmur Kristjánsdóttir skipar 3. sæti á framboðslista Bjartrar framtíðar í Reykjavík.Fjölbreyttar þjónustuleiðir og fjölbreytt rekstrarform Við viljum skapa svigrúm svo fólk geti verið alls konar og valið alls konar. Við viljum að allir hafi jafnan aðgang að þjónustu sem tryggir heilsu þeirra, öryggi og réttindi. Við teljum að eina leiðin til þess sé að þjónustan geri ráð fyrir að fólk sé margbreytilegt, að virkja fjölbreytni í þjónustuleiðum og rekstrarformi og virkja hugmyndir og sköpunargleði þeirra sem starfa á sviðinu. Við teljum að þannig megi best mæta fólki á öllum aldri með ólíkar þarfir, lífsstíl og væntingar. Við erum ekki mikið fyrir annað hvort eða. Við viljum horfa á velferðarþjónustu heildrænt og að unnið sé að því að byggja upp nýjan spítala samhliða því að efla heilsugæsluna svo betri nýting verði á tíma, þekkingu og fjármagni. Þetta hefur áhrif til hagræðingar, dregur úr álagi á starfsfólk og bætir gæði þjónustunnar. Við leggjum áherslu á að opinber velferðarþjónusta er burðarás þjónustunnar og að alls konar rekstrarform getur verið þar góð viðbót en þá er mikilvægt að fylgst sé með gæðum og kostnaði til að tryggja árangur, öryggi og hagkvæmni.Nærþjónusta og hagkvæmar leiðir með fjartækni Við viljum sjá hreyfingu í félags- og heilbrigðisþjónustu. Okkur finnst ekki heillandi að þjónusta sé alfarið bundin við byggingar heldur geti hún einnig verið bundin við manneskjurnar sem þurfa að nota hana. Sem dæmi um slíkt leggjum við mikla áherslu á að notendastýrð persónuleg aðstoð verði lögbundinn og raunverulegur valkostur fyrir fatlað fólk á Íslandi. Jafnframt að þjónusta í nærumhverfi aldraðs fólks verði efld en þó þannig að hún skapi raunverulegt öryggi. Við viljum einnig nýta tæknina betur og finna hagkvæmar leiðir til þess að fagfólk og notendur þjónustu þurfi síður að ferðast langar vegalengdir þegar mál má leysa með öðrum hætti, t.d. í gegnum síma, tölvur og spjaldtölvur. Allt þetta teljum við búa til aðstöðu og svigrúm fyrir alla til þess að gera það sem hugur þeirra stendur til í stað þess að stjórnast af kerfum sem oft hafa tilhneigingu til þess að draga úr lífsgæðum og aðgreina hópa hvor frá öðrum. Það er mikilvægt að við aðlögumst kröfum samfélagsins og þróumst í takt við breytingar. Við viljum þora að fara óhefðbundnar leiðir og treysta fólki til þess að velja. Við aðhyllumst rótttækt traust á þessu sviði sem og á öðrum og við viljum ekki staðna því hreyfing er líf.Sigrún Gunnarsdóttir er varaþingkona Bjartrar framtíðar í Reykjavíkurkjördæmi Suður.Nýjar hugmyndir og ný viðhorf til velferðarþjónustu Forsendu þessa alls teljum við vera að sýna hugrekki er við fylgjum sannfæringu okkar um uppbyggingu félags- og heilbrigðisþjónustu sem grundvallast á alþjóðlegum mannréttindaskuldbindingum. Um leið og aðgangur að þjónustu er tryggður er mikilvægt að aðstæður fólks og umhverfi styðji við heilbrigða lífshætti og geri einstaklingum kleift að efla og styðja eigin heilsu og lífsgæði. Við viljum vera nógu hugrökk til þess að eiga góð og flæðandi samskipti við fólkið sem notar þjónustuna í sínu daglega lífi, fólkið sem starfar við að veita þjónustuna og aðra sérfræðinga á sviðinu. Við erum ekki hrædd við þekkingu, rök og upplýsingar allra þessara hópa og við viljum axla ábyrgð með því að taka ákvarðanir á grundvelli hennar. Því viljum við raunverulegt samráð og nánari samvinnu stjórnmálafólks og þeirra sem lifa við ákvarðanir þess. Við vitum að við verðum að byrja hjá okkur sjálfum og taka ábyrgð á því hvernig við hugsum, tölum og hlustum. Við trúum því að öllum á að geta liðið vel og af því hljótist efnahagslegur ávinningur en ekki uppnám. Til þess að samfélag virki og þar ríki jafnvægi og friður er grundvallaratriði að það sé ekki álitið náttúrulögmál að sumir hafi það betra en aðrir. Við viljum taka þátt í að skapa nýjar hugmyndir og ný viðhorf til velferðarþjónustunnar þar sem fagleg þekking og sjálfstæði einstaklinganna eru hornsteinar. Við viljum þannig stunda ábyrg og þjónandi stjórnmál og skapað bjarta framtíð í velferðarþjónustu á Íslandi.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun