Eitt loforð eða framtíð Kópavogs Sverrir Óskarsson skrifar 30. maí 2014 11:54 Í spjalli við íbúa Kópavogs kemur skýrt fram áhersla þeirra á öfluga og sveigjanlega þjónustu en líka væntingar um skynsamlega ráðstöfun á okkar sameiginlegu fjármunum. Þeir segja að bæjarstjórn og bæjarfélagið eigi að vinna markvissar og í meiri sátt við íbúa Kópavogs. Við í Bjartri framtíð höfum nálgast þessar væntingar með því að kynna íbúum lausnir og framtíðarsýn en sleppt einföldum loforðum. Það er hægt að lofa frítt í sund fyrir aldraða og á hækkun frístundarstyrk fyrir börn en hvar er þessi afmarkaði afsláttur í samhengi við önnur stórútgjöld og álag á fjölskyldur. Við getum líka spurt hvaða stjórnmálaflokkar í Kópavogi hafi í kosningum árið 2010 lofað að hækka leikskólagjöld um 17%, að hækka matargjöld í grunnskólum um 20% og hækka dægradvöl um 25%, sem því miður varð raunin. Hverjir lofuðu þá smá hækkun á íþróttastyrk en skáru á sama tíma niður framlög til íþrótta- og tómstundafélaga um 20%, sem síðan varð til þess að æfingagjöldin hækkuðu. Það er létt að smella fram einu loforði sem hægt er að afgreiða á einum bæjarstjórnarfundi en erfiðara að kynna framtíðarsýn í fjölbreyttum málefnum íbúa. Björt framtíð hefur þá stefnu að minnka álögur á barnafjölskyldur, ætlar að samþætta betur þjónustu við börn, ætlar að þróa fjölbreyttari húsnæðismöguleika, ætlar að efla atvinnulífið í bænum með meiri samvinnu ólíkra aðila og ætlar að reka bæjarfélagið á skilvirkan hátt. Okkur langar mikið að efla hið faglega innra starf sem fram fer á leikskólum, í grunnskólum og í dægradvölum bæjarins. Við ætlum líka að opna stjórnsýsluna og auka upplýsingagjöf til íbúa um kostnaðarþætti í rekstri bæjarfélagsins, þannig að íbúar fái betri innsýn störf þeirra sem stjórna og meiri áhrif á það hvernig fjármunum bæjarins er varið hverju sinni. Björt framtíð hefur talað um þjónustufyrirtækið Kópavog og þannig lagt áherslu á að okkar hlutverk sé að eiga samráð við íbúa og þróa öfluga þjónustu. Það þarf að breyta viðhorfum, auka fagmennsku, veita meiri fjármunum í innra starfið og breyta áherslum svo íbúar fái betri þjónustu. Við vitum að þetta gerist ekki með einu loforði heldur með staðfestu og framtíðarsýn í gegnum þúsund ákvarðanir og örugglega tíu þúsund samtöl við Kópavogsbúa. Með skýra stefnu og jákvæðni getum við byggt betri velferð fyrir Kópavogsbúa og tryggt að þeir séu virkir þátttakendur. Við í Bjartri framtíð erum tilbúin í verkefnið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Í spjalli við íbúa Kópavogs kemur skýrt fram áhersla þeirra á öfluga og sveigjanlega þjónustu en líka væntingar um skynsamlega ráðstöfun á okkar sameiginlegu fjármunum. Þeir segja að bæjarstjórn og bæjarfélagið eigi að vinna markvissar og í meiri sátt við íbúa Kópavogs. Við í Bjartri framtíð höfum nálgast þessar væntingar með því að kynna íbúum lausnir og framtíðarsýn en sleppt einföldum loforðum. Það er hægt að lofa frítt í sund fyrir aldraða og á hækkun frístundarstyrk fyrir börn en hvar er þessi afmarkaði afsláttur í samhengi við önnur stórútgjöld og álag á fjölskyldur. Við getum líka spurt hvaða stjórnmálaflokkar í Kópavogi hafi í kosningum árið 2010 lofað að hækka leikskólagjöld um 17%, að hækka matargjöld í grunnskólum um 20% og hækka dægradvöl um 25%, sem því miður varð raunin. Hverjir lofuðu þá smá hækkun á íþróttastyrk en skáru á sama tíma niður framlög til íþrótta- og tómstundafélaga um 20%, sem síðan varð til þess að æfingagjöldin hækkuðu. Það er létt að smella fram einu loforði sem hægt er að afgreiða á einum bæjarstjórnarfundi en erfiðara að kynna framtíðarsýn í fjölbreyttum málefnum íbúa. Björt framtíð hefur þá stefnu að minnka álögur á barnafjölskyldur, ætlar að samþætta betur þjónustu við börn, ætlar að þróa fjölbreyttari húsnæðismöguleika, ætlar að efla atvinnulífið í bænum með meiri samvinnu ólíkra aðila og ætlar að reka bæjarfélagið á skilvirkan hátt. Okkur langar mikið að efla hið faglega innra starf sem fram fer á leikskólum, í grunnskólum og í dægradvölum bæjarins. Við ætlum líka að opna stjórnsýsluna og auka upplýsingagjöf til íbúa um kostnaðarþætti í rekstri bæjarfélagsins, þannig að íbúar fái betri innsýn störf þeirra sem stjórna og meiri áhrif á það hvernig fjármunum bæjarins er varið hverju sinni. Björt framtíð hefur talað um þjónustufyrirtækið Kópavog og þannig lagt áherslu á að okkar hlutverk sé að eiga samráð við íbúa og þróa öfluga þjónustu. Það þarf að breyta viðhorfum, auka fagmennsku, veita meiri fjármunum í innra starfið og breyta áherslum svo íbúar fái betri þjónustu. Við vitum að þetta gerist ekki með einu loforði heldur með staðfestu og framtíðarsýn í gegnum þúsund ákvarðanir og örugglega tíu þúsund samtöl við Kópavogsbúa. Með skýra stefnu og jákvæðni getum við byggt betri velferð fyrir Kópavogsbúa og tryggt að þeir séu virkir þátttakendur. Við í Bjartri framtíð erum tilbúin í verkefnið.
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun