Góður bær fyrir fjölskyldur Almar Guðmundsson skrifar 30. maí 2014 11:50 Það er gott að búa í Garðabæ. Það staðfesta fjölmargar þjónustukannanir sem gerðar hafa verið á undanförnum árum. Fjárhagslegur stöðugleiki, góð þjónusta og lágar álögur á íbúa eru á meðal þess sem fólk nefnir í því samhengi. Hjá Garðabæ er þjónusta við barnafjölskyldur í öndvegi. Lögð hefur verið rík áhersla á uppbyggingu í skólamálum, hvort sem horft er á mannvirkin eða innra starfið. Sama á við um íþrótta- og æskulýðsmál.Að búa til dæmi sem skila æskilegri niðurstöðu Samfylkingin slær því upp í auglýsingu í síðasta Garðapósti að það sé dýrara fyrir barnafjölskyldur að búa í Garðabæ en í Reykjavík og birtir súlurit til að rökstyðja þá staðhæfingu. Það er rétt að í sumum tilfellum er dýrara fyrir sumar fjölskyldur að búa í Garðabæ en í Reykjavík en á sama hátt er í öðrum tilfellum dýrara að búa í Reykjavík. Samsetning gjalda er ólík á milli sveitarfélaga og það fer eftir aðstæðum og samsetningu fjölskyldna hverju sinni hvar er ódýrast að búa. Auðvelt er að gefa sér forsendur og búa til dæmi út frá þeim til að komast að þeirri niðurstöðu sem menn hafa fyrirfram gefið sér.Dæmið snýst við þegar þriðja barnið bætist við Í dæminu sem Samfylkingin tók eru borin saman gjöld fjögurra manna fjölskyldu með 800 þúsund króna tekjur, eitt barn í leikskóla og eitt barn í grunnskóla. Lítum nú á hvernig myndin breytist ef eitt barn bætist við í fjölskylduna. Nú þurfa foreldrarnir að greiða gjald fyrir vistun hjá dagforeldri auk gjalda fyrir leikskóla og mat og tómstundaheimili í grunnskóla. Í því tilfelli snýst dæmið við. Núna er það 15.600 krónum ódýrara fyrir fjölskylduna að búa í Garðabæ en í Reykjavík á mánuði, sem gerir tæplega 190 þúsund krónur á ári. Eins má líta á fjölskyldu með sömu tekjur og tvö börn, annað hjá dagforeldri og hitt á leikskóla. Sú fjölskylda sparar um 200 þúsund krónur á ári með því að búa í Garðabæ, frekar en Reykjavík sem gerir 16.800 kr. á mánuði.Meira val og örugg þjónusta Einnig er rétt að hafa í huga: Garðabær gerir samninga við dagforeldra um hámarksgjöld sem dagforeldrar mega innheimta. Útgangspunkturinn er að vistun hjá dagforeldrum kosti það sama og leikskóladvöl og foreldrar hafi því raunverulegt val um vistunarkost fyrir barn sitt. Í Reykjavík er ekkert þak á því gjaldi sem dagforeldrar geta sett upp. Garðabær veitir 50% systkinaafslátt af gjaldi tómstundaheimila ef barnið á systkini hjá dagforeldri eða í leikskóla. Reykjavíkurborg veitir ekki afslátt af gjaldi í frístund þótt systkini sé á leikskóla eða hjá dagforeldri. Leikskólar Garðabæjar eru opnir allt árið og foreldrar geta valið hvenær leikskólabarnið tekur sumarleyfi. Í Reykjavík loka leikskólar í mánuð yfir sumartímann. Hjá Garðabæ hafa foreldrar val um kaup á einstaka máltíðum í grunnskólum og um tímafjölda sem barnið dvelur á tómstundaheimili. Í Reykjavík þarf að kaupa áskrift alla daga vikunnar að mat og tiltekinn fjölda tíma í frístund. Í Garðabæ komast öll börn á leikskóla sem eru orðin 18 mánaða að hausti og öll börn sem þess óska komast á tómstundaheimili strax þegar skólinn hefst að hausti. Iðulega sjást fréttir í byrjun skólaárs um erfiðleika við að manna tómstundaheimili í Reykjavík og þann vanda sem fjölskyldur lenda í vegna þess. Lágt útsvar gagnast öllum Einnig er rétt að benda á að Reykjavík sker sig verulega frá öllum öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu hvað varðar gjaldskrá leikskóla. Gjaldskrá Garðabæjar fyrir leikskóla er mjög sambærileg því sem gerist hjá Hafnarfirði og Mosfellsbæ svo dæmi séu tekin og því væri samanburðurinn enn hagstæðari fyrir Garðbæinga ef litið væri til fleiri sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Að lokum má ekki horfa framhjá því að lágt útsvar gagnast öllum fjölskyldum, líka þeim sem eiga börn sem eru vaxin upp úr því að vera á leikskóla eða á tómstundaheimili. Það er gott að búa í Garðabæ, á öllum æviskeiðum og fyrir allar fjölskyldur. Fjölskylda með eitt barn hjá dagforeldri, eitt barn á leikskóla og eitt barn í grunnskóla. Fjölskylda með eitt barn hjá dagmömmu og eitt barn í leikskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Sjá meira
Það er gott að búa í Garðabæ. Það staðfesta fjölmargar þjónustukannanir sem gerðar hafa verið á undanförnum árum. Fjárhagslegur stöðugleiki, góð þjónusta og lágar álögur á íbúa eru á meðal þess sem fólk nefnir í því samhengi. Hjá Garðabæ er þjónusta við barnafjölskyldur í öndvegi. Lögð hefur verið rík áhersla á uppbyggingu í skólamálum, hvort sem horft er á mannvirkin eða innra starfið. Sama á við um íþrótta- og æskulýðsmál.Að búa til dæmi sem skila æskilegri niðurstöðu Samfylkingin slær því upp í auglýsingu í síðasta Garðapósti að það sé dýrara fyrir barnafjölskyldur að búa í Garðabæ en í Reykjavík og birtir súlurit til að rökstyðja þá staðhæfingu. Það er rétt að í sumum tilfellum er dýrara fyrir sumar fjölskyldur að búa í Garðabæ en í Reykjavík en á sama hátt er í öðrum tilfellum dýrara að búa í Reykjavík. Samsetning gjalda er ólík á milli sveitarfélaga og það fer eftir aðstæðum og samsetningu fjölskyldna hverju sinni hvar er ódýrast að búa. Auðvelt er að gefa sér forsendur og búa til dæmi út frá þeim til að komast að þeirri niðurstöðu sem menn hafa fyrirfram gefið sér.Dæmið snýst við þegar þriðja barnið bætist við Í dæminu sem Samfylkingin tók eru borin saman gjöld fjögurra manna fjölskyldu með 800 þúsund króna tekjur, eitt barn í leikskóla og eitt barn í grunnskóla. Lítum nú á hvernig myndin breytist ef eitt barn bætist við í fjölskylduna. Nú þurfa foreldrarnir að greiða gjald fyrir vistun hjá dagforeldri auk gjalda fyrir leikskóla og mat og tómstundaheimili í grunnskóla. Í því tilfelli snýst dæmið við. Núna er það 15.600 krónum ódýrara fyrir fjölskylduna að búa í Garðabæ en í Reykjavík á mánuði, sem gerir tæplega 190 þúsund krónur á ári. Eins má líta á fjölskyldu með sömu tekjur og tvö börn, annað hjá dagforeldri og hitt á leikskóla. Sú fjölskylda sparar um 200 þúsund krónur á ári með því að búa í Garðabæ, frekar en Reykjavík sem gerir 16.800 kr. á mánuði.Meira val og örugg þjónusta Einnig er rétt að hafa í huga: Garðabær gerir samninga við dagforeldra um hámarksgjöld sem dagforeldrar mega innheimta. Útgangspunkturinn er að vistun hjá dagforeldrum kosti það sama og leikskóladvöl og foreldrar hafi því raunverulegt val um vistunarkost fyrir barn sitt. Í Reykjavík er ekkert þak á því gjaldi sem dagforeldrar geta sett upp. Garðabær veitir 50% systkinaafslátt af gjaldi tómstundaheimila ef barnið á systkini hjá dagforeldri eða í leikskóla. Reykjavíkurborg veitir ekki afslátt af gjaldi í frístund þótt systkini sé á leikskóla eða hjá dagforeldri. Leikskólar Garðabæjar eru opnir allt árið og foreldrar geta valið hvenær leikskólabarnið tekur sumarleyfi. Í Reykjavík loka leikskólar í mánuð yfir sumartímann. Hjá Garðabæ hafa foreldrar val um kaup á einstaka máltíðum í grunnskólum og um tímafjölda sem barnið dvelur á tómstundaheimili. Í Reykjavík þarf að kaupa áskrift alla daga vikunnar að mat og tiltekinn fjölda tíma í frístund. Í Garðabæ komast öll börn á leikskóla sem eru orðin 18 mánaða að hausti og öll börn sem þess óska komast á tómstundaheimili strax þegar skólinn hefst að hausti. Iðulega sjást fréttir í byrjun skólaárs um erfiðleika við að manna tómstundaheimili í Reykjavík og þann vanda sem fjölskyldur lenda í vegna þess. Lágt útsvar gagnast öllum Einnig er rétt að benda á að Reykjavík sker sig verulega frá öllum öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu hvað varðar gjaldskrá leikskóla. Gjaldskrá Garðabæjar fyrir leikskóla er mjög sambærileg því sem gerist hjá Hafnarfirði og Mosfellsbæ svo dæmi séu tekin og því væri samanburðurinn enn hagstæðari fyrir Garðbæinga ef litið væri til fleiri sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Að lokum má ekki horfa framhjá því að lágt útsvar gagnast öllum fjölskyldum, líka þeim sem eiga börn sem eru vaxin upp úr því að vera á leikskóla eða á tómstundaheimili. Það er gott að búa í Garðabæ, á öllum æviskeiðum og fyrir allar fjölskyldur. Fjölskylda með eitt barn hjá dagforeldri, eitt barn á leikskóla og eitt barn í grunnskóla. Fjölskylda með eitt barn hjá dagmömmu og eitt barn í leikskóla.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun