Skoðun

Viltu fá okkur til starfa?

Ólafur Adolfsson skrifar
Við erum hópurinn sem er sprottinn fram snemma á þessu ári, skipaður kröftugum og metnaðargjörnum einstaklingum sem eiga það sammerkt að hafa brennandi áhuga á að gera bænum okkar vel. Við skipulögðum okkur og skipuðum okkur í sveit til að nýta sem best styrkleika okkar, tryggja fjölbreytileika og búa til sterka liðsheild sem næði athygli þinni og áhuga.

Við erum hópurinn sem bauð þér til þátttöku í málefnastarfi okkar í mars og apríl og kallaði eftir sjónarmiðum þínum á því hvar kröftum okkar væri best varið næstu fjögur árin.  Þessar áherslur höfum við síðan meitlað inn í stefnuskrá sem þú hefur nú fengið í hendur og lýsir vel þeim áherslum sem við viljum hafa að leiðarljósi í vinnu okkar.

Við höfum háð málefnalega kosningabaráttu með það að leiðarljósi að við bjóðum okkur fram til þjónustu við þig og aðra bæjarbúa. Við höfum vonandi hitt á þig í vinnustaðaheimsóknum okkar, á kosningaskriftstofunni á Skólabrautinni, nú eða bara á förnum vegi til að fræða þig um hvað við höfum fram að færa og hlusta á þín sjónarmið.

Við erum hópurinn sem hefur þá eindregnu skoðun að bæjarfélagið okkar eigi að einbeita sér að lögbundnum verkefnum sínum og gera það vel með hagsýni og ráðdeild að leiðarljósi.

Nú styttist í að þú bæjarbúi góður veljir þér fulltrúa til starfa fyrir þig næstu fjögur árin og það er ekki amalegt að hafa allt þetta  góða mannval úr öllum flokkum til að velja úr.

Við vonumst til þess að vera hópurinn sem þú treystir best til að gera vel fyrir Akranes á næstu fjórum árum.

Við erum Sjálfstæðisflokkurinn á Akranesi og við viljum gera betur.




Skoðun

Skoðun

Þöggun

Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar

Sjá meira


×