Innlent

Sjálfstæðisflokkur og Björt framtíð í meirihlutaviðræðum á Akranesi

Randver Kári Randversson skrifar
Frá Akranesi.
Frá Akranesi. Vísir/GVA
Sjálfstæðisflokkur og Björt framtíð eru í viðræðum um meirihlutasamstarf á komandi kjörtímabili. Þetta segir í fréttatilkynningu frá sjálfstæðismönnum.

Að sögn oddvita flokkanna er góður gangur í viðræðunum og búist er við niðurstöðu á næstu dögum.

Sjálfstæðismenn hlutu hreinan meirihluta á Akranesi í kosningunum um síðustu helgi og fengu fimm fulltrúa af níu. Björt framtíð fékk einn bæjarfulltrúa.

Eins og greint hefur verið frá á Vísi hefur þegar verið samið við Regínu Ásvaldsdóttur um að vera áfram bæjarstóri á Akranesi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×