Kaupa búnað til að greina kaldhæðni á netinu Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. júní 2014 14:09 Þessi tækni mun eflaust slá í gegn hjá hinum kaldhæðnu á netinu. Mynd/getty Leyniþjónusta Bandaríkjanna fyrirhugar að festa kaup á hugbúnaði sem meðal annars greinir kaldhæðni á samfélagsmiðlum. Frá þessu greinir Washington Post. Löggæsluyfirvöld hafa á síðustu árum lagt í ríkari mæli áherslu á að fylgjast með hegðun fólks á netinu, sérstaklega á samfélagsmiðlum á borð við Facebook og Twitter, með það að markmið að sporna við glæpum og hafa hendur í hári glæpamanna. Leyniþjónusta óskaði eftir tilboðum í hugbúnaðinn nú á mánudag og mun útboðið standa yfir í eina viku. Það getur þó reynst þrautin þyngri að greina kaldhæðni í rituðu máli og hafa sérfræðingar áhyggjur af því þetta útspil bandarískra yfirvalda stríði gegn mál- og ritfrelsi í landinu. Ætla þeir að þessi tækni geti réttlætt handtökur sem byggja á veikum grun um mögulegar hótanir sem fólk birtir í gamni sínu á spjallborðum heimsins. Fólk þarf því að hugsa sig tvisvar um áður en það birtir nokkuð sem gæti jaðrað við kaldhæðni eða glens á netinu framvegis. Á síðustu árum hafa margir komist í hann krappann fyrir kímnigáfu sína á netinu. Unglingur í Texas var handtekinn í fyrra fyrir að hafa sagt í athugasemd á Facebook að hann hyggðist „hefja skothríð í fullum skóla af börnum“ og hollenskur tístari komst í kast við lögin þegar hann sendi sprengjuhótun í gríni á flugfélagið American Airlines.Talsmaður leyniþjónstunnar segir að tæknin eigi einmitt að koma í veg fyrir það að fólki sé kastað í steininn fyrir það eitt að vera „ólöglega fyndið“. Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Leyniþjónusta Bandaríkjanna fyrirhugar að festa kaup á hugbúnaði sem meðal annars greinir kaldhæðni á samfélagsmiðlum. Frá þessu greinir Washington Post. Löggæsluyfirvöld hafa á síðustu árum lagt í ríkari mæli áherslu á að fylgjast með hegðun fólks á netinu, sérstaklega á samfélagsmiðlum á borð við Facebook og Twitter, með það að markmið að sporna við glæpum og hafa hendur í hári glæpamanna. Leyniþjónusta óskaði eftir tilboðum í hugbúnaðinn nú á mánudag og mun útboðið standa yfir í eina viku. Það getur þó reynst þrautin þyngri að greina kaldhæðni í rituðu máli og hafa sérfræðingar áhyggjur af því þetta útspil bandarískra yfirvalda stríði gegn mál- og ritfrelsi í landinu. Ætla þeir að þessi tækni geti réttlætt handtökur sem byggja á veikum grun um mögulegar hótanir sem fólk birtir í gamni sínu á spjallborðum heimsins. Fólk þarf því að hugsa sig tvisvar um áður en það birtir nokkuð sem gæti jaðrað við kaldhæðni eða glens á netinu framvegis. Á síðustu árum hafa margir komist í hann krappann fyrir kímnigáfu sína á netinu. Unglingur í Texas var handtekinn í fyrra fyrir að hafa sagt í athugasemd á Facebook að hann hyggðist „hefja skothríð í fullum skóla af börnum“ og hollenskur tístari komst í kast við lögin þegar hann sendi sprengjuhótun í gríni á flugfélagið American Airlines.Talsmaður leyniþjónstunnar segir að tæknin eigi einmitt að koma í veg fyrir það að fólki sé kastað í steininn fyrir það eitt að vera „ólöglega fyndið“.
Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira