Féll á lyfjaprófi en keppir á Landsmótinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. júní 2014 23:14 Þorvaldur Árni Þorvaldsson á Stjörnu frá Stóra-Hofi. Mynd/Hestafréttir.is Þorvaldur Árni Þorvaldsson verður að óbreyttu á meðal keppenda á Landsmóti hestamanna á Hellu um mánaðarmótin. Áfrýjunardómstól Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands stytti keppnisbann hans úr þremur mánuðum í einn mánuð með úrskurði sínum í dag. Hestafréttir greindu fyrst frá niðurstöðunni. Þorvaldur féll á lyfjaprófi sem hann gekkst undir að lokinni töltkeppni í Meistaradeildinni í hestaíþróttum þann 6. mars síðastliðinn. Þorvaldur sigraði í töltkeppninni. Sá sigur hefur þó verið ógildur sem gæti haft áhrif á lokaröð efstu manna í Meistaradeildinni sem Sigurbjörn Bárðarson hafði sigur í. Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs ÍSÍ, segir engan raunverulegan rökstuðning hafa verið gefinn fyrir styttingu dómsins sem gert er ráð fyrir að verði birtur á morgun á heimasíðu ÍSÍ. „Það hefur ekki verið venjan hjá áfrýjunardómstólnum að færa nein rök fyrir niðurstöðum sínum,“ segir Skúli.Áfellisdómur yfir viðhorfi til misnotkunar á efnum Hann segist ekki líta svo á að niðurstaðan sé áfellisdómur yfir lyfjaráði ÍSÍ. „Mér finnst þetta allavega áfellisdómur yfir viðhorfinu til brota á lögum og reglum ÍSÍ og alþjóðareglum um misnotkun á efnum tengdum íþróttum.“ Upphaflega var Þorvaldur dæmdur í þriggja mánaða keppnisbann frá og með 30. maí. Athygli vakti að dómurinn var ekki birtur í heild sinni á vef ÍSÍ eins og hefð hefur verið fyrir undanfarin ár. Þar mátti aðeins lesa dómsorðin en ekki hvaða lyfja Þorvaldur neitti. Hins vegar áfrýjaði Þorvaldur Árni dómnum strax til áfrýjunardómstólsins sem gæti hafa haft áhrif á ákvörðun dómstóls ÍSÍ að birta ekki dóminn í heild sinni.Landsmótið aftur á dagskrá eftir mildun Landsmót hestamanna hefst á Hellu mánudaginn 30. júní. Því er ljóst að eftir niðurstöðu áfrýjunardómstólsins getur Þorvaldur, sem er einn af færustu knöpum landsins, keppt á stærsta hestamóti ársins. „Það kemur mér líka mjög spánskt fyrir sjónir,“ segir Skúli. „Það kemur honum allavega rosalega vel að mildun dómsins skuli hitta svo vel á þessar dagsetningar.“ Nánar verður rætt við Skúla á Vísi á morgun.Landsmót hestamanna hefst á Hellu þann 30. júní og stendur yfir til sunnudags. Hestar Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Fleiri fréttir 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Sjá meira
Þorvaldur Árni Þorvaldsson verður að óbreyttu á meðal keppenda á Landsmóti hestamanna á Hellu um mánaðarmótin. Áfrýjunardómstól Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands stytti keppnisbann hans úr þremur mánuðum í einn mánuð með úrskurði sínum í dag. Hestafréttir greindu fyrst frá niðurstöðunni. Þorvaldur féll á lyfjaprófi sem hann gekkst undir að lokinni töltkeppni í Meistaradeildinni í hestaíþróttum þann 6. mars síðastliðinn. Þorvaldur sigraði í töltkeppninni. Sá sigur hefur þó verið ógildur sem gæti haft áhrif á lokaröð efstu manna í Meistaradeildinni sem Sigurbjörn Bárðarson hafði sigur í. Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs ÍSÍ, segir engan raunverulegan rökstuðning hafa verið gefinn fyrir styttingu dómsins sem gert er ráð fyrir að verði birtur á morgun á heimasíðu ÍSÍ. „Það hefur ekki verið venjan hjá áfrýjunardómstólnum að færa nein rök fyrir niðurstöðum sínum,“ segir Skúli.Áfellisdómur yfir viðhorfi til misnotkunar á efnum Hann segist ekki líta svo á að niðurstaðan sé áfellisdómur yfir lyfjaráði ÍSÍ. „Mér finnst þetta allavega áfellisdómur yfir viðhorfinu til brota á lögum og reglum ÍSÍ og alþjóðareglum um misnotkun á efnum tengdum íþróttum.“ Upphaflega var Þorvaldur dæmdur í þriggja mánaða keppnisbann frá og með 30. maí. Athygli vakti að dómurinn var ekki birtur í heild sinni á vef ÍSÍ eins og hefð hefur verið fyrir undanfarin ár. Þar mátti aðeins lesa dómsorðin en ekki hvaða lyfja Þorvaldur neitti. Hins vegar áfrýjaði Þorvaldur Árni dómnum strax til áfrýjunardómstólsins sem gæti hafa haft áhrif á ákvörðun dómstóls ÍSÍ að birta ekki dóminn í heild sinni.Landsmótið aftur á dagskrá eftir mildun Landsmót hestamanna hefst á Hellu mánudaginn 30. júní. Því er ljóst að eftir niðurstöðu áfrýjunardómstólsins getur Þorvaldur, sem er einn af færustu knöpum landsins, keppt á stærsta hestamóti ársins. „Það kemur mér líka mjög spánskt fyrir sjónir,“ segir Skúli. „Það kemur honum allavega rosalega vel að mildun dómsins skuli hitta svo vel á þessar dagsetningar.“ Nánar verður rætt við Skúla á Vísi á morgun.Landsmót hestamanna hefst á Hellu þann 30. júní og stendur yfir til sunnudags.
Hestar Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Fleiri fréttir 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Sjá meira