Handbolti

Þurfum að spila betur á sunnudaginn

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson í leik Íslands gegn Portúgal á dögunum.
Guðjón Valur Sigurðsson í leik Íslands gegn Portúgal á dögunum. Vísir/Stefán
„Við ætlum okkur áfram, við vitum að við þurfum að vinna og auðvitað helst með meira en einu þótt við höfum skorað mörg mörk úti,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins, þegar Vísir heyrði í honum eftir blaðamannafund sem haldinn var í dag.

„Leikurinn úti var fínn á stórum köflum en ekki heilt yfir. Það var margt jákvætt í þessu og við þurfum að spila betur í sunnudaginn sem við munum gera. Ég hef fulla trú á því.“

Íslenska liðið spilaði gríðarlega vel á köflum í leiknum og leiddu með fjórum mörkum þegar korter var eftir af leiknum. Seinasta kortið breyttu Bosníumenn hinsvegar í 5-1 vörn sem íslenska liðinu gekk illa að leysa.

„Það var gott flæði í sóknarleiknum gegn 6-0 vörninni en okkur gekk þegar þeir skiptu í 5-1 vörnina. Við eigum að leysa það betur. Það vantaði herslumuninn úti í Bosníu.“

Guðjón Valur skrifaði undir tveggja ára samning hjá Barcelona á dögunum. Félagsskiptin höfu lengi legið í loftinu en gengu loksins í gegn á föstudaginn síðastliðinn.

„Það vissu held ég flestir af þessu en ég hlýddi fyrirmælunum og vildi ekkert segja. Ég var ekkert að missa neinn svefn yfir því að mega ekki segja frá þessu en það er auðveldara að mega segja frá. Við höfum haft tíma til þess að koma okkur fyrir í borginni og það á allt að vera klárt núna.“

Barcelona varð spænskur meistari í handbolta á dögunum en datt út í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Fótboltalið Barcelona þekkja flestir en þeir eru einnig með stórlið í körfubolta.

„Þetta er stærsta íþróttafélag í heimi og það verður gaman að spila þar og sjá hvernig klúbburinn virkar,“ sagði Guðjón.


Tengdar fréttir

Aron í hópnum gegn Bosníu

Aron Pálmarsson verður með Íslandi í seinni leiknum gegn Bosníu í Höllinni á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×