Skrifað undir meirihlutasamstarf á Akureyri Sveinn Arnarsson skrifar 10. júní 2014 15:15 Frá undirrituninni í Hofi í dag. Vísir/Sveinn Skrifað var undir samstarfssamning Samfylkingar, Framsóknarflokks og L-lista í menningarhúsinu Hofi nú klukkan þrjú, um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Akureyrar á næsta kjörtímabili. Skrifuðu allir bæjarfulltrúar nýs meirihluta undir samkomulagið. Hver þessara flokka fékk tvo menn kjörna í bæjarstjórn að loknum kosningunum í lok maí. Matthías Rögnvaldsson, oddviti L-listans verður nýr forseti bæjarstjórnar Akureyrar og Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Framsóknarflokki, verður formaður Bæjarráðs. Logi Már Einarsson, þriðji oddvitinn í nýjum meirihluta, verður formaður Akureyrarstofu. Í samkomulaginu kemur fram að bæjarstjórinn á Akureyri, Eiríkur Björn Björgvinsson, verður endurráðinn af nýjum meirihluta. L-listinn réð hann til starfa fyrir fjórum árum þegar framboðið fékk hreinan meirihluta í kosningunum 2010.Einnig ætlar nýr meirihluti að leggja áherslu á félagslegt réttlæti og að allir njóti mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Nýr meirihluti vill leggja áherslu á langtíma áætlunargerð um örugga og ábyrga fjármálastjórn og forgangsröðun verkefna. Hann vill auka fjölbreytni atvinnulífsins og beita sér fyrir frekar samvinnu skóla og atvinnulífs. Einnig vill hann auka tækifæri starfsmanna bæjarins til starfsþróunar og endurmenntunar. Í samstarfssamninginum er talin þörf á að auka fjármagn til uppbyggingar skóla og velferðarmála og við gerð fjárhagsáætlana verði miðað að því að styrkja þessa þætti rekstursins ásamt því að jafna stöðu bæjarbúa. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Norðurland eystra Tengdar fréttir Oddviti L-listans á Akureyri ósáttur með þrjá menn kjörna. Matthías Rögnvaldsson, oddviti L-listans á Akureyri, var ekki kátur með fyrstu tölur þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. 31. maí 2014 22:52 Meirihlutaviðræður hafnar á Akureyri Tíðindi frá Akureyri: Samfylkingin, L-listinn og Framsókn munu hittast á morgun til að hefja meirihlutaviðræður. 1. júní 2014 00:37 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur á Akureyri Lokatölur á Akureyri: Samfylking, L-listi og Framsókn ætla sér að ræða saman og mynda meirihluta. 31. maí 2014 22:20 Meirihlutaviðræður á Akureyri: Hafa hist í tvígang í dag Oddvitar L-lista fólksins, Samfylkingar og Framsóknar hafa hist í tvígang í dag á Akureyri í viðræðum flokkanna um myndun nýs meirihluta í bænum. Næstu menn á lista flokkanna hafa bæst við meirihlutaviðræðurnar. 1. júní 2014 16:25 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Skrifað var undir samstarfssamning Samfylkingar, Framsóknarflokks og L-lista í menningarhúsinu Hofi nú klukkan þrjú, um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Akureyrar á næsta kjörtímabili. Skrifuðu allir bæjarfulltrúar nýs meirihluta undir samkomulagið. Hver þessara flokka fékk tvo menn kjörna í bæjarstjórn að loknum kosningunum í lok maí. Matthías Rögnvaldsson, oddviti L-listans verður nýr forseti bæjarstjórnar Akureyrar og Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Framsóknarflokki, verður formaður Bæjarráðs. Logi Már Einarsson, þriðji oddvitinn í nýjum meirihluta, verður formaður Akureyrarstofu. Í samkomulaginu kemur fram að bæjarstjórinn á Akureyri, Eiríkur Björn Björgvinsson, verður endurráðinn af nýjum meirihluta. L-listinn réð hann til starfa fyrir fjórum árum þegar framboðið fékk hreinan meirihluta í kosningunum 2010.Einnig ætlar nýr meirihluti að leggja áherslu á félagslegt réttlæti og að allir njóti mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Nýr meirihluti vill leggja áherslu á langtíma áætlunargerð um örugga og ábyrga fjármálastjórn og forgangsröðun verkefna. Hann vill auka fjölbreytni atvinnulífsins og beita sér fyrir frekar samvinnu skóla og atvinnulífs. Einnig vill hann auka tækifæri starfsmanna bæjarins til starfsþróunar og endurmenntunar. Í samstarfssamninginum er talin þörf á að auka fjármagn til uppbyggingar skóla og velferðarmála og við gerð fjárhagsáætlana verði miðað að því að styrkja þessa þætti rekstursins ásamt því að jafna stöðu bæjarbúa.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Norðurland eystra Tengdar fréttir Oddviti L-listans á Akureyri ósáttur með þrjá menn kjörna. Matthías Rögnvaldsson, oddviti L-listans á Akureyri, var ekki kátur með fyrstu tölur þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. 31. maí 2014 22:52 Meirihlutaviðræður hafnar á Akureyri Tíðindi frá Akureyri: Samfylkingin, L-listinn og Framsókn munu hittast á morgun til að hefja meirihlutaviðræður. 1. júní 2014 00:37 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur á Akureyri Lokatölur á Akureyri: Samfylking, L-listi og Framsókn ætla sér að ræða saman og mynda meirihluta. 31. maí 2014 22:20 Meirihlutaviðræður á Akureyri: Hafa hist í tvígang í dag Oddvitar L-lista fólksins, Samfylkingar og Framsóknar hafa hist í tvígang í dag á Akureyri í viðræðum flokkanna um myndun nýs meirihluta í bænum. Næstu menn á lista flokkanna hafa bæst við meirihlutaviðræðurnar. 1. júní 2014 16:25 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Oddviti L-listans á Akureyri ósáttur með þrjá menn kjörna. Matthías Rögnvaldsson, oddviti L-listans á Akureyri, var ekki kátur með fyrstu tölur þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. 31. maí 2014 22:52
Meirihlutaviðræður hafnar á Akureyri Tíðindi frá Akureyri: Samfylkingin, L-listinn og Framsókn munu hittast á morgun til að hefja meirihlutaviðræður. 1. júní 2014 00:37
Sjálfstæðisflokkurinn stærstur á Akureyri Lokatölur á Akureyri: Samfylking, L-listi og Framsókn ætla sér að ræða saman og mynda meirihluta. 31. maí 2014 22:20
Meirihlutaviðræður á Akureyri: Hafa hist í tvígang í dag Oddvitar L-lista fólksins, Samfylkingar og Framsóknar hafa hist í tvígang í dag á Akureyri í viðræðum flokkanna um myndun nýs meirihluta í bænum. Næstu menn á lista flokkanna hafa bæst við meirihlutaviðræðurnar. 1. júní 2014 16:25