Merkingarlaus umhverfismerking Ólafur Þ. Stephensen skrifar 28. júní 2014 07:00 Fréttablaðið upplýsti í vikunni að merkingin „vistvæn landbúnaðarafurð“ sem er á umbúðum alls konar búvöru, væri í raun fullkomlega merkingarlaus. Merkinu var komið á með vottun samkvæmt opinberri reglugerð árið 1998. Þar var kveðið á um ýmis skilyrði þess að geta fengið vottunina; til dæmis að skepnum hafi ekki verið gefnir hormónar eða óhóflega mikið af sýklalyfjum, að notkun á áburði, lyfjum og varnarefnum í garðyrkju sé innan tiltekinna marka, og búfjárbeit rýri ekki landgæði. Þegar þeir sem fá vottunina hafa fengið hana, á að meta með árlegu eftirliti hvort þeir uppfylli skilyrðin áfram; annars er vottunin afturkölluð og þar með rétturinn til að nota merkinguna. Annars vegar stendur hnífurinn þar í kúnni; eftirlit með vottuninni hefur ekki verið neitt í tólf ár. Atvinnuvegaráðuneytið, áður landbúnaðarráðuneytið, sem setti reglugerðina og á samkvæmt henni að geyma skrár um framleiðendur sem hafa hlotið vottunina, hefur engar upplýsingar um hverjir nota merkinguna. Hins vegar fann Fréttablaðið staðfest dæmi um að framleiðendur sem komu á markað eftir að hætt var að hafa eftirlit með vottuninni hafa engu að síður merkt vörur sínar sem „vistvæna landbúnaðarafurð“. Það heitir einfaldlega að skreyta sig með stolnum fjöðrum. Sama má raunar segja um þá sem einhvern tímann kunna að hafa uppfyllt skilyrðin og gera það jafnvel ennþá, en án þess að nokkur til þess bær aðili votti það eins og vera ber. Það á til dæmis við um næstum því alla grænmetisbændur í landinu. Alls konar merkingar og vottanir um að fylgt sé vistvænum framleiðsluháttum, passað upp á umhverfið, velferðar dýra gætt og þar fram eftir götunum, skipta æ meira máli við markaðssetningu matvöru. Meðvitaðir neytendur fylgjast með þessum merkingum og beina viðskiptum sínum til þeirra sem hafa fengið opinbera gæðastimpla. Það er grafalvarlegt mál þegar framleiðendur skreyta vörur sínar með merki, sem engin raunveruleg vottun eða eftirlit liggur að baki. Með því er verið að blekkja neytendur. Eins og Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, benti á í Fréttablaðinu eru þetta líka ósanngjarnir samkeppnishættir. Grænmetisframleiðendur sem þykjast vera vistvænir eru í samkeppni við framleiðendur með lífræna vottun, sem er alvöru vottun, útheimtir mikla vinnu og gæðaeftirlit og sætir ströngu árlegu eftirliti. Það er þess vegna gott hjá Sigurði Inga Jóhannssyni landbúnaðarráðherra að lýsa því yfir í Fréttablaðinu í dag að annaðhvort verði eftirliti með vottuninni komið á aftur, eða reglugerðin einfaldlega slegin af. Hins vegar er pínulítið dularfullt að ráðuneytið hans, sem ætti að hafa vitað það í tólf ár að það hefur ekkert eftirlit með vottuninni og heldur engar skrár um þá sem hafa fengið hana, skuli á þeim tíma ekki hafa gert neinar athugasemdir við að búvöruframleiðendur merktu vörur sínar með henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Fréttablaðið upplýsti í vikunni að merkingin „vistvæn landbúnaðarafurð“ sem er á umbúðum alls konar búvöru, væri í raun fullkomlega merkingarlaus. Merkinu var komið á með vottun samkvæmt opinberri reglugerð árið 1998. Þar var kveðið á um ýmis skilyrði þess að geta fengið vottunina; til dæmis að skepnum hafi ekki verið gefnir hormónar eða óhóflega mikið af sýklalyfjum, að notkun á áburði, lyfjum og varnarefnum í garðyrkju sé innan tiltekinna marka, og búfjárbeit rýri ekki landgæði. Þegar þeir sem fá vottunina hafa fengið hana, á að meta með árlegu eftirliti hvort þeir uppfylli skilyrðin áfram; annars er vottunin afturkölluð og þar með rétturinn til að nota merkinguna. Annars vegar stendur hnífurinn þar í kúnni; eftirlit með vottuninni hefur ekki verið neitt í tólf ár. Atvinnuvegaráðuneytið, áður landbúnaðarráðuneytið, sem setti reglugerðina og á samkvæmt henni að geyma skrár um framleiðendur sem hafa hlotið vottunina, hefur engar upplýsingar um hverjir nota merkinguna. Hins vegar fann Fréttablaðið staðfest dæmi um að framleiðendur sem komu á markað eftir að hætt var að hafa eftirlit með vottuninni hafa engu að síður merkt vörur sínar sem „vistvæna landbúnaðarafurð“. Það heitir einfaldlega að skreyta sig með stolnum fjöðrum. Sama má raunar segja um þá sem einhvern tímann kunna að hafa uppfyllt skilyrðin og gera það jafnvel ennþá, en án þess að nokkur til þess bær aðili votti það eins og vera ber. Það á til dæmis við um næstum því alla grænmetisbændur í landinu. Alls konar merkingar og vottanir um að fylgt sé vistvænum framleiðsluháttum, passað upp á umhverfið, velferðar dýra gætt og þar fram eftir götunum, skipta æ meira máli við markaðssetningu matvöru. Meðvitaðir neytendur fylgjast með þessum merkingum og beina viðskiptum sínum til þeirra sem hafa fengið opinbera gæðastimpla. Það er grafalvarlegt mál þegar framleiðendur skreyta vörur sínar með merki, sem engin raunveruleg vottun eða eftirlit liggur að baki. Með því er verið að blekkja neytendur. Eins og Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, benti á í Fréttablaðinu eru þetta líka ósanngjarnir samkeppnishættir. Grænmetisframleiðendur sem þykjast vera vistvænir eru í samkeppni við framleiðendur með lífræna vottun, sem er alvöru vottun, útheimtir mikla vinnu og gæðaeftirlit og sætir ströngu árlegu eftirliti. Það er þess vegna gott hjá Sigurði Inga Jóhannssyni landbúnaðarráðherra að lýsa því yfir í Fréttablaðinu í dag að annaðhvort verði eftirliti með vottuninni komið á aftur, eða reglugerðin einfaldlega slegin af. Hins vegar er pínulítið dularfullt að ráðuneytið hans, sem ætti að hafa vitað það í tólf ár að það hefur ekkert eftirlit með vottuninni og heldur engar skrár um þá sem hafa fengið hana, skuli á þeim tíma ekki hafa gert neinar athugasemdir við að búvöruframleiðendur merktu vörur sínar með henni.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun