Keppnisbann knapa stytt: Formaður lyfjaráðs uggandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. júní 2014 09:15 Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs ÍSÍ. Myndin til hægri er frá Landsmóti hestamanna. Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, óttast að mildun áfrýjunardómstóls ÍSÍ á keppnisbanni knapans Þorvalds Árna Þorvaldssonar verði fordæmisgefandi fyrir þau lyfjamál sem upp muni koma í framtíðinni. Þriggja mánaða keppnisbann Þorvalds Árna var stytt úr þremur mánuðum í einn mánuð í gær eins og greint var frá á Vísi. Því lýkur 29. júní en daginn eftir hefst Landsmót hestamanna á Hellu, stærsta hestamót ársins á Íslandi. Þorvaldur féll á lyfjaprófi að lokinni töltkeppni í Meistaradeildinni í hestaíþróttum þann 6. mars. Þorvaldur sigraði í keppninni en sigurinn var dæmdur ógildur. Mögulegt er að röðun efstu manna í Meistaradeildinni riðlist af þeim sökum en Sigurbjörn Bárðarson stóð uppi sem sigurvegari.Finnst vægt tekið á málum Reiknað er með því að dómurinn yfir Þorvaldi verði birtur í dag en Skúli á þó ekki von á því að þar muni koma fram neinar skýringar um ástæður þess að dómurinn var mildur. Það hafi ekki verið venjan hjá áfrýjunardómstólnum. Það verði að koma í ljós. Hann telur ekki um áfellisdóm að ræða yfir lyfjaráði sem hann er í forsvari fyrir. „Ég held að við höfum alveg fyllilega sett okkar mál fram og enginn vafi verið til staðar hvað það varðar,“ segir Skúli. Hann segir menn hafa beðist vægðar fyrir dómstól ÍSÍ á ýmsum grundvelli. Fyrri dómur hafi tekið tillit til þess að hluta og nú hafi áfrýjunardómstóllinn gert það enn frekar. „Því miður finnst mér frekar vægt tekið á málum sem mér þykja alvarleg.“Allajafna sex mánaða keppnisbann Fátítt er að íþróttafólk á Íslandi falli á lyfjaprófi. Um örfá tilfelli er að ræða árlega allajafna. Því má ímynda sér að sérhver dómur hafi töluvert fordæmisgildi. „Já, það er þannig því miður. Ég óttast það svolítið ef þetta er viðhorfið gagnvart notkun á slíkum efnum,“ segir Skúli. Ekki hefur komið fram hvaða efni fannst í lyfjaprófi Þorvaldar Árna og vildi Skúli ekki staðfesta það. Hann staðfesti þó að ekki væri um kannabisefni að ræða eins og margir hafi talið. Þeir íslensku íþróttamenn er fallið hafa á lyfjaprófi sökum neyslu kannabisefna hafa undantekningalaust fengið sex mánaða keppnisbann. „Þar hafa menn ekki séð ástæðu til að milda dóma hingað til,“ segir Skúli og er greinilega hugsi yfir ákvörðun áfrýjunardómstólsins í máli Þorvaldar Árna. Ekki hafi verið, að hans mati, um óvenjulegar aðstæður að ræða sem ættu að leiða til svo mikillar mildunar á dómi. „Þessi efni eiga almennt að leiða til sex mánaða keppnisbanns.“ Athygli vekur að mildun dómsins úr þremur mánuðum í einn gerir Þorvaldi Árna kleyft að keppa á Landsmóti hestamanna á Hellu sem hefst þann 30. júní. Keppnisbanni hans lýkur degi fyrr. „Mildunin hentar honum afskaplega vel. Hann missir ekki af stærsta móti ársins.“ Hestar Tengdar fréttir Amfetamín fannst í lífsýni knapans Lögmaður Þorvaldar Árna Þorvaldssonar hélt því fram að ÍSÍ hefði ekki lögsögu yfir honum og krafðist frávísunar. 20. júní 2014 12:00 Féll á lyfjaprófi en keppir á Landsmótinu Þorvaldur Árni Þorvaldsson verður að óbreyttu á meðal keppenda á Landsmóti hestamanna á Hellu um mánaðarmótin. Áfrýjunardómstól ÍSÍ stytti keppnisbann hans úr þremur mánuðum í einn mánuð með úrskurði sínum í dag. 19. júní 2014 23:14 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Sjá meira
Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, óttast að mildun áfrýjunardómstóls ÍSÍ á keppnisbanni knapans Þorvalds Árna Þorvaldssonar verði fordæmisgefandi fyrir þau lyfjamál sem upp muni koma í framtíðinni. Þriggja mánaða keppnisbann Þorvalds Árna var stytt úr þremur mánuðum í einn mánuð í gær eins og greint var frá á Vísi. Því lýkur 29. júní en daginn eftir hefst Landsmót hestamanna á Hellu, stærsta hestamót ársins á Íslandi. Þorvaldur féll á lyfjaprófi að lokinni töltkeppni í Meistaradeildinni í hestaíþróttum þann 6. mars. Þorvaldur sigraði í keppninni en sigurinn var dæmdur ógildur. Mögulegt er að röðun efstu manna í Meistaradeildinni riðlist af þeim sökum en Sigurbjörn Bárðarson stóð uppi sem sigurvegari.Finnst vægt tekið á málum Reiknað er með því að dómurinn yfir Þorvaldi verði birtur í dag en Skúli á þó ekki von á því að þar muni koma fram neinar skýringar um ástæður þess að dómurinn var mildur. Það hafi ekki verið venjan hjá áfrýjunardómstólnum. Það verði að koma í ljós. Hann telur ekki um áfellisdóm að ræða yfir lyfjaráði sem hann er í forsvari fyrir. „Ég held að við höfum alveg fyllilega sett okkar mál fram og enginn vafi verið til staðar hvað það varðar,“ segir Skúli. Hann segir menn hafa beðist vægðar fyrir dómstól ÍSÍ á ýmsum grundvelli. Fyrri dómur hafi tekið tillit til þess að hluta og nú hafi áfrýjunardómstóllinn gert það enn frekar. „Því miður finnst mér frekar vægt tekið á málum sem mér þykja alvarleg.“Allajafna sex mánaða keppnisbann Fátítt er að íþróttafólk á Íslandi falli á lyfjaprófi. Um örfá tilfelli er að ræða árlega allajafna. Því má ímynda sér að sérhver dómur hafi töluvert fordæmisgildi. „Já, það er þannig því miður. Ég óttast það svolítið ef þetta er viðhorfið gagnvart notkun á slíkum efnum,“ segir Skúli. Ekki hefur komið fram hvaða efni fannst í lyfjaprófi Þorvaldar Árna og vildi Skúli ekki staðfesta það. Hann staðfesti þó að ekki væri um kannabisefni að ræða eins og margir hafi talið. Þeir íslensku íþróttamenn er fallið hafa á lyfjaprófi sökum neyslu kannabisefna hafa undantekningalaust fengið sex mánaða keppnisbann. „Þar hafa menn ekki séð ástæðu til að milda dóma hingað til,“ segir Skúli og er greinilega hugsi yfir ákvörðun áfrýjunardómstólsins í máli Þorvaldar Árna. Ekki hafi verið, að hans mati, um óvenjulegar aðstæður að ræða sem ættu að leiða til svo mikillar mildunar á dómi. „Þessi efni eiga almennt að leiða til sex mánaða keppnisbanns.“ Athygli vekur að mildun dómsins úr þremur mánuðum í einn gerir Þorvaldi Árna kleyft að keppa á Landsmóti hestamanna á Hellu sem hefst þann 30. júní. Keppnisbanni hans lýkur degi fyrr. „Mildunin hentar honum afskaplega vel. Hann missir ekki af stærsta móti ársins.“
Hestar Tengdar fréttir Amfetamín fannst í lífsýni knapans Lögmaður Þorvaldar Árna Þorvaldssonar hélt því fram að ÍSÍ hefði ekki lögsögu yfir honum og krafðist frávísunar. 20. júní 2014 12:00 Féll á lyfjaprófi en keppir á Landsmótinu Þorvaldur Árni Þorvaldsson verður að óbreyttu á meðal keppenda á Landsmóti hestamanna á Hellu um mánaðarmótin. Áfrýjunardómstól ÍSÍ stytti keppnisbann hans úr þremur mánuðum í einn mánuð með úrskurði sínum í dag. 19. júní 2014 23:14 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Sjá meira
Amfetamín fannst í lífsýni knapans Lögmaður Þorvaldar Árna Þorvaldssonar hélt því fram að ÍSÍ hefði ekki lögsögu yfir honum og krafðist frávísunar. 20. júní 2014 12:00
Féll á lyfjaprófi en keppir á Landsmótinu Þorvaldur Árni Þorvaldsson verður að óbreyttu á meðal keppenda á Landsmóti hestamanna á Hellu um mánaðarmótin. Áfrýjunardómstól ÍSÍ stytti keppnisbann hans úr þremur mánuðum í einn mánuð með úrskurði sínum í dag. 19. júní 2014 23:14