Handbolti

EHF: Vissum ekki af þessu fyrr en eftir fundinn í gær

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Þjóðverjar eru á leið á HM þökk sé ákvörðun IFH.
Þjóðverjar eru á leið á HM þökk sé ákvörðun IFH. vísir/getty
„Þetta er eitthvað sem IHF [Alþjóða handknattleikssambandið] ákveður og við vitum ekki hvað býr að baki,“ segir PeterSichelschmidt, starfsmaður mótamála hjá evrópska handknattleikssambandinu í samtali við Vísi.

IHF ákvað í gær á fundi í Króatíu í gær að afhenda Þýskalandi svokallað „wild card“-sæti á HM 2015 í Katar eftir að Ástralía dró sig úr keppni.

„Við vorum búin að gefa það út að Ísland væri fyrsta varaþjóð, en EHF ræður þessu ekki. Samkvæmt okkur var Ísland næsta þjóð inn en IHF vinnur greinilega eftir öðrum viðmiðum,“ segir Sichelschmidt.

Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að samkvæmt reglugerð Alþjóðasambandsins skuli fyrsta varaþjóð frá álfu heimsmeistaranna fá sæti þeirrar þjóðar sem dregur sig úr keppni. Heimsmeistararnir eru Spánn og því ætti Ísland að vera á leið á HM.

„EHF ræður þessu ekki, en við munum fara yfir þetta mál og hafa samband við IHF,“ segir Sichelschmidt við Vísi.

Aðspurður hvort IHF hafi látið EHF vita af ákvörðuninni fyrir fundinn í gær segir hann: „Nei, við fengum bara að vita þetta eftir fundinn klukkan fimm í gær.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×