Handbolti

Aron: Ekkert réttlæti - þetta snýst bara um peninga

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Aron Kristjánsson talar hreint út.
Aron Kristjánsson talar hreint út. vísir/daníel
Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handbolta, er vægast sagt reiður vegna ákvörðunar Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, að senda Þjóðverja á HM í stað Íslendinga eins og reglur kveða á um.

„Þetta er okkar sæti sem IHF er að afhenda Þjóðverjum. Það liggur alveg ljóst fyrir í reglunum að fyrsta varaþjóð á að koma úr álfu heimsmeistaranna,“ segir Aron en Spánverjar eru heimsmeistarar og því ætti Ísland að fara á HM fyrst Ástralía fékk ekki keppnisrétt.

Aron er ómyrkur í máli í viðtali við Ekstra Bladet í Danmörku og segir nákvæmlega um hvað málið snýst.

„Þetta er mjög dularfullt. Við erum næstir í röðinni því við urðum í fimmta sæti á EM. En nú mæta Þjóðverjarnir allt í einu og yfirtaka allt. Þetta snýst bara um þýska sjónvarpsmarkaðinn og peninga. En réttlæti? Það er ekki til. Við erum brjálaðir,“ segir Aron Kristjánsson.


Tengdar fréttir

Íþróttaljós: Reglugerðin sem enginn vissi af

Alþjóðahandknattleikssambandið breytti reglunum um hvaða þjóð kæmi til vara ef einhver skyldi ekki fá keppnisleyfi, en lét engan vita. Framkvæmdastjóri evrópska sambandsins lætur ritarann svara spurningum fyrir sig.

Laug EHF að handboltaforystu Íslands?

Framkvæmdastjórn Alþjóðahandknattleikssambandsins leggur til breytingar í þröngum fimm manna hring sem nánast undantekningalaust eru samþykktar. Aum svör Evrópska handknattleikssambandsins til HSÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×