Handbolti

Ástralir íhuga að lögsækja IHF

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ástralía spilaði á HM á Spáni í fyrra.
Ástralía spilaði á HM á Spáni í fyrra. Vísir/Getty
Jan Ottesen, landsliðsþjálfari Ástralíu í handbolta, segir að Ástralía muni halda kröfu sinni til streitu um að fá aftur sæti sitt á HM í Katar.

Alþjóðahandknattleikssambandið, IHF, afturkallaði sem kunnugt er keppnisrétt Eyjaálfu á HM í handbolta og hleypti Þýskalandi inn á HM sem fer fram í Katar á næsta ári.

„Við munum berjast áfram fyrir sætinu okkar og viljum fá það til baka. Ef það gerist ekki þá er eitthvað mikið af þeim sem eru í forsvari hjá IHF,“ sagði Ottesen í samtali við danska fjölmiðla í gær.

„Ég reikna með og vona að við fáum sætið okkar á HM í Katar aftur. Þann keppnisrétt unnum við okkur inn með því að fara eftir þeim reglum IHF sem voru í gildi þegar undankeppnin hófst,“ segir Ottesen.

HSÍ hefur einnig látið sig málið varða að stórum hluta þar sem að Ísland var samkvæmt tilskipun Handknattleikssambands Evrópu, EHF, fyrsta varaþjóð Evrópu fyrir HM í Katar. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, hefur einnig gagnrýnt harðlega að reglum sambandsins hafi verið breytt eftir á.

„IHF vill ekki eiga í samskiptum við okkur,“ sagði Ottesen enn fremur. „Þess vegna hefur handknattleiksamband Ástralíu haft samand við Ólympíusamband Ástralíu og óskað eftir aðstoð og leiðbeiningum um hvort að ástæða sé til að fara með málið fyrir íþróttadómstólinn í Lausanne (e. CAS).“

„Þar að auki hafa íþróttalögfræðingar um allan heim sett sig í samband við okkur og boðið okkur sína hjálp.“

„Það gæti reynst erfitt að halda handbolta inni sem íþrótt á Ólympíuleikum ef Eyjaálfa fær ekki að taka þátt,“ sagði Ottesen.

Forsvarsmenn HSÍ hafa einnig leitað eftir aðstoð ÍSÍ í málinu og íhuga sjálfir að fara dómstólaleiðina í baráttu sinni gegn IHF.


Tengdar fréttir

Íþróttaljós: Reglugerðin sem enginn vissi af

Alþjóðahandknattleikssambandið breytti reglunum um hvaða þjóð kæmi til vara ef einhver skyldi ekki fá keppnisleyfi, en lét engan vita. Framkvæmdastjóri evrópska sambandsins lætur ritarann svara spurningum fyrir sig.

Hvorki heyrst frá IHF né EHF

Þrátt fyrir að HSÍ hefði krafist svara fyrir miðnætti hafa engin svör borist frá IHF né EHF varðandi kröfu Íslands um að IHF dragi til baka ákvörðun sína um að úthluta Þýskalandi lausu sæti á Heimsmeistaramótinu í Katar

Laug EHF að handboltaforystu Íslands?

Framkvæmdastjórn Alþjóðahandknattleikssambandsins leggur til breytingar í þröngum fimm manna hring sem nánast undantekningalaust eru samþykktar. Aum svör Evrópska handknattleikssambandsins til HSÍ.

Svona var reglunum breytt hjá IHF

Varaforseti Handknattleikssambands Evrópu sat fundinn mikilvæga þar sem Þýskalandi var hleypt inn á HM í handbolta.

Ísland á að fara dómstólaleiðina

Ritstjóri þýska vikuritsins Handball Woche telur að handboltaforystan á Íslandi eigi að fara með ákvörðun IHF að hleypa Þýskalandi á HM í Katar fyrir dómstóla.

HSÍ krefst þess að Ísland fái sæti á HM 2015

Handknattleikssamband Íslands hefur krafist þess að Alþjóðahandknattleikssambandið dragi til baka ákvörðun sína að úthluta Þýskalandi lausu sæti á HM í Katar 2015 og úthluti íslenska liðinu sætið líkt og evrópska handknattleikssambandið hafði lofað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×