Blaðamaður DV tjáir sig: Hvetur ráðherra til að líta sér nær við ásakanir um pólitíska leiki Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 3. ágúst 2014 17:13 Hanna Birna hvatti að sögn Reynis Traustasonar til þess að Jóhann Páll yrði rekinn úr starfi sínu sem blaðamaður á DV vegna umfjöllunar hans um lekamálið. Mynd/Vísir Jóhann Páll Jóhannsson, sá blaðamaður DV sem hefur fjallað hvað mest um lekamálið svokallaða, hefur sent frá sér tilkynningu á Facebook vegna þeirra frétta að innanríkisráðherra hafi krafist þess að blaðamenn sem fjölluðu um lekamálið yrðu reknir. Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, ræddi fréttaflutning DV í Sprengisandi í morgun. Hún telur hann hafa verið einhliða og blaðamenn miðilsins hafi gengið fram með fyrirfram ákveðnar skoðanir í málinu. Jóhann Páll segir Reyni Traustason, ristjóra DV, hafa komið að máli við sig seint á síðasta ári vegna símtals sem Reynir hafði fengið frá Hönnu Birnu. Hafði innanríkisráðherra að sögn Reynis úthúðað Jóhanni og Jóni Bjarka Magnússyni, öðrum blaðamanni DV sem einnig hafði fjallað mikið um málið, og „gefið í skyn að við ættum við vandamál að stríða,“ segir Jóhann í færslunni. „Það væri best fyrir alla að við hættum að starfa á blaðinu.“ Segist hann jafnframt hafa virt það við Hönnu Birnu að samtalið hafi verið í trúnaði milli hennar og ritstjórans. Þar til innanríkisráðherrann og aðstoðarmaður hennar, Þórey Vilhjálmsdóttir, hafi kosið að segja frá samtölum sínum við Reyni. „Það sem okkur fannst einna ósmekklegast var að Hanna Birna reyndi að höfða til Reynis á þeim forsendum að ríkt hefði gagnkvæmur vinskapur á milli þeirra tveggja. Þannig ætlaðist hún til þess að hann tæki þátt í einhverju plotti til að forða henni frá pólitískum óþægindum,“ útskýrir Jóhann. Hann segir Reyni þó ekki hafa tekið það í mál og blaðamanninum þykir ekki boðlegt að valdamenn hegði sér svona gagnvart fjölmiðlum. „Innanríkisráðherra ætti að líta sér nær áður en hún sakar aðra um pólitíska leiki,“ eru lokaorð færslunnar. DV hefur alveg síðan fréttir voru fyrst fluttar af málinu staðið við fréttaflutning sinn. Hanna Birna kveðst aftur á móti ekkert hafa gert rangt í málinu. Færsluna má sjá hér að neðan í fullri lengd: Post by Jóhann Páll Jóhannsson. Lekamálið Tengdar fréttir Hanna Birna um DV: Ég held að þeir trúi þessu Innanríkisráðherra segir fréttaflutning miðilsins af lekamálinu ósanngjarnan og meiðandi. 3. ágúst 2014 12:22 Reynir segir ráðherra hafa farið fram á að blaðamenn yrðu reknir „Ég mun standa með þessum strákum fram í rauðan dauðann,“ segir ritstjóri DV. 3. ágúst 2014 14:24 Hanna Birna segist hafa rætt rannsókn lekamáls við Stefán Innanríkisráðherra hefur svarað bréfi umboðsmanns. Segist ráðherrann hafa átt fjóra "almenna" fundi með lögreglustjóranum um rannsókn lekamálsins svokallaða. 1. ágúst 2014 15:54 Stefán: „Mér þykir ekkert óþægilegt að tala við ráðherra“ Fráfarandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu gerir engar athugasemdir við frásögn innanríkisráðherra af samskiptum þeirra tveggja. 2. ágúst 2014 08:30 Hanna Birna í Sprengisandi: Hvaða hag ætti ég að hafa af þessu máli? Innanríkisráðherra segist ekki hafa nokkura hugmynd um hver lak skjali úr ráðuneytinu. Það sé ekki óeðlilegt að aðstoðarmaður hennar hafi verið í samskiptum við fjölmiðla áður en fréttir birtust um Tony Omos. 3. ágúst 2014 11:48 „Ég hef aldrei íhugað að segja af mér“ Hanna Birna Kristjánsdóttir í ítalegu viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. 2. ágúst 2014 16:15 Hefur íhugað að hætta í stjórnmálum vegna lekamálsins Lekamálið er ljótur pólitískur leikur að mati Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. 2. ágúst 2014 19:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
Jóhann Páll Jóhannsson, sá blaðamaður DV sem hefur fjallað hvað mest um lekamálið svokallaða, hefur sent frá sér tilkynningu á Facebook vegna þeirra frétta að innanríkisráðherra hafi krafist þess að blaðamenn sem fjölluðu um lekamálið yrðu reknir. Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, ræddi fréttaflutning DV í Sprengisandi í morgun. Hún telur hann hafa verið einhliða og blaðamenn miðilsins hafi gengið fram með fyrirfram ákveðnar skoðanir í málinu. Jóhann Páll segir Reyni Traustason, ristjóra DV, hafa komið að máli við sig seint á síðasta ári vegna símtals sem Reynir hafði fengið frá Hönnu Birnu. Hafði innanríkisráðherra að sögn Reynis úthúðað Jóhanni og Jóni Bjarka Magnússyni, öðrum blaðamanni DV sem einnig hafði fjallað mikið um málið, og „gefið í skyn að við ættum við vandamál að stríða,“ segir Jóhann í færslunni. „Það væri best fyrir alla að við hættum að starfa á blaðinu.“ Segist hann jafnframt hafa virt það við Hönnu Birnu að samtalið hafi verið í trúnaði milli hennar og ritstjórans. Þar til innanríkisráðherrann og aðstoðarmaður hennar, Þórey Vilhjálmsdóttir, hafi kosið að segja frá samtölum sínum við Reyni. „Það sem okkur fannst einna ósmekklegast var að Hanna Birna reyndi að höfða til Reynis á þeim forsendum að ríkt hefði gagnkvæmur vinskapur á milli þeirra tveggja. Þannig ætlaðist hún til þess að hann tæki þátt í einhverju plotti til að forða henni frá pólitískum óþægindum,“ útskýrir Jóhann. Hann segir Reyni þó ekki hafa tekið það í mál og blaðamanninum þykir ekki boðlegt að valdamenn hegði sér svona gagnvart fjölmiðlum. „Innanríkisráðherra ætti að líta sér nær áður en hún sakar aðra um pólitíska leiki,“ eru lokaorð færslunnar. DV hefur alveg síðan fréttir voru fyrst fluttar af málinu staðið við fréttaflutning sinn. Hanna Birna kveðst aftur á móti ekkert hafa gert rangt í málinu. Færsluna má sjá hér að neðan í fullri lengd: Post by Jóhann Páll Jóhannsson.
Lekamálið Tengdar fréttir Hanna Birna um DV: Ég held að þeir trúi þessu Innanríkisráðherra segir fréttaflutning miðilsins af lekamálinu ósanngjarnan og meiðandi. 3. ágúst 2014 12:22 Reynir segir ráðherra hafa farið fram á að blaðamenn yrðu reknir „Ég mun standa með þessum strákum fram í rauðan dauðann,“ segir ritstjóri DV. 3. ágúst 2014 14:24 Hanna Birna segist hafa rætt rannsókn lekamáls við Stefán Innanríkisráðherra hefur svarað bréfi umboðsmanns. Segist ráðherrann hafa átt fjóra "almenna" fundi með lögreglustjóranum um rannsókn lekamálsins svokallaða. 1. ágúst 2014 15:54 Stefán: „Mér þykir ekkert óþægilegt að tala við ráðherra“ Fráfarandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu gerir engar athugasemdir við frásögn innanríkisráðherra af samskiptum þeirra tveggja. 2. ágúst 2014 08:30 Hanna Birna í Sprengisandi: Hvaða hag ætti ég að hafa af þessu máli? Innanríkisráðherra segist ekki hafa nokkura hugmynd um hver lak skjali úr ráðuneytinu. Það sé ekki óeðlilegt að aðstoðarmaður hennar hafi verið í samskiptum við fjölmiðla áður en fréttir birtust um Tony Omos. 3. ágúst 2014 11:48 „Ég hef aldrei íhugað að segja af mér“ Hanna Birna Kristjánsdóttir í ítalegu viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. 2. ágúst 2014 16:15 Hefur íhugað að hætta í stjórnmálum vegna lekamálsins Lekamálið er ljótur pólitískur leikur að mati Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. 2. ágúst 2014 19:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
Hanna Birna um DV: Ég held að þeir trúi þessu Innanríkisráðherra segir fréttaflutning miðilsins af lekamálinu ósanngjarnan og meiðandi. 3. ágúst 2014 12:22
Reynir segir ráðherra hafa farið fram á að blaðamenn yrðu reknir „Ég mun standa með þessum strákum fram í rauðan dauðann,“ segir ritstjóri DV. 3. ágúst 2014 14:24
Hanna Birna segist hafa rætt rannsókn lekamáls við Stefán Innanríkisráðherra hefur svarað bréfi umboðsmanns. Segist ráðherrann hafa átt fjóra "almenna" fundi með lögreglustjóranum um rannsókn lekamálsins svokallaða. 1. ágúst 2014 15:54
Stefán: „Mér þykir ekkert óþægilegt að tala við ráðherra“ Fráfarandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu gerir engar athugasemdir við frásögn innanríkisráðherra af samskiptum þeirra tveggja. 2. ágúst 2014 08:30
Hanna Birna í Sprengisandi: Hvaða hag ætti ég að hafa af þessu máli? Innanríkisráðherra segist ekki hafa nokkura hugmynd um hver lak skjali úr ráðuneytinu. Það sé ekki óeðlilegt að aðstoðarmaður hennar hafi verið í samskiptum við fjölmiðla áður en fréttir birtust um Tony Omos. 3. ágúst 2014 11:48
„Ég hef aldrei íhugað að segja af mér“ Hanna Birna Kristjánsdóttir í ítalegu viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. 2. ágúst 2014 16:15
Hefur íhugað að hætta í stjórnmálum vegna lekamálsins Lekamálið er ljótur pólitískur leikur að mati Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. 2. ágúst 2014 19:00