„Aldrei fundið fyrir eins áþreifanlegri sorg“ Atli Ísleifsson skrifar 14. ágúst 2014 10:03 Ali kom til Íslands í júnímánuði 2012 og fór meðal annars með Sveini Rúnari og fjölskyldu hans í Borgarfjörðinn. Á myndinni til hægri sést Ali njóta náttúrunnar í Jafnaskarði. Vísir/Sveinn Rúnar Hauksson „Ég held að ég hafi aldrei fundið fyrir meiri sorg og eins áþreifanlegri eins og að missa Ali,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson formaður félagsins Ísland-Palestína. Ali Abu Afash, einn besti vinur Sveins Rúnars á Gasa, lést þegar sprengja sprakk á Gasa í gær. „Hann var mér mjög nákominn og við vorum í daglegu sambandi.“ Sveinn Rúnar segist í samtali við Vísi hafa kynnst Ali fyrir fimm árum. „Þá starfaði hann fyrir heilsustarfsnefndirnar á Gasa sem reka sjúkrahús, heilsugæslustöðvar og fleira og félagið Ísland-Palestína hefur stutt. Hann var aðstoðarmaður framkvæmdastjórans, sá um heimasíðuna en var jafnframt í gestamóttöku. Þannig kynntist ég honum fyrst og hann fór með mig á staði og sýndi mér spítala og heilsugæslustöðvar sem mig langaði til að sjá.“ Sveinn Rúnar segir að strax hafi sprottið upp góð vinátta milli hans og Ali. „Það var strax alveg einstakt samband því hann var svo næmur og vissi eiginlega hvað ég ætlaði að segja áður en ég sagði það. Vissi hvað það var sem mig vantaði áður en ég bað um það. Þetta varð til þess að ég gaf honum gælunafnið Ali Baba því þetta voru næstum eins og töfrar. Hann tók því bara vel og hló að því.“Eiginkona Ali við lík manns síns.Lætur eftir sig eiginkonu og tvær ungar dætur Ali hafði starfað fyrir Doha Center for Media Freedom að undanförnu þar sem hann aðstoðaði norrænar sjónvarpsstöðvar í upptökum og náði viðtölum við fólk sem máli skiptir. „Það var greinilega gert það sama þar, því þeir voru líka farnir að kalla hann Ali Baba. Hann hló mikið að þessu,“ segir Sveinn Rúnar. Sveinn Rúnar segir Ali upphaflega hafa lært flugvélaverkfræði en síðar farið í upplýsingatæknina en það hafi fyrst og fremst verið hans mannlegu eiginlegar sem skiptu máli. „Ali lætur eftir sig unga konu sem er barnalæknir og tvær dætur, fimm ára og tveggja ára, foreldra, systkinahóp, stóra fjölskyldu. Þau bjuggu öll saman í húsi sem ég kom oft í, á þriðju hæð. Foreldrar hans voru á annarri hæð og ógiftar systur hans. Á fjórðu hæðinni var eldri bróðir hans og Muhammed, yngri bróðir hans, á þeirri fyrstu.“ Að sögn Sveins Rúnars hafði fjölgað skyndilega hjá þeim þar sem þrjátíu manna tengdafjölskylda bættist við á fyrstu hæðina þegar þau þurftu að flýja loftárásir á norðurhlutanum. „Þau sluppu öll lifandi áður en húsið þeirra var eyðilagt. Síðan þurftu þau að rýma húsið þar sem Ali átti heima, en húsið varð fyrir skemmdum í árás. Þau sluppu þó öll lifandi og fluttu til systur hans og annars ættfólks.“Ali Abu Afash heitinn.Áttu góðar stundir á Íslandi Sveinn Rúnar segir að Ali hafi verið að fylgja erlendum fréttamönnum þegar sprengja sprakk og hann lést ásamt tveimur öðrum. Hafi fréttamennirnir verið að fylgja þriggja manna hópi sem aftengir sprengjur sem Ísraelsher hefur varpað en sprengjurnar ekki sprungið. „Þær skapa mjög mikla hættu. Þeir eru sem sagt að koma úr einni slíkri aðgerð þegar sprengja springur af slíkum krafti að það deyja þarna þrír, Ali og ítalskur blaðamaður frá AP þeirra á meðal.“ Sveinn Rúnar segir frá því að Ali hafi komið til Íslands í byrjun júní 2012 og átt yndislega daga með Sveini og fjölskyldu hans. „Við fórum með hann upp í Borgarfjörð og hann naut náttúrufegurðarinnar í Jafnaskarði og víðar. Við fórum í bústaðinn í Heyholti og hann naut fjallanna og var hjá okkur í vikutíma.“ Loftárásir Ísraelshers hafa nú staðið yfir í rúmar fimm vikur og segir Sveinn Rúnar að „afleiðingar þessarar grimmdar blasi núna við, því fólk getur farið um. Fimm daga vopnahlé stendur nú yfir og eyðileggingin er ólýsanleg. Mannslífin eru rétt um tvö þúsund sem hafa orðið fyrir þessum sprengju- og eldflaugaárásum. Þar af eru 469 börn, yfir sex þúsund heimili sem hafa verið gjöreyðilögð og síðan eru það skólarnir, heilsugæslustöðvar, spítalarnir, bænahús sem hafa ýmist eyðilagst eða skemmst. Það er vart hægt að lýsa þessu. Það liggur fyrir geysilegt endurreisnarstarf.“ Post by Sveinn Runar Hauksson. Post by Sveinn Runar Hauksson. Post by Sveinn Runar Hauksson. Gasa Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira
„Ég held að ég hafi aldrei fundið fyrir meiri sorg og eins áþreifanlegri eins og að missa Ali,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson formaður félagsins Ísland-Palestína. Ali Abu Afash, einn besti vinur Sveins Rúnars á Gasa, lést þegar sprengja sprakk á Gasa í gær. „Hann var mér mjög nákominn og við vorum í daglegu sambandi.“ Sveinn Rúnar segist í samtali við Vísi hafa kynnst Ali fyrir fimm árum. „Þá starfaði hann fyrir heilsustarfsnefndirnar á Gasa sem reka sjúkrahús, heilsugæslustöðvar og fleira og félagið Ísland-Palestína hefur stutt. Hann var aðstoðarmaður framkvæmdastjórans, sá um heimasíðuna en var jafnframt í gestamóttöku. Þannig kynntist ég honum fyrst og hann fór með mig á staði og sýndi mér spítala og heilsugæslustöðvar sem mig langaði til að sjá.“ Sveinn Rúnar segir að strax hafi sprottið upp góð vinátta milli hans og Ali. „Það var strax alveg einstakt samband því hann var svo næmur og vissi eiginlega hvað ég ætlaði að segja áður en ég sagði það. Vissi hvað það var sem mig vantaði áður en ég bað um það. Þetta varð til þess að ég gaf honum gælunafnið Ali Baba því þetta voru næstum eins og töfrar. Hann tók því bara vel og hló að því.“Eiginkona Ali við lík manns síns.Lætur eftir sig eiginkonu og tvær ungar dætur Ali hafði starfað fyrir Doha Center for Media Freedom að undanförnu þar sem hann aðstoðaði norrænar sjónvarpsstöðvar í upptökum og náði viðtölum við fólk sem máli skiptir. „Það var greinilega gert það sama þar, því þeir voru líka farnir að kalla hann Ali Baba. Hann hló mikið að þessu,“ segir Sveinn Rúnar. Sveinn Rúnar segir Ali upphaflega hafa lært flugvélaverkfræði en síðar farið í upplýsingatæknina en það hafi fyrst og fremst verið hans mannlegu eiginlegar sem skiptu máli. „Ali lætur eftir sig unga konu sem er barnalæknir og tvær dætur, fimm ára og tveggja ára, foreldra, systkinahóp, stóra fjölskyldu. Þau bjuggu öll saman í húsi sem ég kom oft í, á þriðju hæð. Foreldrar hans voru á annarri hæð og ógiftar systur hans. Á fjórðu hæðinni var eldri bróðir hans og Muhammed, yngri bróðir hans, á þeirri fyrstu.“ Að sögn Sveins Rúnars hafði fjölgað skyndilega hjá þeim þar sem þrjátíu manna tengdafjölskylda bættist við á fyrstu hæðina þegar þau þurftu að flýja loftárásir á norðurhlutanum. „Þau sluppu öll lifandi áður en húsið þeirra var eyðilagt. Síðan þurftu þau að rýma húsið þar sem Ali átti heima, en húsið varð fyrir skemmdum í árás. Þau sluppu þó öll lifandi og fluttu til systur hans og annars ættfólks.“Ali Abu Afash heitinn.Áttu góðar stundir á Íslandi Sveinn Rúnar segir að Ali hafi verið að fylgja erlendum fréttamönnum þegar sprengja sprakk og hann lést ásamt tveimur öðrum. Hafi fréttamennirnir verið að fylgja þriggja manna hópi sem aftengir sprengjur sem Ísraelsher hefur varpað en sprengjurnar ekki sprungið. „Þær skapa mjög mikla hættu. Þeir eru sem sagt að koma úr einni slíkri aðgerð þegar sprengja springur af slíkum krafti að það deyja þarna þrír, Ali og ítalskur blaðamaður frá AP þeirra á meðal.“ Sveinn Rúnar segir frá því að Ali hafi komið til Íslands í byrjun júní 2012 og átt yndislega daga með Sveini og fjölskyldu hans. „Við fórum með hann upp í Borgarfjörð og hann naut náttúrufegurðarinnar í Jafnaskarði og víðar. Við fórum í bústaðinn í Heyholti og hann naut fjallanna og var hjá okkur í vikutíma.“ Loftárásir Ísraelshers hafa nú staðið yfir í rúmar fimm vikur og segir Sveinn Rúnar að „afleiðingar þessarar grimmdar blasi núna við, því fólk getur farið um. Fimm daga vopnahlé stendur nú yfir og eyðileggingin er ólýsanleg. Mannslífin eru rétt um tvö þúsund sem hafa orðið fyrir þessum sprengju- og eldflaugaárásum. Þar af eru 469 börn, yfir sex þúsund heimili sem hafa verið gjöreyðilögð og síðan eru það skólarnir, heilsugæslustöðvar, spítalarnir, bænahús sem hafa ýmist eyðilagst eða skemmst. Það er vart hægt að lýsa þessu. Það liggur fyrir geysilegt endurreisnarstarf.“ Post by Sveinn Runar Hauksson. Post by Sveinn Runar Hauksson. Post by Sveinn Runar Hauksson.
Gasa Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira