Íhugar alvarlega að kæra Gylfa fyrir hatursáróður Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. ágúst 2014 12:59 Gylfi sakar Hinsegin daga um að kenna börnum að það sé eðlilegt að vera óeðlilegur. Vísir/Vilhelm/ANTON „Það fauk svolítið í mig þarna þegar ég sá ummælin hans,“ segir Kristín Sævarsdóttir, stjórnarmeðlimur Hinsegin Daga, sem íhugar nú að lögsækja tónlistarmanninn Gylfa Ægisson fyrir ærumeiðandi ummæli í garð samkynhneigðra. Kristín greindi frá þessu fyrst í færslu á Facebook-síðu sinni nú á miðvikudag þar sem hún sagðist „alvarlega vera að hugsa um að kæra Gylfa fyrir að vega að mannorði sínu og félaga sinna í Hinsegin dögum í Reykjavík með því að bendla þau við barnaníð og saka þau um heilaþvott.“ Færslan fékk töluverða athygli; á annað hundrað manns líkuðu við færsluna og rúmlega tuttugu manns lýstu stuðningi sínum við hugmyndina, þar á meðal Margrét Gauja Magnúsdóttir fyrrverandi forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði og borgarfulltrúinn Björk Vilhelmsdóttir.Kristín vísar í færslu sinni í ummæli Gylfa, sem sjá má hér að neðan, þar sem tónlistarmaðurinn segir meðal annars að „Barnaníðingar sem misnota börn kynferðislega eru djöflar í mannsmynd sama hvaða trú þeir stunda“ í sömu anddrá og hann sakar Hinsegin daga um að hafa í skjóli yfirvalda heilaþvegið börn í fjölda ára.Ummæli Gylfa sem Kristín vísar í.„Það eru margir búnir að skora á mig að kæra Gyfla því það eru lög í landinu sem taka fyrir allan slíkan hatursáróður gegn ýmsum hópum,“ segir Kristín og vísar þar til 233 greinar almennra hegningarlaga. Þar stendur: [233. gr. a. Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á [mann eða hóp manna]1) vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, [kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar]1) sæti sektum …2) eða fangelsi allt að 2 árum.]3) Hún hefur þó ekki tekið endilega ákvörðun um hvort af ákærunni verður eða ekki. „En það sem situr eftir eru hvað þetta eru ljót skilaboð sem hann er að senda ungu fólki, þá bæði ungmennum sem eru að horfast í augu við að vera samkynhneigð og líka bara börnum sem eiga samkynhneigða ástvini,“ segir Kristín. Hún ætli að hugsa málið í góðu tómi áður en næstu skref verða tekin í málinu. „Það er svo mikið hatur þarna og heift að kannski er ekkert sniðugt að vera að ýfa þetta upp með því að beina athygli að þessum ummælum.“Gylfi íhugaði að leggja fram kæru í fyrraÞetta er ekki í fyrsta sinn sem málaferli hafa borist í tal í tengslum við Gleðigönguna en Gylfi Ægisson íhugaði sjálfur að leggja fram kæru á hendur Hinsegin daga í fyrra eins og frægt er orðið. Frá því greindi hann á Facebook-síðu sinni í september á síðasta ári og sagði hann kæruna lagða fram vegna „klámfenginna orða sem áttu að hafa borist í eyru lítilla barna á Gay Pride 2013“. Meðal sönnunargagna sem Gylfi lagði fram voru ljósmyndir frá hátíðinni og skrif einstaklings sem Gylfi segir að hafi „farið með börnin sín burt frá ósómanum“. Þá sýndi Gylfi einnig ljósmynd af karlmanni í leðurbuxum „opnum að framan og sást í brókina og falið typpið þar bak við“ Kristín blæs á allt tal um klámvæðingu á Hinsegin dögum. „Það er miklu meiri klámvæðing í öllum tónlistarmyndböndum sem þú finnur á netinu og í fjölmiðlum. Þetta er auðvitað bara gleðiganga og fjölskylduviðburður fyrir alla aldurshópa þannig að mér finnast þessi ummælin hans algjörlega skot fyrir neðan mitti.“ Facebook-færslu Kristínar má sjá hér að neðan. Post by Kristín Sævarsdóttir. Hinsegin Tengdar fréttir „Vona að ástvinir skilji síðar að ég er að berjast fyrir réttlæti“ "Ég hef ekkert á móti þessari göngu, og ég hef ekkert á móti hommum og lesbíum," segir Gylfi Ægisson tónlistarmaður sem hefur vakið mikla athygli á síðustu vikum vegna afstöðu sinnar til Hinsegin daga. 11. september 2013 16:33 Gylfi Ægisson kærir vegna gleðigöngu Segist fá vikufrest frá lögreglu til að afla frekari sönnunargagna. 11. september 2013 06:45 Gylfi kærir rangan aðila Anna Pála Sverrisdóttir, formaður samtakana 78, segir kæru Gylfa Ægissonar ekki svaraverða. 11. september 2013 10:53 „Orðið helvíti hart þegar farið er að troða typpasleikjóum upp í börnin.“ Gylfi Ægisson í viðtali við Harmageddon. 9. október 2013 12:46 Lögreglan neitar að rannsaka kæru Gylfa Gylfi Ægisson tónlistarmaður kærði Hinsegin daga en fór bónleiður til búðar – lögreglan ætlar ekkert að aðhafast í málinu. 28. nóvember 2013 14:57 Gylfi gerði mistök en kærði rétt Gylfi segist hafa farið með rangt mál en lagt fram kæru gegn Hinsegin dögum. 11. september 2013 13:17 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
„Það fauk svolítið í mig þarna þegar ég sá ummælin hans,“ segir Kristín Sævarsdóttir, stjórnarmeðlimur Hinsegin Daga, sem íhugar nú að lögsækja tónlistarmanninn Gylfa Ægisson fyrir ærumeiðandi ummæli í garð samkynhneigðra. Kristín greindi frá þessu fyrst í færslu á Facebook-síðu sinni nú á miðvikudag þar sem hún sagðist „alvarlega vera að hugsa um að kæra Gylfa fyrir að vega að mannorði sínu og félaga sinna í Hinsegin dögum í Reykjavík með því að bendla þau við barnaníð og saka þau um heilaþvott.“ Færslan fékk töluverða athygli; á annað hundrað manns líkuðu við færsluna og rúmlega tuttugu manns lýstu stuðningi sínum við hugmyndina, þar á meðal Margrét Gauja Magnúsdóttir fyrrverandi forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði og borgarfulltrúinn Björk Vilhelmsdóttir.Kristín vísar í færslu sinni í ummæli Gylfa, sem sjá má hér að neðan, þar sem tónlistarmaðurinn segir meðal annars að „Barnaníðingar sem misnota börn kynferðislega eru djöflar í mannsmynd sama hvaða trú þeir stunda“ í sömu anddrá og hann sakar Hinsegin daga um að hafa í skjóli yfirvalda heilaþvegið börn í fjölda ára.Ummæli Gylfa sem Kristín vísar í.„Það eru margir búnir að skora á mig að kæra Gyfla því það eru lög í landinu sem taka fyrir allan slíkan hatursáróður gegn ýmsum hópum,“ segir Kristín og vísar þar til 233 greinar almennra hegningarlaga. Þar stendur: [233. gr. a. Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á [mann eða hóp manna]1) vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, [kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar]1) sæti sektum …2) eða fangelsi allt að 2 árum.]3) Hún hefur þó ekki tekið endilega ákvörðun um hvort af ákærunni verður eða ekki. „En það sem situr eftir eru hvað þetta eru ljót skilaboð sem hann er að senda ungu fólki, þá bæði ungmennum sem eru að horfast í augu við að vera samkynhneigð og líka bara börnum sem eiga samkynhneigða ástvini,“ segir Kristín. Hún ætli að hugsa málið í góðu tómi áður en næstu skref verða tekin í málinu. „Það er svo mikið hatur þarna og heift að kannski er ekkert sniðugt að vera að ýfa þetta upp með því að beina athygli að þessum ummælum.“Gylfi íhugaði að leggja fram kæru í fyrraÞetta er ekki í fyrsta sinn sem málaferli hafa borist í tal í tengslum við Gleðigönguna en Gylfi Ægisson íhugaði sjálfur að leggja fram kæru á hendur Hinsegin daga í fyrra eins og frægt er orðið. Frá því greindi hann á Facebook-síðu sinni í september á síðasta ári og sagði hann kæruna lagða fram vegna „klámfenginna orða sem áttu að hafa borist í eyru lítilla barna á Gay Pride 2013“. Meðal sönnunargagna sem Gylfi lagði fram voru ljósmyndir frá hátíðinni og skrif einstaklings sem Gylfi segir að hafi „farið með börnin sín burt frá ósómanum“. Þá sýndi Gylfi einnig ljósmynd af karlmanni í leðurbuxum „opnum að framan og sást í brókina og falið typpið þar bak við“ Kristín blæs á allt tal um klámvæðingu á Hinsegin dögum. „Það er miklu meiri klámvæðing í öllum tónlistarmyndböndum sem þú finnur á netinu og í fjölmiðlum. Þetta er auðvitað bara gleðiganga og fjölskylduviðburður fyrir alla aldurshópa þannig að mér finnast þessi ummælin hans algjörlega skot fyrir neðan mitti.“ Facebook-færslu Kristínar má sjá hér að neðan. Post by Kristín Sævarsdóttir.
Hinsegin Tengdar fréttir „Vona að ástvinir skilji síðar að ég er að berjast fyrir réttlæti“ "Ég hef ekkert á móti þessari göngu, og ég hef ekkert á móti hommum og lesbíum," segir Gylfi Ægisson tónlistarmaður sem hefur vakið mikla athygli á síðustu vikum vegna afstöðu sinnar til Hinsegin daga. 11. september 2013 16:33 Gylfi Ægisson kærir vegna gleðigöngu Segist fá vikufrest frá lögreglu til að afla frekari sönnunargagna. 11. september 2013 06:45 Gylfi kærir rangan aðila Anna Pála Sverrisdóttir, formaður samtakana 78, segir kæru Gylfa Ægissonar ekki svaraverða. 11. september 2013 10:53 „Orðið helvíti hart þegar farið er að troða typpasleikjóum upp í börnin.“ Gylfi Ægisson í viðtali við Harmageddon. 9. október 2013 12:46 Lögreglan neitar að rannsaka kæru Gylfa Gylfi Ægisson tónlistarmaður kærði Hinsegin daga en fór bónleiður til búðar – lögreglan ætlar ekkert að aðhafast í málinu. 28. nóvember 2013 14:57 Gylfi gerði mistök en kærði rétt Gylfi segist hafa farið með rangt mál en lagt fram kæru gegn Hinsegin dögum. 11. september 2013 13:17 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
„Vona að ástvinir skilji síðar að ég er að berjast fyrir réttlæti“ "Ég hef ekkert á móti þessari göngu, og ég hef ekkert á móti hommum og lesbíum," segir Gylfi Ægisson tónlistarmaður sem hefur vakið mikla athygli á síðustu vikum vegna afstöðu sinnar til Hinsegin daga. 11. september 2013 16:33
Gylfi Ægisson kærir vegna gleðigöngu Segist fá vikufrest frá lögreglu til að afla frekari sönnunargagna. 11. september 2013 06:45
Gylfi kærir rangan aðila Anna Pála Sverrisdóttir, formaður samtakana 78, segir kæru Gylfa Ægissonar ekki svaraverða. 11. september 2013 10:53
„Orðið helvíti hart þegar farið er að troða typpasleikjóum upp í börnin.“ Gylfi Ægisson í viðtali við Harmageddon. 9. október 2013 12:46
Lögreglan neitar að rannsaka kæru Gylfa Gylfi Ægisson tónlistarmaður kærði Hinsegin daga en fór bónleiður til búðar – lögreglan ætlar ekkert að aðhafast í málinu. 28. nóvember 2013 14:57
Gylfi gerði mistök en kærði rétt Gylfi segist hafa farið með rangt mál en lagt fram kæru gegn Hinsegin dögum. 11. september 2013 13:17