Fjárlög 2015 – er breytinga að vænta? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 27. ágúst 2014 14:00 Fjármálastefna hins opinbera gegnir mikilvægu hagstjórnarhlutverki. Á síðastliðnum áratugum hafa útgjöld hins opinbera vaxið meira á Íslandi en í öðrum iðnvæddum ríkjum og eru þau með því mesta sem gerist. Á síðasta ári voru opinber útgjöld 46% af vergri landsframleiðslu, verulegum hluta eftirspurnar í hagkerfinu er þannig stýrt af hinu opinbera.Reynast oft marklítil Á hverju hausti eru fjárlög næsta árs lögð fram og innihalda þau ítarlega útfærslu á stefnu stjórnvalda í fjármálum ríkissjóðs. Þar kemur fram hversu stóran hluta þjóðartekna ríkið ætlar að taka til sín í formi skatta og innan hvaða ramma útgjöldin eigi að falla. Því miður er reynslan sú að fjárlögin reynast oftast marklítil. Nánast undantekningalaust eyðir ríkissjóður umfram fjárheimildir fjárlaga og jafnvel þó að brugðist sé við með því að veita auknar heimildir til útgjalda í fjáraukalögum verður niðurstaðan í flestum tilvikum sú að útgjöldin vaxa umfram heimildir. Framúrkeyrsla ríkisútgjalda er viðtekin venja sem einskorðast ekki við mögur ár ríkissjóðs í kjölfar bankahruns heldur á sér langa sögu. Á þensluárunum 2004-2007 var t.a.m. umframkeyrsla ríkisútgjalda frá fjárlögum að meðaltali 7% á ári og hefur verið á svipuðum slóðum síðan. Í ársbyrjun 2009 settu stjórnvöld fram fjögurra ára rammaáætlun til að koma á jafnvægi í ríkisrekstri. Tilgangur þess að lögð var fram áætlun til nokkurra ára var að tryggja aðhald og festu í útgjaldastýringu ríkisins. Áætlunin gekk út á að aðlögunarþörfinni yrði mætt með blandaðri leið skattahækkana og niðurskurðar. Skemmst er frá því að segja að áætlunin gekk ekki eftir, umframkeyrsla ríkisútgjalda hélt áfram og lengri tíma tók að ná jöfnuði í ríkisrekstri en lagt var upp með. Á endanum voru það skattahækkanir sem vörðuðu leiðina að hallalausum fjárlögum og þrátt fyrir að jafnvægi hafi nú náðst milli útgjalda og tekna ríkisins er ekki þar með sagt að aðlöguninni sé lokið. Ríkissjóður skuldar í dag ríflega heila landsframleiðslu og vaxtabyrðin er of þung. Til að setja þetta í samhengi jafngildir vaxtakostnaður ríkissjóðs öllum þeim viðbótartekjum sem ríkið hefur fengið úr skattahækkunum á fyrirtæki og einstaklinga á síðustu árum. Það gefur því augaleið að mikilvægt er að svigrúm skapist í rekstri ríkissjóðs á næstu árum til að ráðast í niðurgreiðslu skulda. Að öðrum kosti mun vaxtakostnaður verða ríkissjóði slík byrði að það mun koma verulega niður á möguleikum stjórnvalda til þess að t.d. að minnka álögur eða bregðast við áföllum um komandi framtíð.Viðkvæm staða ríkissjóðs Hvers má vænta af fjárlögum 2015? Langtímaáætlanir stjórnvalda sem lagðar voru til grundvallar síðustu fjárlaga bera því miður ekki vott um róttækar breytingar í rekstri ríkissjóðs. Þvert á móti er gert ráð fyrir „hóflegri útgjaldaaukningu“ á komandi árum en lítilsháttar afgangi á rekstri vegna aukinna tekna. Ekki er gert ráð fyrir að skuldir verði greiddar niður heldur er treyst á að skuldahlutfallið lækki samfara verðbólgu og auknum hagvexti. Full ástæða er hins vegar til að hafa áhyggjur af skuldastöðunni en komi til bakslags í hagkerfinu gæti hún fljótt orðið ósjálfbær. Staðan á ríkissjóði er viðkvæm og er einstaklega mikilvægt nú að fjárlögin sem lögð verða fram í haust sýni meira aðhald heldur en lagt hefur verið upp með í fyrri áætlunum. Ennfremur sýnir reynslan að háleit markmið duga ekki ein og sér. Tryggja þarf að markmiðunum verði framfylgt og er það ekki síður það verkefni sem mikilvægast er að ríkisstjórnin einhendi sér í. Í nýju frumvarpi til laga um opinber fjármál er lagt til að tekin verði upp tvískipt fjármálaregla sem nær bæði til afkomu og skulda hins opinbera. Eins og fram hefur komið eru vandamál ríkissjóðs að mestu bundin við agaleysi á útgjaldahlið. Tekjur ríkissjóðs hafa oft á tíðum verið miklar, t.a.m. á þenslutímum, og hefur ríkissjóður þá getað skilað ágætis afkomu þrátt fyrir mikinn vöxt útgjalda. Slík þróun er ekki sjálfbær og til að fyrirbyggja áframhaldandi útgjaldavöxt hins opinbera væri skref í rétta átt að lögfesta útgjaldareglu samhliða þeim tillögum sem koma fram í frumvarpinu. Á endanum er þetta hins vegar spurning um hvort pólitískur vilji sé til bættra vinnubragða eða hvort menn ætli að taka sénsinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Fjármálastefna hins opinbera gegnir mikilvægu hagstjórnarhlutverki. Á síðastliðnum áratugum hafa útgjöld hins opinbera vaxið meira á Íslandi en í öðrum iðnvæddum ríkjum og eru þau með því mesta sem gerist. Á síðasta ári voru opinber útgjöld 46% af vergri landsframleiðslu, verulegum hluta eftirspurnar í hagkerfinu er þannig stýrt af hinu opinbera.Reynast oft marklítil Á hverju hausti eru fjárlög næsta árs lögð fram og innihalda þau ítarlega útfærslu á stefnu stjórnvalda í fjármálum ríkissjóðs. Þar kemur fram hversu stóran hluta þjóðartekna ríkið ætlar að taka til sín í formi skatta og innan hvaða ramma útgjöldin eigi að falla. Því miður er reynslan sú að fjárlögin reynast oftast marklítil. Nánast undantekningalaust eyðir ríkissjóður umfram fjárheimildir fjárlaga og jafnvel þó að brugðist sé við með því að veita auknar heimildir til útgjalda í fjáraukalögum verður niðurstaðan í flestum tilvikum sú að útgjöldin vaxa umfram heimildir. Framúrkeyrsla ríkisútgjalda er viðtekin venja sem einskorðast ekki við mögur ár ríkissjóðs í kjölfar bankahruns heldur á sér langa sögu. Á þensluárunum 2004-2007 var t.a.m. umframkeyrsla ríkisútgjalda frá fjárlögum að meðaltali 7% á ári og hefur verið á svipuðum slóðum síðan. Í ársbyrjun 2009 settu stjórnvöld fram fjögurra ára rammaáætlun til að koma á jafnvægi í ríkisrekstri. Tilgangur þess að lögð var fram áætlun til nokkurra ára var að tryggja aðhald og festu í útgjaldastýringu ríkisins. Áætlunin gekk út á að aðlögunarþörfinni yrði mætt með blandaðri leið skattahækkana og niðurskurðar. Skemmst er frá því að segja að áætlunin gekk ekki eftir, umframkeyrsla ríkisútgjalda hélt áfram og lengri tíma tók að ná jöfnuði í ríkisrekstri en lagt var upp með. Á endanum voru það skattahækkanir sem vörðuðu leiðina að hallalausum fjárlögum og þrátt fyrir að jafnvægi hafi nú náðst milli útgjalda og tekna ríkisins er ekki þar með sagt að aðlöguninni sé lokið. Ríkissjóður skuldar í dag ríflega heila landsframleiðslu og vaxtabyrðin er of þung. Til að setja þetta í samhengi jafngildir vaxtakostnaður ríkissjóðs öllum þeim viðbótartekjum sem ríkið hefur fengið úr skattahækkunum á fyrirtæki og einstaklinga á síðustu árum. Það gefur því augaleið að mikilvægt er að svigrúm skapist í rekstri ríkissjóðs á næstu árum til að ráðast í niðurgreiðslu skulda. Að öðrum kosti mun vaxtakostnaður verða ríkissjóði slík byrði að það mun koma verulega niður á möguleikum stjórnvalda til þess að t.d. að minnka álögur eða bregðast við áföllum um komandi framtíð.Viðkvæm staða ríkissjóðs Hvers má vænta af fjárlögum 2015? Langtímaáætlanir stjórnvalda sem lagðar voru til grundvallar síðustu fjárlaga bera því miður ekki vott um róttækar breytingar í rekstri ríkissjóðs. Þvert á móti er gert ráð fyrir „hóflegri útgjaldaaukningu“ á komandi árum en lítilsháttar afgangi á rekstri vegna aukinna tekna. Ekki er gert ráð fyrir að skuldir verði greiddar niður heldur er treyst á að skuldahlutfallið lækki samfara verðbólgu og auknum hagvexti. Full ástæða er hins vegar til að hafa áhyggjur af skuldastöðunni en komi til bakslags í hagkerfinu gæti hún fljótt orðið ósjálfbær. Staðan á ríkissjóði er viðkvæm og er einstaklega mikilvægt nú að fjárlögin sem lögð verða fram í haust sýni meira aðhald heldur en lagt hefur verið upp með í fyrri áætlunum. Ennfremur sýnir reynslan að háleit markmið duga ekki ein og sér. Tryggja þarf að markmiðunum verði framfylgt og er það ekki síður það verkefni sem mikilvægast er að ríkisstjórnin einhendi sér í. Í nýju frumvarpi til laga um opinber fjármál er lagt til að tekin verði upp tvískipt fjármálaregla sem nær bæði til afkomu og skulda hins opinbera. Eins og fram hefur komið eru vandamál ríkissjóðs að mestu bundin við agaleysi á útgjaldahlið. Tekjur ríkissjóðs hafa oft á tíðum verið miklar, t.a.m. á þenslutímum, og hefur ríkissjóður þá getað skilað ágætis afkomu þrátt fyrir mikinn vöxt útgjalda. Slík þróun er ekki sjálfbær og til að fyrirbyggja áframhaldandi útgjaldavöxt hins opinbera væri skref í rétta átt að lögfesta útgjaldareglu samhliða þeim tillögum sem koma fram í frumvarpinu. Á endanum er þetta hins vegar spurning um hvort pólitískur vilji sé til bættra vinnubragða eða hvort menn ætli að taka sénsinn.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun