Mikilvægt að innanríkisráðherra hefði ekki afskipti af rannsókn lekamálsins Heimir Már Pétursson skrifar 26. ágúst 2014 17:49 Bjarni sagðist hann ekki hafa lesið bréf umboðsmanns frá í gær. Bjarni Bendiktsson formaður Sjálfstæðisflokknum sagði í þættinum Sprengisandi fyrir rúmri viku, að það skipti sköpum hvort innanríkisráðherra hefði haft óeðlileg afskipti af rannsókn lekamálsins. Í bréfi umboðsmanns Alþingis til innanríkisráðherra í gær, kemur fram að hún hafi gert alls kyns athugasemdir við rannsóknina í fjölmörgum símtölum og á fundum með Stefáni Eiríkssyni fráfarandi lögreglustjóra og m.a. spurt hann hvort rannsóknin gengi ekki of langt. Þá teldi hún að rannsaka þyrfti rannsókn lögreglu og ríkissaksóknara á málinu. Þegar Bjarni var spurður um stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur á Sprengisandi hinn 17. ágúst sagði hann m.a.: "Ég get sagt fyrir mitt leyti, þá skiptir það sköpum í málinu hvort ráðherrann hefur haft beina aðkomu eða með einhverjum hætti óeðlileg afskipti, t.d. hefur verið rætt mikið um það að undanförnu hvort rannsókn málsins hafi fengið að ganga fram án afskipta, það skiptir miklu máli,” sagði Bjarni og er þá spurður: Að hún tali við rannsakandann á leiðinni, á meðan málið er í rannsókn…? „Ástæðan fyrir því að ég nefni þetta er sú að ég tel að það sé ekkert fram komið sem sýni fram á það að ráðherrann eða starfsmenn ráðuneytisins hafi gert neitt annað en að reyna að greiða fyrir því að rannsókn málsins færi fram,“ sagði Bjarni. Þegar Bjarni var spurður um stöðu inanríkisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun, sagðist hann ekki hafa lesið bréf umboðsmanns frá í gær en sagði svo: „Ráðherrann hefur fullt traust til að svara fyrir þessar ásakanir. Hún hefur traust til að gegna sínu embætti. Það hefur ekkert breyst hvað það snertir. Og ég segi bara ekki annað í þessu en að ráðherrann hlýtur að eiga rétt á því að fá að bregðast við, með því að fá tíma til að svara og ég veit að ráðherrann hyggst gera það,“ sagði Bjarni. Umboðsmaður Alþingis hefur gefið innanríkisráðherra frest til 10. september til að svara bréfi hans frá í gær. Lekamálið Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Bjarni Bendiktsson formaður Sjálfstæðisflokknum sagði í þættinum Sprengisandi fyrir rúmri viku, að það skipti sköpum hvort innanríkisráðherra hefði haft óeðlileg afskipti af rannsókn lekamálsins. Í bréfi umboðsmanns Alþingis til innanríkisráðherra í gær, kemur fram að hún hafi gert alls kyns athugasemdir við rannsóknina í fjölmörgum símtölum og á fundum með Stefáni Eiríkssyni fráfarandi lögreglustjóra og m.a. spurt hann hvort rannsóknin gengi ekki of langt. Þá teldi hún að rannsaka þyrfti rannsókn lögreglu og ríkissaksóknara á málinu. Þegar Bjarni var spurður um stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur á Sprengisandi hinn 17. ágúst sagði hann m.a.: "Ég get sagt fyrir mitt leyti, þá skiptir það sköpum í málinu hvort ráðherrann hefur haft beina aðkomu eða með einhverjum hætti óeðlileg afskipti, t.d. hefur verið rætt mikið um það að undanförnu hvort rannsókn málsins hafi fengið að ganga fram án afskipta, það skiptir miklu máli,” sagði Bjarni og er þá spurður: Að hún tali við rannsakandann á leiðinni, á meðan málið er í rannsókn…? „Ástæðan fyrir því að ég nefni þetta er sú að ég tel að það sé ekkert fram komið sem sýni fram á það að ráðherrann eða starfsmenn ráðuneytisins hafi gert neitt annað en að reyna að greiða fyrir því að rannsókn málsins færi fram,“ sagði Bjarni. Þegar Bjarni var spurður um stöðu inanríkisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun, sagðist hann ekki hafa lesið bréf umboðsmanns frá í gær en sagði svo: „Ráðherrann hefur fullt traust til að svara fyrir þessar ásakanir. Hún hefur traust til að gegna sínu embætti. Það hefur ekkert breyst hvað það snertir. Og ég segi bara ekki annað í þessu en að ráðherrann hlýtur að eiga rétt á því að fá að bregðast við, með því að fá tíma til að svara og ég veit að ráðherrann hyggst gera það,“ sagði Bjarni. Umboðsmaður Alþingis hefur gefið innanríkisráðherra frest til 10. september til að svara bréfi hans frá í gær.
Lekamálið Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira