Stefán leitaði til ríkissaksóknara Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. ágúst 2014 12:15 Stefán Eiríksson fráfarandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Valli Stefán Eiríksson, fráfarandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafði samband við ríkissaksóknara þar sem fyrirspurnir ráðherra hafi verið á þann veg að hann þurfti að afla upplýsinga um rannsóknina á lekamálinu. Þetta kemur fram í þriðja bréfi umboðsmanns Alþingis til innanríkisráðherra. Stefán segist ekki muna eftir tilefni fundar síns með Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra þann 18. mars. „Þetta mál hefur án efa borið þar á góma með einhverjum hætti. Síðan koma í kjölfarið, þetta er í mars, í apríl, maí ... einhver fleiri símtöl. Ég man ekki hvað þau voru mörg, eitt, tvö, þrjú, ýmist þannig að hún hringir í mig beint eða ég fæ sms með orðunum „Getur þú hringt“?“ hefur umboðsmaður eftir Stefáni í bréfi sínu til ráðherra. Stefán hafi þá hringt til baka í Hönnu Birnu og svarað ýmsum spurningum hennar. Einhverju sinni hafi verið gerð athugasemd við það þegar lögreglumenn mættu í ráðuneytið án þess að gera boð á undan sér. Þá hafi ráðherra verið mjög ósátt við framgöngu lögreglu og rannsóknir í tengslum við dóm Hæstaréttar í málinu er varðaði blaðamann Mbl.is. „Í einu af þeim samtölum þá er hún mjög ósátt við framgöngu lögreglu og rannsóknir og annað í þeim dúr, og ég bara við því, en hringir svo í mig aftur og óskar eftir að fá að hitta mig bara svona í þeim tilgangi - það var þá á laugardegi sem hún bað mig um að koma og hitta sig ... til þess að undirstrika það að hún sé ekki að reyna að hafa nein áhrif á rannsókn málsins eða annað heldur sé bara að leita eftir svörum við spurningum,“ er haft eftir Stefáni. Hann telur Hönnu Birnu hafa upplifað það þannig að hún væri að fara yfir strikið a.m.k. faglega og líklega í persónulegum samskiptum og viljað hreinsa andrúmsloftið. Fundurinn hafi líklega varað í klukkustund þar sem hann hafi í raun svarað sömu spurningum og áður. Stefán segist í kjölfarið hafa velt fyrir sér hvað hann ætti að gera vegna allra þessara spurninga. Sumar hafi verið þess eðlis að hann hafi þurft að afla upplýsinga um rannsóknina. „Þess vegna hafi hann haft samband við ríkissaksóknara og gert honum grein fyrir því að hann hefði fengið „símtöl frá ráðherra þar sem hún var að gera athugasemdir við ýmsa þætti í rannsókninni og spyrja margvíslegra spurninga og teldi að rannsóknin væri og ítarleg og óskaði eftir upplýsingum um meðferð trúnaðargagna og annað í þeim dúr og líka það, og ég kom því á framfæri við ríkissaksóknara að hún hefði sagt í þessu samtali við mig að þegar þessu máli yrði lokið þá væri það alveg ljóst í hennar huga að það þyrfti að rannsaka rannsókn lögreglu og ríkissaksóknara.“ Aðspurður um hvert tilefni þeirrar rannsóknar væri segir Stefán aðspurður af umboðsmanni: „Ja, þessar athugasemdir hennar um að allt of langt væri gengið og verið að afla alls kyns gagna og setja fram með einhverjum sérkennilegum hætti ýmsa hluti og annað í þeim dúr. Ekki síst út af þessari athugasemd þá hafði ég samband við ríkissaksóknara.“ Lekamálið Tengdar fréttir Sigmundur tekur við málaflokkum Hönnu Birnu Forsætisráðherra mun taka við málaflokkum dóms- og ákæruvalds af innanríkisráðherra. Ríkisstjórninni var tilkynnt um þetta á fundi í dag. 26. ágúst 2014 11:45 Hanna Birna: „Eruð þið ekki að ganga of langt í þessu öllu saman?“ Í þriðja bréfi umboðsmanns Alþingis til innanríkisráðherra kemur fram að ráðherra hafi spurt lögreglustjórann í Reykjavík hvort lögregla væri ekki að ganga of langt í rannsókn sinni á lekamálinu. 26. ágúst 2014 11:18 Stefán segir aðstoðarmenn Hönnu Birnu hafa beðið sig um að neita frétt DV Stefán Eiríksson, fráfarandi lögreglustjóri, tjáði Umboðsmanni Alþingis að aðstoðarmenn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, þau Gísli Freyr Valdórsson og Þórey Vilhelmsdóttir, hafi haft samband við sig og beðið hann um að neita fréttaflutningi DV um samskipti sín við ráðherra. 26. ágúst 2014 11:25 Hanna Birna hjólar í umboðsmann: Íhugar að hætta í stjórnmálum Innanríkisráðherra fer mikinn í yfirlýsingu til fjölmiðla. 26. ágúst 2014 10:41 Segir Hönnu Birnu hafa spurt út í samskipti sín við umboðsmann Alþingis Stefán Eiríksson segir að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hafi spurt sig hvort hann hafi haft samband við umboðsmann Alþingis vegna fyrirspurna umboðsmanns til Hönnu Birnu vegna gruns um óeðlileg samskipti þeirra á milli vegna lögreglurannsóknar á lekamálinu svokallaða. 26. ágúst 2014 11:55 Samskipti ráðherra og lögreglustjóra tekin til formlegrar rannsóknar Umboðsmaður vísar til lagaheimilda sinna um mál þar sem hann verður var við stórvægileg mistök eða afbrot. 26. ágúst 2014 11:42 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Stefán Eiríksson, fráfarandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafði samband við ríkissaksóknara þar sem fyrirspurnir ráðherra hafi verið á þann veg að hann þurfti að afla upplýsinga um rannsóknina á lekamálinu. Þetta kemur fram í þriðja bréfi umboðsmanns Alþingis til innanríkisráðherra. Stefán segist ekki muna eftir tilefni fundar síns með Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra þann 18. mars. „Þetta mál hefur án efa borið þar á góma með einhverjum hætti. Síðan koma í kjölfarið, þetta er í mars, í apríl, maí ... einhver fleiri símtöl. Ég man ekki hvað þau voru mörg, eitt, tvö, þrjú, ýmist þannig að hún hringir í mig beint eða ég fæ sms með orðunum „Getur þú hringt“?“ hefur umboðsmaður eftir Stefáni í bréfi sínu til ráðherra. Stefán hafi þá hringt til baka í Hönnu Birnu og svarað ýmsum spurningum hennar. Einhverju sinni hafi verið gerð athugasemd við það þegar lögreglumenn mættu í ráðuneytið án þess að gera boð á undan sér. Þá hafi ráðherra verið mjög ósátt við framgöngu lögreglu og rannsóknir í tengslum við dóm Hæstaréttar í málinu er varðaði blaðamann Mbl.is. „Í einu af þeim samtölum þá er hún mjög ósátt við framgöngu lögreglu og rannsóknir og annað í þeim dúr, og ég bara við því, en hringir svo í mig aftur og óskar eftir að fá að hitta mig bara svona í þeim tilgangi - það var þá á laugardegi sem hún bað mig um að koma og hitta sig ... til þess að undirstrika það að hún sé ekki að reyna að hafa nein áhrif á rannsókn málsins eða annað heldur sé bara að leita eftir svörum við spurningum,“ er haft eftir Stefáni. Hann telur Hönnu Birnu hafa upplifað það þannig að hún væri að fara yfir strikið a.m.k. faglega og líklega í persónulegum samskiptum og viljað hreinsa andrúmsloftið. Fundurinn hafi líklega varað í klukkustund þar sem hann hafi í raun svarað sömu spurningum og áður. Stefán segist í kjölfarið hafa velt fyrir sér hvað hann ætti að gera vegna allra þessara spurninga. Sumar hafi verið þess eðlis að hann hafi þurft að afla upplýsinga um rannsóknina. „Þess vegna hafi hann haft samband við ríkissaksóknara og gert honum grein fyrir því að hann hefði fengið „símtöl frá ráðherra þar sem hún var að gera athugasemdir við ýmsa þætti í rannsókninni og spyrja margvíslegra spurninga og teldi að rannsóknin væri og ítarleg og óskaði eftir upplýsingum um meðferð trúnaðargagna og annað í þeim dúr og líka það, og ég kom því á framfæri við ríkissaksóknara að hún hefði sagt í þessu samtali við mig að þegar þessu máli yrði lokið þá væri það alveg ljóst í hennar huga að það þyrfti að rannsaka rannsókn lögreglu og ríkissaksóknara.“ Aðspurður um hvert tilefni þeirrar rannsóknar væri segir Stefán aðspurður af umboðsmanni: „Ja, þessar athugasemdir hennar um að allt of langt væri gengið og verið að afla alls kyns gagna og setja fram með einhverjum sérkennilegum hætti ýmsa hluti og annað í þeim dúr. Ekki síst út af þessari athugasemd þá hafði ég samband við ríkissaksóknara.“
Lekamálið Tengdar fréttir Sigmundur tekur við málaflokkum Hönnu Birnu Forsætisráðherra mun taka við málaflokkum dóms- og ákæruvalds af innanríkisráðherra. Ríkisstjórninni var tilkynnt um þetta á fundi í dag. 26. ágúst 2014 11:45 Hanna Birna: „Eruð þið ekki að ganga of langt í þessu öllu saman?“ Í þriðja bréfi umboðsmanns Alþingis til innanríkisráðherra kemur fram að ráðherra hafi spurt lögreglustjórann í Reykjavík hvort lögregla væri ekki að ganga of langt í rannsókn sinni á lekamálinu. 26. ágúst 2014 11:18 Stefán segir aðstoðarmenn Hönnu Birnu hafa beðið sig um að neita frétt DV Stefán Eiríksson, fráfarandi lögreglustjóri, tjáði Umboðsmanni Alþingis að aðstoðarmenn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, þau Gísli Freyr Valdórsson og Þórey Vilhelmsdóttir, hafi haft samband við sig og beðið hann um að neita fréttaflutningi DV um samskipti sín við ráðherra. 26. ágúst 2014 11:25 Hanna Birna hjólar í umboðsmann: Íhugar að hætta í stjórnmálum Innanríkisráðherra fer mikinn í yfirlýsingu til fjölmiðla. 26. ágúst 2014 10:41 Segir Hönnu Birnu hafa spurt út í samskipti sín við umboðsmann Alþingis Stefán Eiríksson segir að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hafi spurt sig hvort hann hafi haft samband við umboðsmann Alþingis vegna fyrirspurna umboðsmanns til Hönnu Birnu vegna gruns um óeðlileg samskipti þeirra á milli vegna lögreglurannsóknar á lekamálinu svokallaða. 26. ágúst 2014 11:55 Samskipti ráðherra og lögreglustjóra tekin til formlegrar rannsóknar Umboðsmaður vísar til lagaheimilda sinna um mál þar sem hann verður var við stórvægileg mistök eða afbrot. 26. ágúst 2014 11:42 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Sigmundur tekur við málaflokkum Hönnu Birnu Forsætisráðherra mun taka við málaflokkum dóms- og ákæruvalds af innanríkisráðherra. Ríkisstjórninni var tilkynnt um þetta á fundi í dag. 26. ágúst 2014 11:45
Hanna Birna: „Eruð þið ekki að ganga of langt í þessu öllu saman?“ Í þriðja bréfi umboðsmanns Alþingis til innanríkisráðherra kemur fram að ráðherra hafi spurt lögreglustjórann í Reykjavík hvort lögregla væri ekki að ganga of langt í rannsókn sinni á lekamálinu. 26. ágúst 2014 11:18
Stefán segir aðstoðarmenn Hönnu Birnu hafa beðið sig um að neita frétt DV Stefán Eiríksson, fráfarandi lögreglustjóri, tjáði Umboðsmanni Alþingis að aðstoðarmenn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, þau Gísli Freyr Valdórsson og Þórey Vilhelmsdóttir, hafi haft samband við sig og beðið hann um að neita fréttaflutningi DV um samskipti sín við ráðherra. 26. ágúst 2014 11:25
Hanna Birna hjólar í umboðsmann: Íhugar að hætta í stjórnmálum Innanríkisráðherra fer mikinn í yfirlýsingu til fjölmiðla. 26. ágúst 2014 10:41
Segir Hönnu Birnu hafa spurt út í samskipti sín við umboðsmann Alþingis Stefán Eiríksson segir að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hafi spurt sig hvort hann hafi haft samband við umboðsmann Alþingis vegna fyrirspurna umboðsmanns til Hönnu Birnu vegna gruns um óeðlileg samskipti þeirra á milli vegna lögreglurannsóknar á lekamálinu svokallaða. 26. ágúst 2014 11:55
Samskipti ráðherra og lögreglustjóra tekin til formlegrar rannsóknar Umboðsmaður vísar til lagaheimilda sinna um mál þar sem hann verður var við stórvægileg mistök eða afbrot. 26. ágúst 2014 11:42