Lekamálið: Breytingarnar kynntar ráðherrum í fyrramálið

Sem kunnugt er hefur Hanna Birna Kristjándóttir innanríkisráðherra beðist undan málaflokkinum í kjölfar þess að aðstoðarmaður hennar, Gísli Freyr Valþórsson, var ákærður í lekamálinu svonefnda. Er Gísli Freyr grunaður um að hafa lekið minnisblaði með viðkvæmum upplýsingum um hælisleitandann Tony Omos til fjölmiðla. Var aðstoðarmaðurinn leystur frá störfum í kjölfar ákærunnar.
Talið er að málaflokkurinn verði áfram á hendi Sjálfstæðismanna frekar en að hann færist til Framsóknarmanna. Óvíst er hvort málaflokkurinn verði á ábyrgð annars ráðherra eða hvort hreinlega tveir ráðherrar skipti um stöðu.
Tengdar fréttir

Ráðherra biðst undan dómsmálum
Innanríkisráðherra hefur farið fram á að vera leystur undan skyldum sínum sem ráðherra dómsmála meðan ákæra gegn Gísla Frey Valdórssyni er til meðferðar hjá dómstólum.

Lekamálið: Ánægðir með skýringar Hönnu Birnu
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra gerði grein fyrir sinni hlið á „lekamálinu“ svo kallaða á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum í gær.

Ráðherra getur verið sóttur til saka
Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, ætlar að segja sig frá málefnum sem hafa með ákæruvald og dómstóla að gera, meðan dómsmál stendur yfir gegn aðstoðarmanni hennar, Gísla Frey Valdórssyni.

Framsókn mun ekki styðja vantrauststillögu á Hönnu Birnu
Enn á eftir að ákveða hver tekur við skyldum Hönnu Birnu.

„Mér finnst blóðhundarnir vilja meira blóð“
„Það er ekki mikið að í íslensku samfélagi ef þetta heldur okkur uppteknum í fjóra mánuði. Það er algjör steypa að þetta sé fyrsta frétt viku eftir viku,“ segir þingflokksformaður Framsóknar.

„Ljóst er að innanríkisráðherra er vanhæf og rúin trausti"
Píratar boða vantrauststillögu á Hönnu Birnu.

Þingnefnd boðar opinn fund um lekamálið
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar boðar opinn fund í nefndinni um lekamálið. Ekkert verði gert til að trufla skoðun Umboðsmanns Alþingis á málinu.