Spáir margra ára hræringum 4. september 2014 10:18 „Þetta á eftir að vara í einhver ár, þessi umbrot, ekki þetta ákveðna eldgos hér. Því lýkur og svo kemur annað og þetta á klárlega eftir að fara inn í jökul,“ saagði Ármann Höskuldsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. „Þó við stöndum hér og horfum á þetta glæsilega sjónarspil, þá höfum við ekki langan tíma ef hann hleypur þessa síðustu þrjá kílómetra í jökulinn.“ Spurður um stöðu eldgossins síðasta sólarhringinn segir Ármann að það hafi dalað aðeins. Hann sagði hraun hafa hlaupið til úr einum gíg og að líklega væri stíflun í rásinni. Áætlað er að langlengsta hrauntungan úr gosinu sé komin sjö kílómetra frá gossprungunni, til aust-norð-austurs, og skríður hraunið í átt að meginupptakakvíslum Jökulsár á Fjöllum. Gossprungan er á mikilli sléttu milli Vatnajökuls og Öskju, eldurinn er í forgrunni en í bakgrunni eru Kverkfjöllin, með sína tignarlegu kverk, sem og Dyngjujökull, einn af stærri skriðjöklum Vatnajökuls. Hraunið rennur út á svokallaðar Flæður, þar sem álar undan Dyngjujökli kvíslast um, og er það þegar farið að stífla þessi fyrst drög Jökulsár á Fjöllum. Þar þarf að fara sérstaklega varlega um því margar gufusprengingar hafa orðið við þessar aðstæður þar sem vatnið leitar undir þúsund stiga heitt hraunið. Við eldsumbrotin stóðu fjölmiðlamenn og vísindamenn nánast dolfallnir að verða vitni að þessu sjónarspili, að sjá gígana þeyta kvikunni hátt til himins af feiknarlegu afli, að hlusta á drunurnar, og sjá eldárnar flæða ákaft frá eldtjörninni, eins og stórfljót. Bárðarbunga Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
„Þetta á eftir að vara í einhver ár, þessi umbrot, ekki þetta ákveðna eldgos hér. Því lýkur og svo kemur annað og þetta á klárlega eftir að fara inn í jökul,“ saagði Ármann Höskuldsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. „Þó við stöndum hér og horfum á þetta glæsilega sjónarspil, þá höfum við ekki langan tíma ef hann hleypur þessa síðustu þrjá kílómetra í jökulinn.“ Spurður um stöðu eldgossins síðasta sólarhringinn segir Ármann að það hafi dalað aðeins. Hann sagði hraun hafa hlaupið til úr einum gíg og að líklega væri stíflun í rásinni. Áætlað er að langlengsta hrauntungan úr gosinu sé komin sjö kílómetra frá gossprungunni, til aust-norð-austurs, og skríður hraunið í átt að meginupptakakvíslum Jökulsár á Fjöllum. Gossprungan er á mikilli sléttu milli Vatnajökuls og Öskju, eldurinn er í forgrunni en í bakgrunni eru Kverkfjöllin, með sína tignarlegu kverk, sem og Dyngjujökull, einn af stærri skriðjöklum Vatnajökuls. Hraunið rennur út á svokallaðar Flæður, þar sem álar undan Dyngjujökli kvíslast um, og er það þegar farið að stífla þessi fyrst drög Jökulsár á Fjöllum. Þar þarf að fara sérstaklega varlega um því margar gufusprengingar hafa orðið við þessar aðstæður þar sem vatnið leitar undir þúsund stiga heitt hraunið. Við eldsumbrotin stóðu fjölmiðlamenn og vísindamenn nánast dolfallnir að verða vitni að þessu sjónarspili, að sjá gígana þeyta kvikunni hátt til himins af feiknarlegu afli, að hlusta á drunurnar, og sjá eldárnar flæða ákaft frá eldtjörninni, eins og stórfljót.
Bárðarbunga Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira