Litlar líkur á að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu Hjörtur Hjartarson skrifar 2. september 2014 19:30 Utanríkisráðherra segir ólíklegt að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu á yfirstandandi kjörtímabili um áframhald viðræðna við Evrópusambandið. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort tillaga um formleg slit á viðræðunum verði lögð fram á komandi þingi. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra lagði fram þingsályktunartillögu á síðasta þingi um að Ísland myndi slíta viðræðunum við ESB. Hávær mótmæli voru við tillögunni og kom á endanum ekki til þess að greitt yrði um hana atkvæði. Gunnar Bragi útilokaði ekki á sínum tíma að tillagan yrði lögð fram að nýju þegar þing kæmi saman í haust. „Það hefur ekkert verið rætt hvort sú tillaga verði lögð fram eða hvort það sé þörf á því. Við höfum nú séð í fréttum og í yfirlýsingum frá Evrópusambandinu til dæmis þar sem Juncker lét hafa eftir sér að það yrði engin frekari stækkun á næstu fimm árum. Við eigum ekkert í viðræðum Evrópusambandið og því held ég að menn verði að velta því fyrir sér hvort það sé einhver þörf á að fara með slíka tillögu inn, hvort þetta sé bara ekki hreinlega búið af hálfu Evrópusambandsins,“ segir Gunnar Bragi. Gunnar reiknar ekki með að þjóðaratkvæðargreiðsla um áframhald viðræðna verði lögð fram á kjörtímabilinu enda þjóni slíkt litlum tilgangi á meðan fjölgun þjóða í ESB sé ekki á dagskrá hjá sambandinu. „Evrópusambandsaðild eða umsókn er alls ekki í neinum forgangi hér í ráðuneytinu. Það er enginn að vinna í því hér einu sinni. Þannig að ég lít nú svo á að skilaboðin frá Juncker, þau nýjustu, séu þau að Ísland er ekkert að fara að ganga í Evrópusambandið.“ ESB-málið Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Sjá meira
Utanríkisráðherra segir ólíklegt að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu á yfirstandandi kjörtímabili um áframhald viðræðna við Evrópusambandið. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort tillaga um formleg slit á viðræðunum verði lögð fram á komandi þingi. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra lagði fram þingsályktunartillögu á síðasta þingi um að Ísland myndi slíta viðræðunum við ESB. Hávær mótmæli voru við tillögunni og kom á endanum ekki til þess að greitt yrði um hana atkvæði. Gunnar Bragi útilokaði ekki á sínum tíma að tillagan yrði lögð fram að nýju þegar þing kæmi saman í haust. „Það hefur ekkert verið rætt hvort sú tillaga verði lögð fram eða hvort það sé þörf á því. Við höfum nú séð í fréttum og í yfirlýsingum frá Evrópusambandinu til dæmis þar sem Juncker lét hafa eftir sér að það yrði engin frekari stækkun á næstu fimm árum. Við eigum ekkert í viðræðum Evrópusambandið og því held ég að menn verði að velta því fyrir sér hvort það sé einhver þörf á að fara með slíka tillögu inn, hvort þetta sé bara ekki hreinlega búið af hálfu Evrópusambandsins,“ segir Gunnar Bragi. Gunnar reiknar ekki með að þjóðaratkvæðargreiðsla um áframhald viðræðna verði lögð fram á kjörtímabilinu enda þjóni slíkt litlum tilgangi á meðan fjölgun þjóða í ESB sé ekki á dagskrá hjá sambandinu. „Evrópusambandsaðild eða umsókn er alls ekki í neinum forgangi hér í ráðuneytinu. Það er enginn að vinna í því hér einu sinni. Þannig að ég lít nú svo á að skilaboðin frá Juncker, þau nýjustu, séu þau að Ísland er ekkert að fara að ganga í Evrópusambandið.“
ESB-málið Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Sjá meira