Óður til eldri kynslóða Hlédís Sveinsdóttir skrifar 18. september 2014 16:21 Fyrr á öldum þurftu mæður, þvert á ást sína, að bera út börn sem getin voru í lausaleik. Í seinni tíð voru þau tekin af þeim og sett í fóstur, of til vandalausa. Það eru ekki mörg ár síðan einstæðar mæður voru samfélagslega viðurkenndar og höfðu hvorki félagslegt kerfi á bak við sig né skilning samfélagsins. Það þótti skömm að því að fæða barn utan hjónabands og skömmin var konunnar. Ef mæður fengu að halda barninu, þurftu þær oft að takast á við félagslega einangrun, fátækt og skömm ofan á andlegt og líkamlegt álag sem barneign fylgir. Ég ætla ekki að reyna að setja á blað þann sársauka sem hlýtur að fylgja því að þurfa að gefa frá sér barn. Því miður fyrirfinnast ennþá samfélög sem viðurkenna ekki einstæðar mæður. Það þarf hugrekki og fordómaleysi til að breyta gildum í samfélagi. Það er ekki tilviljun að við búin í svo mannelskandi samfélagi. Einhverstaðar á leiðinni tóku forfeður og formæður okkar ákvarðanir. Ákvarðanir um að skapa aðstæður fyrir einstæðar mæður til að ala upp börn sín og treysta þeim fyrir ábyrgðinni sem því fylgir. Fyrri kynslóðum þakka ég fyrir hugrekki, réttsýni, traust og baráttu fyrir bættu samfélagi fyrir þau sem á eftir koma. Ég fékk að uppskera. Ég fékk að eiga barnið mitt og samfélagið sýndi mér skilning, umhyggju og öryggi. Mitt hlutverk er og verður að bregðast ekki þessu trausti. Samfélög eru lifandi og opinbert kerfi er það einnig. Getum við sem byggjum og búum til þetta samfélag núna verið kynslóðirnar sem viðurkenna feður til jafns við mæður sem uppalendur og þátttakendur í lífi barnanna sinna? Höfum við hugrekki til að viðurkenna gerbreytt mynstur fjölskyldna og getum við aðlagað kerfið að tvöföldu lögheimili barns? Getum við gert karlmönnum mögulegt að fara fram á faðernispróf telji þeir sig eiga barn með giftri konu ( þeir geta ekkert aðhafst eins og staðan er í dag ef maki konunnar gengst við barninu )? Getum við lagað kerfið þannig að barn/börn einstæðra feðra séu ekki sjálfkrafa strikuð út af skattaframtali þeirra? Getum við sannmælst um að útrýma tálmunum þegar hæfir foreldrar eiga í hlut? Það er lúxus þegar tveir einstaklingar eiga og elska sama barnið, látum kerfið vinna með barninu og flóknu fjölskylduminnstri foreldra þess – ekki á móti. Munum að vera þakklát fyrir það sem við höfum, gleymum ekki hvaðan við komum og verum alltaf á verði fyrir því að breyta rétt fyrir þá sem á eftir koma. Höfum ást á mönnum og málefnum sem gildi í uppbyggingu samfélagsins, ekki hræðslu og fordóma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hlédís Sveinsdóttir Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrr á öldum þurftu mæður, þvert á ást sína, að bera út börn sem getin voru í lausaleik. Í seinni tíð voru þau tekin af þeim og sett í fóstur, of til vandalausa. Það eru ekki mörg ár síðan einstæðar mæður voru samfélagslega viðurkenndar og höfðu hvorki félagslegt kerfi á bak við sig né skilning samfélagsins. Það þótti skömm að því að fæða barn utan hjónabands og skömmin var konunnar. Ef mæður fengu að halda barninu, þurftu þær oft að takast á við félagslega einangrun, fátækt og skömm ofan á andlegt og líkamlegt álag sem barneign fylgir. Ég ætla ekki að reyna að setja á blað þann sársauka sem hlýtur að fylgja því að þurfa að gefa frá sér barn. Því miður fyrirfinnast ennþá samfélög sem viðurkenna ekki einstæðar mæður. Það þarf hugrekki og fordómaleysi til að breyta gildum í samfélagi. Það er ekki tilviljun að við búin í svo mannelskandi samfélagi. Einhverstaðar á leiðinni tóku forfeður og formæður okkar ákvarðanir. Ákvarðanir um að skapa aðstæður fyrir einstæðar mæður til að ala upp börn sín og treysta þeim fyrir ábyrgðinni sem því fylgir. Fyrri kynslóðum þakka ég fyrir hugrekki, réttsýni, traust og baráttu fyrir bættu samfélagi fyrir þau sem á eftir koma. Ég fékk að uppskera. Ég fékk að eiga barnið mitt og samfélagið sýndi mér skilning, umhyggju og öryggi. Mitt hlutverk er og verður að bregðast ekki þessu trausti. Samfélög eru lifandi og opinbert kerfi er það einnig. Getum við sem byggjum og búum til þetta samfélag núna verið kynslóðirnar sem viðurkenna feður til jafns við mæður sem uppalendur og þátttakendur í lífi barnanna sinna? Höfum við hugrekki til að viðurkenna gerbreytt mynstur fjölskyldna og getum við aðlagað kerfið að tvöföldu lögheimili barns? Getum við gert karlmönnum mögulegt að fara fram á faðernispróf telji þeir sig eiga barn með giftri konu ( þeir geta ekkert aðhafst eins og staðan er í dag ef maki konunnar gengst við barninu )? Getum við lagað kerfið þannig að barn/börn einstæðra feðra séu ekki sjálfkrafa strikuð út af skattaframtali þeirra? Getum við sannmælst um að útrýma tálmunum þegar hæfir foreldrar eiga í hlut? Það er lúxus þegar tveir einstaklingar eiga og elska sama barnið, látum kerfið vinna með barninu og flóknu fjölskylduminnstri foreldra þess – ekki á móti. Munum að vera þakklát fyrir það sem við höfum, gleymum ekki hvaðan við komum og verum alltaf á verði fyrir því að breyta rétt fyrir þá sem á eftir koma. Höfum ást á mönnum og málefnum sem gildi í uppbyggingu samfélagsins, ekki hræðslu og fordóma.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun