„Ég hélt að ég myndi aldrei upplifa svona í okkar samfélagi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. september 2014 19:00 Hanna Birna var gestur í þættinum Eyjan á Stöð 2 í dag og þar sagði hún við Björn Inga Hrafnsson, umsjónamann þáttarins, að hún hefði aldrei séð stjórnmálin sem einhverja endastöð og gæti alveg eins séð sjálfan sig á öðrum starfsvettvangi. Ráðherra sagðist hafa orðið fyrir margvíslegum hótunum á undanförnum mánuðum. „Ég hef fengið hótanir, morðhótanir og skeytasendingar sem ég trúiði ekki að væru til í okkar samfélagi. Ég hélt að þetta væri ekki til og ég myndi aldrei upplifa svona í okkar samfélagi. Ég hef haft áhyggjur af öryggi mínu og heimili mínu.“ Hanna sagði einnig að hún hafi í gegnum tíðina haft góð samskipti við fjölmiðla en hún nefndi til sögunnar að DV hafi skrifað ótal rangar fréttir um lekamálið svokallaða. „Ég veit ekki hversu mörg hundruð fréttir hafa verið skrifaðar um mig á þeim miðli sem voru beinlínis rangar. Minn aðstoðarmaður Þórey Vilhjálmsdóttir telur að hún hafi fengið þannig aðdróttanir að hálfu DV og starfsmanna þar að hún þurfi að leita réttar síns hvað það varðar.“ Hanna Birna segir að um sé að ræða skeytasendingar blaðamanns sem flestir myndu telja óeðlileg. „Það kemur fram í umræddum skeytum að það sé eins gott fyrir hana [Þóreyju Vilhjálmsdóttur] að játa glæpinn annars verði fjallað um málið á forsíðu blaðsins,“ segir Hanna og bætti við að hún hefði séð umrætt skeyti. Hanna vildi samt sem áður ekki notast við það orðalag að um væri að ræða hótanir. „Hef undanfarið verið hugsi yfir ýmsu í okkar góða samfélagi. Hef sjálf í flóknum pólitískum aðstæðum lagt mig fram um að breyta rétt á hverjum tíma, vinna verkin sem bíða og gæta þeirra almannahagsmuna sem mér var treyst fyrir. Hefði án efa getað brugðist við ýmsu með öðrum hætti - en sterkust situr þó eftir tilfinningin um þau áhrif sem langvarandi vantraust okkar sem þjóðar til hvors annars og grunngilda samfélagsins hefur haft.“ Þetta segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra í stöðufærslu sinni á Facebook í dag. Óhætt er að segja að Hanna Birna hafi mikið verið í kastljósinu undanfarna mánuði vegna lekamálsins svokallaða, en nýlega sagði hún sig frá ákveðnum málaflokkum ráðuneytis síns í kjölfar þess að aðstoðarmaður hennar var ákærður af ríkissaksóknara fyrir brot á þagnarskyldu í starfi. Innlegg frá Hanna Birna Kristjánsdóttir. Lekamálið Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Hanna Birna var gestur í þættinum Eyjan á Stöð 2 í dag og þar sagði hún við Björn Inga Hrafnsson, umsjónamann þáttarins, að hún hefði aldrei séð stjórnmálin sem einhverja endastöð og gæti alveg eins séð sjálfan sig á öðrum starfsvettvangi. Ráðherra sagðist hafa orðið fyrir margvíslegum hótunum á undanförnum mánuðum. „Ég hef fengið hótanir, morðhótanir og skeytasendingar sem ég trúiði ekki að væru til í okkar samfélagi. Ég hélt að þetta væri ekki til og ég myndi aldrei upplifa svona í okkar samfélagi. Ég hef haft áhyggjur af öryggi mínu og heimili mínu.“ Hanna sagði einnig að hún hafi í gegnum tíðina haft góð samskipti við fjölmiðla en hún nefndi til sögunnar að DV hafi skrifað ótal rangar fréttir um lekamálið svokallaða. „Ég veit ekki hversu mörg hundruð fréttir hafa verið skrifaðar um mig á þeim miðli sem voru beinlínis rangar. Minn aðstoðarmaður Þórey Vilhjálmsdóttir telur að hún hafi fengið þannig aðdróttanir að hálfu DV og starfsmanna þar að hún þurfi að leita réttar síns hvað það varðar.“ Hanna Birna segir að um sé að ræða skeytasendingar blaðamanns sem flestir myndu telja óeðlileg. „Það kemur fram í umræddum skeytum að það sé eins gott fyrir hana [Þóreyju Vilhjálmsdóttur] að játa glæpinn annars verði fjallað um málið á forsíðu blaðsins,“ segir Hanna og bætti við að hún hefði séð umrætt skeyti. Hanna vildi samt sem áður ekki notast við það orðalag að um væri að ræða hótanir. „Hef undanfarið verið hugsi yfir ýmsu í okkar góða samfélagi. Hef sjálf í flóknum pólitískum aðstæðum lagt mig fram um að breyta rétt á hverjum tíma, vinna verkin sem bíða og gæta þeirra almannahagsmuna sem mér var treyst fyrir. Hefði án efa getað brugðist við ýmsu með öðrum hætti - en sterkust situr þó eftir tilfinningin um þau áhrif sem langvarandi vantraust okkar sem þjóðar til hvors annars og grunngilda samfélagsins hefur haft.“ Þetta segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra í stöðufærslu sinni á Facebook í dag. Óhætt er að segja að Hanna Birna hafi mikið verið í kastljósinu undanfarna mánuði vegna lekamálsins svokallaða, en nýlega sagði hún sig frá ákveðnum málaflokkum ráðuneytis síns í kjölfar þess að aðstoðarmaður hennar var ákærður af ríkissaksóknara fyrir brot á þagnarskyldu í starfi. Innlegg frá Hanna Birna Kristjánsdóttir.
Lekamálið Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira