Geoffrey Jourdren er markvörður Montpellier-liðsins og var ekki tekinn inn í hópinn þegar Deschamps fann varamann fyrir Stephane Ruffier, markvörð Saint-Etienne. Ruffier dró sig út úr hópnum. Benoit Costil, markvörður Rennes, var valinn en ekki Jourdren.
Það var reyndar ekki Geoffrey Jourdren sem missti sig á fésbókinni heldur eiginkona hans Noemie. Noemie skrifaði á fésbókin sína: „Deschamp, ég vona að þú deyir á morgun." Mann vöktu athygli á því að hún skrifaði nafn landsliðsþjálfarans vitlaust.
Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem konur frönsku landsliðsmannanna hóta Deschamps því hann fékk líka að heyra það á twitter frá Anara Atanes, kærustu Samir Nasri þegar hann valdi hann ekki í HM-hóp Frakka í sumar.
Þessi hótun er nú örugglega ekki að hjálpa Geoffrey Jourdren mikið í framtíðinni auk þess að frúin gæti verið í vandræðum fyrir slíka hótun.
Geoffrey Jourdren er 28 ára gamall og hefur aldrei spilað fyrir franska A-landsliðið en á einn leik fyrir 21 árs landsliðið frá árinu 2006. Hann hefur spilað allan meistaraflokksferil sinn fyrir Montpellier.
