Ríkisstjórnin gegn fólkinu Svandís Svavarsdóttir skrifar 3. október 2014 13:24 Ríkisstjórnin er vandræðaleg,en líka til stórkostlegra vandræða, - beinlínis hættuleg. Dæmin rúmast ekki í stuttri blaðagrein en hér verður bent á tvennt.Landspítalinn Læknar flýja land og skurðlæknar ætla í verkfall! Ríkisstjórnin fæst ekki til að opna á byggingu nýs Landspítala. Því á að fresta um óráðinn tíma. Af hverju? Vegna lækkunar veiðigjalda og niðurfellingar á auðlegðarskatti? Vegna skuldaniðurfellinga sem ganga ekki síður til þeirra efnamiklu og neyslufreku en þeirra sem gætu þurft á þeim að halda en þeir sem minnst eiga og taka ekki einu sinni húsnæðislán liggja óbættir hjá garði? Eða á að láta þjóðina fyllast skelfingu yfir stöðunni á heilbrigðissviði og fara svo að viðra sölu á Landsvirkjun eða öðrum eignum okkar allra? Á að tefla fram hjúkrun og lækningum á einkasjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum fyrir þá efnameiri. Einu sinni áttum við Símann, öll í sameiningu en stjórnarflokkarnir seldu hann. Til hvers? Jú, til að byggja Landspítala! Hátæknisjúkrahús!Dómsmálin Og svo eru það dómsmálin. Sjálfstæðisflokkurinn hefur glutrað þeim niður og embætti sérstaks saksóknara er í hættu. Réttarkerfið er í hættu. Liggur fyrir faglegt mat á því að það sé óhætt að skera niður fjárveitingar til sérstaks saksóknara? Var ekki þjóðarsátt um að ganga úr skugga um lagalegt réttlæti og láta þá fjárglæframenn sem það eiga skilið sæta ábyrgð? Á að skilja klárinn eftir í miðri á? Aðförin að sérstökum saksóknara sem nú blasir við í fjárlagafrumvarpinu verður ekki liðin. Embætti hans þarf að fá að ljúka sínum verkum, annað er einfaldlega fráleitt.Fjármunir færðir af sanngirni Við í VG höfum lagt fram frumvarp á Alþingi um breyttan og bættan auðlegðarskatt næstu fimm ár í stað þess að leggja hann niður. Með því má byggja spítala okkar allra og leggja grunn að heilbrigðiskerfi sem þjóðin getur verið stolt af næstu áratugi. Betri fjárfestingu er varla hægt að hugsa sér. Og það þarf að taka til hendinni víðar. Veiðigjöldin þurfti að sníða betur til en ekki lækka, ferðamenn geta greitt komugjöld til að verja náttúruna skemmdum og ferðaþjónustan á að borga skatt af sínum virðisauka. Fjármunir teknir af sanngirni og færðir þangað sem þeirra er mest þörf með hagsmuni allra að leiðarljósi eru ekki dautt fé, heldur krónur sem færast úr einum vasa í annan rétt eins og aðrar krónur sem bera uppi atvinnulíf og viðskipti, þjónustu og menningu í nútímasamfélagi.Stendur lýðveldið undir nafni? Stefna ríkisstjórnarinnar er hægristefna, snýst um klíkustjórnmál og niðurrif í þágu einkavina og það er hættulegt. Lýðveldi sem ræður ekki við heilbrigðismálin og skilur dómskerfið eftir í uppnámi stendur ekki undir sjálfu sér, stendur ekki undir nafni. Ríkisstjórn sem hatast við launafólk, jafnt á almennum vinnumarkaði og í almannaþjónustu, sem skilur ekki fólkið sem þurfti að standa af sér allt fjárglæfrabröltið og bera uppi samfélagið þessi erfiðu ár, sú stjórn er ekki á vetur setjandi. Við þurfum aðra og betri ríkisstjórn, stjórn sem vinnur með fólki en ekki gegn því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin er vandræðaleg,en líka til stórkostlegra vandræða, - beinlínis hættuleg. Dæmin rúmast ekki í stuttri blaðagrein en hér verður bent á tvennt.Landspítalinn Læknar flýja land og skurðlæknar ætla í verkfall! Ríkisstjórnin fæst ekki til að opna á byggingu nýs Landspítala. Því á að fresta um óráðinn tíma. Af hverju? Vegna lækkunar veiðigjalda og niðurfellingar á auðlegðarskatti? Vegna skuldaniðurfellinga sem ganga ekki síður til þeirra efnamiklu og neyslufreku en þeirra sem gætu þurft á þeim að halda en þeir sem minnst eiga og taka ekki einu sinni húsnæðislán liggja óbættir hjá garði? Eða á að láta þjóðina fyllast skelfingu yfir stöðunni á heilbrigðissviði og fara svo að viðra sölu á Landsvirkjun eða öðrum eignum okkar allra? Á að tefla fram hjúkrun og lækningum á einkasjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum fyrir þá efnameiri. Einu sinni áttum við Símann, öll í sameiningu en stjórnarflokkarnir seldu hann. Til hvers? Jú, til að byggja Landspítala! Hátæknisjúkrahús!Dómsmálin Og svo eru það dómsmálin. Sjálfstæðisflokkurinn hefur glutrað þeim niður og embætti sérstaks saksóknara er í hættu. Réttarkerfið er í hættu. Liggur fyrir faglegt mat á því að það sé óhætt að skera niður fjárveitingar til sérstaks saksóknara? Var ekki þjóðarsátt um að ganga úr skugga um lagalegt réttlæti og láta þá fjárglæframenn sem það eiga skilið sæta ábyrgð? Á að skilja klárinn eftir í miðri á? Aðförin að sérstökum saksóknara sem nú blasir við í fjárlagafrumvarpinu verður ekki liðin. Embætti hans þarf að fá að ljúka sínum verkum, annað er einfaldlega fráleitt.Fjármunir færðir af sanngirni Við í VG höfum lagt fram frumvarp á Alþingi um breyttan og bættan auðlegðarskatt næstu fimm ár í stað þess að leggja hann niður. Með því má byggja spítala okkar allra og leggja grunn að heilbrigðiskerfi sem þjóðin getur verið stolt af næstu áratugi. Betri fjárfestingu er varla hægt að hugsa sér. Og það þarf að taka til hendinni víðar. Veiðigjöldin þurfti að sníða betur til en ekki lækka, ferðamenn geta greitt komugjöld til að verja náttúruna skemmdum og ferðaþjónustan á að borga skatt af sínum virðisauka. Fjármunir teknir af sanngirni og færðir þangað sem þeirra er mest þörf með hagsmuni allra að leiðarljósi eru ekki dautt fé, heldur krónur sem færast úr einum vasa í annan rétt eins og aðrar krónur sem bera uppi atvinnulíf og viðskipti, þjónustu og menningu í nútímasamfélagi.Stendur lýðveldið undir nafni? Stefna ríkisstjórnarinnar er hægristefna, snýst um klíkustjórnmál og niðurrif í þágu einkavina og það er hættulegt. Lýðveldi sem ræður ekki við heilbrigðismálin og skilur dómskerfið eftir í uppnámi stendur ekki undir sjálfu sér, stendur ekki undir nafni. Ríkisstjórn sem hatast við launafólk, jafnt á almennum vinnumarkaði og í almannaþjónustu, sem skilur ekki fólkið sem þurfti að standa af sér allt fjárglæfrabröltið og bera uppi samfélagið þessi erfiðu ár, sú stjórn er ekki á vetur setjandi. Við þurfum aðra og betri ríkisstjórn, stjórn sem vinnur með fólki en ekki gegn því.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun