Rúrik: Erum ekki eins og gamla Ísland Anton Ingi Leifsson skrifar 12. október 2014 16:30 Rúrik á fundinum í dag. Vísir/Vilhelm Rúrik Gíslason, vængmaður íslenska landsliðsins, segir að íslenska landsliðið í dag spili ekki eins fótbolta og „gamla" Ísland. „Ég var ánægður með mína innkomu gegn Lettum. Við stýrðum leiknum þegar ég kom inná," sagði Rúrik Gíslason við blaðamann Vísis í dag. „Ég reyndi að fara eftir fyrirmælum frá þjálfaranum. Þau voru að halda boltanum og láta þá elta og sigla þessu heim." Hann segir að byrjunin á undankeppninni komi sér ekkert á óvart. „Í rauninni ekki. Fyrsti leikurinn gegn Tyrkjum var 50-50 leikur þar sem á pappírunum töldum við okkur svipað sterka og hann gat farið í báðar áttir. Mjög góð úrslit í þeim leik og við spiluðum frábærlega." „Leikurinn í Lettlandi var kannski ekki skyldusigur, en það bjuggust flestir við að við myndum vinna, þar á meðal við. Þessi byrjun kemur því okkur ekkert sérstaklega á óvart." „Við höfum sýnt það að við erum með fínt fótboltalið. Við erum ekki eins og „gamla" Ísland; að liggja til baka og svona. Ég vona að þetta þróist ekki eins og Lettar voru gegn okkur, því þá getum við ekkert verið ánægðir með okkar frammistöðu." „Auðvitað reynum við að beita skyndisóknum, en við verðum að geta haldið boltanum. Við erum á heimavelli gegn frábæru liði, en við erum með það mikið sjálfstraust og fólkið í landinu er með væntingar þannig við þurfum að standa okkur." Rúrik bætir við að lokum að hann geri tilkall í byrjunarliðið í hvert einasta skipti, en hann treysti þjálfurunum fullkomlega. „Ég reyni að gera tilkall í byrjunarliðið í hvern einasta leik, en ég treysti þjálfurunum fullkomlega að velja liðið sem þeir telja að henti best í hverju sinni. Ég verð að vera á tánum og vera klár þegar kallið kemur," sagði Kaupmannahafnarbúinn Rúrik að lokum. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira
Rúrik Gíslason, vængmaður íslenska landsliðsins, segir að íslenska landsliðið í dag spili ekki eins fótbolta og „gamla" Ísland. „Ég var ánægður með mína innkomu gegn Lettum. Við stýrðum leiknum þegar ég kom inná," sagði Rúrik Gíslason við blaðamann Vísis í dag. „Ég reyndi að fara eftir fyrirmælum frá þjálfaranum. Þau voru að halda boltanum og láta þá elta og sigla þessu heim." Hann segir að byrjunin á undankeppninni komi sér ekkert á óvart. „Í rauninni ekki. Fyrsti leikurinn gegn Tyrkjum var 50-50 leikur þar sem á pappírunum töldum við okkur svipað sterka og hann gat farið í báðar áttir. Mjög góð úrslit í þeim leik og við spiluðum frábærlega." „Leikurinn í Lettlandi var kannski ekki skyldusigur, en það bjuggust flestir við að við myndum vinna, þar á meðal við. Þessi byrjun kemur því okkur ekkert sérstaklega á óvart." „Við höfum sýnt það að við erum með fínt fótboltalið. Við erum ekki eins og „gamla" Ísland; að liggja til baka og svona. Ég vona að þetta þróist ekki eins og Lettar voru gegn okkur, því þá getum við ekkert verið ánægðir með okkar frammistöðu." „Auðvitað reynum við að beita skyndisóknum, en við verðum að geta haldið boltanum. Við erum á heimavelli gegn frábæru liði, en við erum með það mikið sjálfstraust og fólkið í landinu er með væntingar þannig við þurfum að standa okkur." Rúrik bætir við að lokum að hann geri tilkall í byrjunarliðið í hvert einasta skipti, en hann treysti þjálfurunum fullkomlega. „Ég reyni að gera tilkall í byrjunarliðið í hvern einasta leik, en ég treysti þjálfurunum fullkomlega að velja liðið sem þeir telja að henti best í hverju sinni. Ég verð að vera á tánum og vera klár þegar kallið kemur," sagði Kaupmannahafnarbúinn Rúrik að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira