Halastjarna lyktar eins og fyllibytta og úldin egg í hestahlöðu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. október 2014 14:56 Rosetta-flaugin er nú aðeins um átta kílómetra frá yfirburði halastjörnunnar Evrópska geimvísindastofnunin Evrópsk geimflaug á braut um fjarlæga halastjörnu hefur svarað spurningu sem brunnið hefur á vörum fólks í lengri tíma. Hvernig er lyktin af halastjörnum? NPR greinir frá. „Lyktin er ógeðsleg,“ segir Kathrin Altwegg, vísindakona við Háskólann í Bern í Sviss, sem stýrir búnaði í geimflauginni sem greindi lyktina. Eðli málsins samkvæmt gæti enginn heimsótt halastjörnuna án þess að vera í þar til gerðum geimbúningi auk þess sem litla lykt er að finna úti í geimnum. Engu að síður er lyktin af halastjörnunni sambærileg við að deila hestahlöðu með fyllibyttu og tólf úldnum eggjum. „Það er ansi öflugur fnykur af blöndunni,“ segir Altwegg. Ástæðan fyrir að lyktin hefur til þessa verið ókunn er sú að geimflaug hefur aldrei komist svo nærri halastjörnu áður. Rosetta-flaugin er nú aðeins um átta kílómetra frá yfirburði halastjörnunnar. Þessu má líkja við fólk. Þú finnur ekki lykt af fólki fyrr en þú stendur upp við það. Efnablandan sem myndar lyktina er vísbending um hvernig halastjarnan og jafnvel sólkerfi okkar varð til. Altwegg er því sama þótt lyktin sé vond. „Lyktin er vond en í augnablikinu er mjög gaman að fara í vinnuna á morgnana,“ segir hún. Lyktin mun hins vegar aðeins versna þar sem halastjarnan nálgast sólina. Eins og allt sem skilið er eftir og lengi í sólinni mun lyktin aðeins versna. Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Evrópsk geimflaug á braut um fjarlæga halastjörnu hefur svarað spurningu sem brunnið hefur á vörum fólks í lengri tíma. Hvernig er lyktin af halastjörnum? NPR greinir frá. „Lyktin er ógeðsleg,“ segir Kathrin Altwegg, vísindakona við Háskólann í Bern í Sviss, sem stýrir búnaði í geimflauginni sem greindi lyktina. Eðli málsins samkvæmt gæti enginn heimsótt halastjörnuna án þess að vera í þar til gerðum geimbúningi auk þess sem litla lykt er að finna úti í geimnum. Engu að síður er lyktin af halastjörnunni sambærileg við að deila hestahlöðu með fyllibyttu og tólf úldnum eggjum. „Það er ansi öflugur fnykur af blöndunni,“ segir Altwegg. Ástæðan fyrir að lyktin hefur til þessa verið ókunn er sú að geimflaug hefur aldrei komist svo nærri halastjörnu áður. Rosetta-flaugin er nú aðeins um átta kílómetra frá yfirburði halastjörnunnar. Þessu má líkja við fólk. Þú finnur ekki lykt af fólki fyrr en þú stendur upp við það. Efnablandan sem myndar lyktina er vísbending um hvernig halastjarnan og jafnvel sólkerfi okkar varð til. Altwegg er því sama þótt lyktin sé vond. „Lyktin er vond en í augnablikinu er mjög gaman að fara í vinnuna á morgnana,“ segir hún. Lyktin mun hins vegar aðeins versna þar sem halastjarnan nálgast sólina. Eins og allt sem skilið er eftir og lengi í sólinni mun lyktin aðeins versna.
Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira