Bjarki Sig: Við þurfum að gyrða okkur í brók Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2014 09:57 Bjarki Sigurðsson þjálfar nú lið HK. Vísir/Stefán Bjarki Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður og núverandi þjálfari HK í Olís-deild karla í handbolta, ræddi við Valtý Björn Valtýsson um stöðuna hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta. Íslenska liðið sem tapaði á móti Svartfjallalandi um síðustu helgi var mun eldra en liðið sem gekk í gegnum stóru kynslóðarskiptin árið 1990. Þá var Bjarki einn af leikmönnunum sem tóku við keflinu. „Þetta kom mér svolítið á óvart. Margir þeirra eru búnir að spila fantavel, sýna sitt með landsliðinu og gera góða hluti undanfarinn áratug. Að sjálfsögðu kemur alltaf að endastöð og það eru kannski einhverjir komnir á þann punkt að þeir þurfa að fara að draga í land," segir Bjarki en hann segir að þróunin í boltanum sé sú að leikmenn séu alltaf að spila lengur og lengur. „Maður horfði mikið upp til gömlu refanna eins og Einars, Alla og Stjána. Þarna var sjö til tíu ára aldursmunur. Á þessum árum dugðu menn kannski á alþjóðlegum handbolta til þrítugs," segir Bjarki en íslensku leikmennirnir eru orðnir mun eldri. „Svo er náttúrulega hitt hvort þeir eiga heima í landsliði eða ekki og það er stór spurning. Við erum fámenn þjóð og þó svo að við höfum verið á toppnum undanfarin áratug og gott betur með okkar landsliðið þá þarf alltaf kynslóðarskipti. Deildin er ekki stór og mikil og þó svo að við ungum út fullt að efnilegum og góðum leikmönnum þá getur verið langt á milli og langt í það að þeir nái þessu kaliberi," segir Bjarki. „Við þurfum líka að gyrða okkur í brók og hefja undirbúning fyrir þá drengi sem eru efnilegir og góðir. 1990-liðið náði silfurverðlaunum á stórmóti og þar voru margir leikmenn eins og til dæmis Aron Pálmarson og Stefán Rafn (Sigurmannsson). Það eru fleiri úr því liði sem hefði mátt fara að huga að og undirbúa fyrir komandi ár í landsliði. Það væri kannski hægt að útfæra með einhverskonar b-landsliði," segir Bjarki. „Það kemur að því að þessir leikmenn lenda á endastöð og það styttist óðfluga í það. Þá þarf að koma nýjum leikmönnum inn. Það er til fullt af ungum og efnilegum drengjum en það þarf bara að fara að gefa þeim tækifærið. Eftir að liðinu tókst ekki að komast á stórmót núna í janúar hefði þurft að búa eitthvað til fyrir yngri og efnilegri leikmenn til að þeir séu tilbúnir í verkefnið þegar það kemur að því," sagði Bjarki en það má finna allt viðtal Valtýs við Bjarka hér fyrir neðan.Viðtalið við Bjarka Sigurðsson. Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Landsliðið í dag er eldra en liðið sem kvaddi Bogdan Íslenska karlalandsliðið er orðið gamalt, það sást á leik liðsins gegn Svartfellingum í undankeppni EM um helgina og stingur líka í augun þegar meðalaldur hópsins er skoðaður betur. 4. nóvember 2014 06:30 Erum dálítið að sofna á verðinum "Ungu strákarnir hafa fengið að spila allt of lítið í þessum stóru og mikilvægu leikjum,“ segir Valdimar Grímsson en hann og Bjarki Sigurðsson hafa báðir áhyggjur af háum meðalaldri íslenska landsliðsins. Bjarki nefnir B-landslið sem mögulega 5. nóvember 2014 06:30 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ Sjá meira
Bjarki Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður og núverandi þjálfari HK í Olís-deild karla í handbolta, ræddi við Valtý Björn Valtýsson um stöðuna hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta. Íslenska liðið sem tapaði á móti Svartfjallalandi um síðustu helgi var mun eldra en liðið sem gekk í gegnum stóru kynslóðarskiptin árið 1990. Þá var Bjarki einn af leikmönnunum sem tóku við keflinu. „Þetta kom mér svolítið á óvart. Margir þeirra eru búnir að spila fantavel, sýna sitt með landsliðinu og gera góða hluti undanfarinn áratug. Að sjálfsögðu kemur alltaf að endastöð og það eru kannski einhverjir komnir á þann punkt að þeir þurfa að fara að draga í land," segir Bjarki en hann segir að þróunin í boltanum sé sú að leikmenn séu alltaf að spila lengur og lengur. „Maður horfði mikið upp til gömlu refanna eins og Einars, Alla og Stjána. Þarna var sjö til tíu ára aldursmunur. Á þessum árum dugðu menn kannski á alþjóðlegum handbolta til þrítugs," segir Bjarki en íslensku leikmennirnir eru orðnir mun eldri. „Svo er náttúrulega hitt hvort þeir eiga heima í landsliði eða ekki og það er stór spurning. Við erum fámenn þjóð og þó svo að við höfum verið á toppnum undanfarin áratug og gott betur með okkar landsliðið þá þarf alltaf kynslóðarskipti. Deildin er ekki stór og mikil og þó svo að við ungum út fullt að efnilegum og góðum leikmönnum þá getur verið langt á milli og langt í það að þeir nái þessu kaliberi," segir Bjarki. „Við þurfum líka að gyrða okkur í brók og hefja undirbúning fyrir þá drengi sem eru efnilegir og góðir. 1990-liðið náði silfurverðlaunum á stórmóti og þar voru margir leikmenn eins og til dæmis Aron Pálmarson og Stefán Rafn (Sigurmannsson). Það eru fleiri úr því liði sem hefði mátt fara að huga að og undirbúa fyrir komandi ár í landsliði. Það væri kannski hægt að útfæra með einhverskonar b-landsliði," segir Bjarki. „Það kemur að því að þessir leikmenn lenda á endastöð og það styttist óðfluga í það. Þá þarf að koma nýjum leikmönnum inn. Það er til fullt af ungum og efnilegum drengjum en það þarf bara að fara að gefa þeim tækifærið. Eftir að liðinu tókst ekki að komast á stórmót núna í janúar hefði þurft að búa eitthvað til fyrir yngri og efnilegri leikmenn til að þeir séu tilbúnir í verkefnið þegar það kemur að því," sagði Bjarki en það má finna allt viðtal Valtýs við Bjarka hér fyrir neðan.Viðtalið við Bjarka Sigurðsson.
Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Landsliðið í dag er eldra en liðið sem kvaddi Bogdan Íslenska karlalandsliðið er orðið gamalt, það sást á leik liðsins gegn Svartfellingum í undankeppni EM um helgina og stingur líka í augun þegar meðalaldur hópsins er skoðaður betur. 4. nóvember 2014 06:30 Erum dálítið að sofna á verðinum "Ungu strákarnir hafa fengið að spila allt of lítið í þessum stóru og mikilvægu leikjum,“ segir Valdimar Grímsson en hann og Bjarki Sigurðsson hafa báðir áhyggjur af háum meðalaldri íslenska landsliðsins. Bjarki nefnir B-landslið sem mögulega 5. nóvember 2014 06:30 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ Sjá meira
Landsliðið í dag er eldra en liðið sem kvaddi Bogdan Íslenska karlalandsliðið er orðið gamalt, það sást á leik liðsins gegn Svartfellingum í undankeppni EM um helgina og stingur líka í augun þegar meðalaldur hópsins er skoðaður betur. 4. nóvember 2014 06:30
Erum dálítið að sofna á verðinum "Ungu strákarnir hafa fengið að spila allt of lítið í þessum stóru og mikilvægu leikjum,“ segir Valdimar Grímsson en hann og Bjarki Sigurðsson hafa báðir áhyggjur af háum meðalaldri íslenska landsliðsins. Bjarki nefnir B-landslið sem mögulega 5. nóvember 2014 06:30