Hætta á færibandavinnu í málum hælisleitenda Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. nóvember 2014 13:04 Lögmaður Útlendingastofnunar segir málsmeðferð Omos hafa verið vandaða - hann hefði fengið tíma og tækifæri til að koma öllum sínum sjónarmiðum á framfæri. vísir/pjetur Lögmaður Tony Omos telur að minnisblaði um Omos hafi gagngert verið lekið úr innanríkisráðuneytinu til þess eins að gera hann tortryggilegan svo hægt væri að vísa honum úr landi. Lekinn hafi verið réttlæting ákvörðunar ráðuneytisins og fer fram á að úrskurður innanríkisráðuneytisins verði ógildur. Þetta kom fram í munnlegum málflutningi lögmannsins en aðalmeðferð í máli Tony Omos gegn Útlendingastofnun fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Omos biðlaði til stjórnvalda að veita sér hæli hér á landi, það sé honum nauðsynlegt svo hann fái tækifæri til að ala upp son sinn og vera með unnustu sinni. Sagði hann það ósk sína að koma aftur til landsins til að sjá barni sínu farborða.Álag engin afsökun Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður Omos, sagði óviðunandi að mál hælisleitenda dragist á langinn og sagði að álag á starfsfólk sem fjalla eigi um málin sé ekki afsökun. Þess þó heldur skapist hætta á að niðurstöður allra mála verði eins og í færibandavinnu innan embætta. Hann sagði málsmeðferðina óvandaða og óviðundandi og vísaði í tvo dóma sem féllu í málum hælisleitenda á þessu ári. Sagði hann þá allt eins geta átt við um Omos því orðalagið væri alls staðar eins. Það væri til marks um að yfirvöld sinntu ekki rannsóknarskyldu sinni.Tony Omos, flóttamaður frá Nígeríu.Fékk að koma sínum sjónarmiðum á framfæri Fanney Rós Þorsteinsdóttir, lögmaður Útlendingastofnunar, sagði málsmeðferðina vandaða. Omos hefði fengið þann tíma sem hann þurfti til að afla mikilvægra gagna og að hann hefði haft sinn andmælarétt. Ómögulegt hefði verið fyrir embættið að leggjast í rannsóknarvinnu á gögnum sem ekki hefðu komið fram. Hann hefði notið aðstoðar túlks, öll hans réttindi hefðu verið tryggð og hann fengið að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Stefán gagnrýndi harðlega langan málsmeðferðartíma – tvö ár hefðu liðið frá því að Tony kom hingað þar til úrskurðað var í máli hans. Nú væri ár liðið frá því að kæra var lögð fram en þrátt fyrir það væri málið ekki lengra komið. Omos hefði verið hafður að ginningarfífli og orðinn hornreka í íslensku samfélagi í ljósi lekans. Þá sagði hann að innanríkisráðuneytið hefði ekki gætt hlutlægnisskyldu sinni við málsmeðferð Omos. Vísaði hann til minnisblaðsins máli sínu til stuðnings. Fanney Rós andmælti þessu og sagði þá málsástæðu hafa komið of seint fram og ekki studda neinum gögnum. Hún sagði mikla vinnu hafa farið fram við að meta aðstæður í ríkjum sem hælisleitendur væru sendir aftur til og að aðstæður í Sviss væru góðar. Aðalmeðferð málsins lauk með munnlegum málflutningi lögmannanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Lekamálið Tengdar fréttir Lekamálið tekið til efnislegrar meðferðar Frávísunarkröfu Gísla Freys Valdórssonar var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 10. október 2014 12:49 Gísli Freyr neitar sök Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, neitaði sök í lekamálinu svokallaða við þingfestingu málsins sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 16. september 2014 10:04 Krefja Gísla Frey um sjö milljónir króna Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, er krafinn um sjö milljónir króna í miskabætur vegna meints leka úr innanríkisráðuneytinu. 16. september 2014 11:22 Mál Tony Omos: „Allslaus og upp á aðra kominn“ Fyrirtaka í máli flóttamannsins Tony Omos fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 25. september 2014 10:15 Tony Omos: "Ég verð að fá að sjá son minn“ Aðalmeðferð í máli Tony Omos gegn Útlendingastofnun fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2014 12:04 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira
Lögmaður Tony Omos telur að minnisblaði um Omos hafi gagngert verið lekið úr innanríkisráðuneytinu til þess eins að gera hann tortryggilegan svo hægt væri að vísa honum úr landi. Lekinn hafi verið réttlæting ákvörðunar ráðuneytisins og fer fram á að úrskurður innanríkisráðuneytisins verði ógildur. Þetta kom fram í munnlegum málflutningi lögmannsins en aðalmeðferð í máli Tony Omos gegn Útlendingastofnun fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Omos biðlaði til stjórnvalda að veita sér hæli hér á landi, það sé honum nauðsynlegt svo hann fái tækifæri til að ala upp son sinn og vera með unnustu sinni. Sagði hann það ósk sína að koma aftur til landsins til að sjá barni sínu farborða.Álag engin afsökun Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður Omos, sagði óviðunandi að mál hælisleitenda dragist á langinn og sagði að álag á starfsfólk sem fjalla eigi um málin sé ekki afsökun. Þess þó heldur skapist hætta á að niðurstöður allra mála verði eins og í færibandavinnu innan embætta. Hann sagði málsmeðferðina óvandaða og óviðundandi og vísaði í tvo dóma sem féllu í málum hælisleitenda á þessu ári. Sagði hann þá allt eins geta átt við um Omos því orðalagið væri alls staðar eins. Það væri til marks um að yfirvöld sinntu ekki rannsóknarskyldu sinni.Tony Omos, flóttamaður frá Nígeríu.Fékk að koma sínum sjónarmiðum á framfæri Fanney Rós Þorsteinsdóttir, lögmaður Útlendingastofnunar, sagði málsmeðferðina vandaða. Omos hefði fengið þann tíma sem hann þurfti til að afla mikilvægra gagna og að hann hefði haft sinn andmælarétt. Ómögulegt hefði verið fyrir embættið að leggjast í rannsóknarvinnu á gögnum sem ekki hefðu komið fram. Hann hefði notið aðstoðar túlks, öll hans réttindi hefðu verið tryggð og hann fengið að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Stefán gagnrýndi harðlega langan málsmeðferðartíma – tvö ár hefðu liðið frá því að Tony kom hingað þar til úrskurðað var í máli hans. Nú væri ár liðið frá því að kæra var lögð fram en þrátt fyrir það væri málið ekki lengra komið. Omos hefði verið hafður að ginningarfífli og orðinn hornreka í íslensku samfélagi í ljósi lekans. Þá sagði hann að innanríkisráðuneytið hefði ekki gætt hlutlægnisskyldu sinni við málsmeðferð Omos. Vísaði hann til minnisblaðsins máli sínu til stuðnings. Fanney Rós andmælti þessu og sagði þá málsástæðu hafa komið of seint fram og ekki studda neinum gögnum. Hún sagði mikla vinnu hafa farið fram við að meta aðstæður í ríkjum sem hælisleitendur væru sendir aftur til og að aðstæður í Sviss væru góðar. Aðalmeðferð málsins lauk með munnlegum málflutningi lögmannanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Lekamálið Tengdar fréttir Lekamálið tekið til efnislegrar meðferðar Frávísunarkröfu Gísla Freys Valdórssonar var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 10. október 2014 12:49 Gísli Freyr neitar sök Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, neitaði sök í lekamálinu svokallaða við þingfestingu málsins sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 16. september 2014 10:04 Krefja Gísla Frey um sjö milljónir króna Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, er krafinn um sjö milljónir króna í miskabætur vegna meints leka úr innanríkisráðuneytinu. 16. september 2014 11:22 Mál Tony Omos: „Allslaus og upp á aðra kominn“ Fyrirtaka í máli flóttamannsins Tony Omos fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 25. september 2014 10:15 Tony Omos: "Ég verð að fá að sjá son minn“ Aðalmeðferð í máli Tony Omos gegn Útlendingastofnun fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2014 12:04 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira
Lekamálið tekið til efnislegrar meðferðar Frávísunarkröfu Gísla Freys Valdórssonar var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 10. október 2014 12:49
Gísli Freyr neitar sök Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, neitaði sök í lekamálinu svokallaða við þingfestingu málsins sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 16. september 2014 10:04
Krefja Gísla Frey um sjö milljónir króna Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, er krafinn um sjö milljónir króna í miskabætur vegna meints leka úr innanríkisráðuneytinu. 16. september 2014 11:22
Mál Tony Omos: „Allslaus og upp á aðra kominn“ Fyrirtaka í máli flóttamannsins Tony Omos fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 25. september 2014 10:15
Tony Omos: "Ég verð að fá að sjá son minn“ Aðalmeðferð í máli Tony Omos gegn Útlendingastofnun fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2014 12:04