Hann staðfestir þetta við 433.is en Bödker hefur verið markmannsþjálfari liðsins síðustu ár. Hann er líka ábyrgur fyrir því að fá fjölda frábærra Dana til Stjörnunnar. Þetta er því talsvert högg fyrir Stjörnuna.
Bödker segir í samtali við 433.is að hann þurfi að komast í frí og hafi yfirgefið Stjörnuna í góðu.
Það er alveg klárt að fjöldi félaga mun renna hýru auga til Danans með góðu samböndin og verður áhugavert að sjá hvar hann endar.
Thanks to everyone at fantastic Stjarnan for an amazing 4 1/2 seasons. It's been a true fairytale and perfect way to end it . Takk!
— Henrik Bødker (@HenrikBodker) November 3, 2014