„Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. mars 2025 09:32 Sammy Smith, leikmaður Breiðabliks, kann vel við sig á Íslandi og hlakkar til sumarsins. Vísir/Bjarni Sammy Smith átti stóran hlut í Íslandsmeistaratitli Breiðabliks í fótbolta síðasta sumar. Hún hafnaði fjölda tilboða frá Evrópu til að halda föstu fyrir í Kópavogi og kveðst elska Íslands, þrátt fyrir veðrið. „Ég er svo ánægð að vera komin aftur. Ég er klár í að hefja þetta tímabil,“ segir Smith í samtali við íþróttadeild. Hún kom til landsins í vikunni eftir að hafa verið á flakki frá því að síðasta tímabil kláraðist í október. „Ég reyndi að kúpla mig aðeins út og eyða tíma með mínu nánasta fólki en ég æfði líka og sinnti undirbúningi fyrir það að koma aftur,“ segir Smith sem gat einnig ferðast um Evrópu. „Ég fór til Danmerkur, Skotlands og svo fórum við í liðsferð eftir leiktíðina til Varsjá. Það var gott til að hrista liðið saman,“ segir Smith sem stefnir á að ferðast meira um álfuna í sumar ef tækifæri býðst. Ein sú besta í Bestu Smith kom til Íslands síðasta vetur er hún skoraði 15 mörk í 14 deildarleikjum fyrir FHL í Lengjudeildinni. Breiðablik klófesti hana um mitt sumar og óhætt er að segja að hún hafi komið sem stormsveipur inn í Bestu deildina. Smith skoraði níu mörk og lagði upp fimm í aðeins sjö leikjum og átti stóran þátt í Íslandsmeistaratitli Blikakvenna. Það vakti eðlilega athygli og áhuga annarra liða. Smith hafnaði tilboðum frá Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Skotlandi til að halda föstu fyrir í Kópavogi. „Ég hafnaði þónokkrum liðum. En mér fannst rétt í stöðunni að koma aftur fyrir heila leiktíð, ég var bara hérna í nokkra mánuði í fyrra. Að koma aftur og geta eytt öllu sumrinu með þeim er mjög spennandi,“ segir Smith. Þú saknaðir væntanlega veðursins? „Ó, já, alveg klárlega,“ segir Smith kímin í viðtalinu við vindasamar aðstæður. Það var tekið upp í stuttu hléi á haglélinu sem lét á sér kræla á höfuðborgarsvæðinu í gær. „En það er í sannleika sagt svipað því sem er heima. Þetta er ekki hræðilegt. Fjölskyldan spurði mig einmitt hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land til að spila í. En ég bara elska Ísland,“ segir Smith hlægjandi. Fleiri en ein matvörubúð Líkt og áður segir bjó Smith á Austurlandi stóran hluta síðasta árs er hún spilaði með liði FHL. Það var ákveðin breyting að flytja í bæinn. „Allt í einu hafði maður staði til að fara á, það er meira en ein matvörubúð og meira ein meginbygging fyrir allan bæinn, sem er gott. Ég hef getað skoðað borgina aðeins og prófa nýja matarstaði og svona. En mér líður vel í borginni, ég sakna Austurlands vegna þess að það er svo fallegt, en mér líður vel hér,“ segir Smith. Markmiðin eru þá skýr fyrir komandi sumar. „Við viljum vinna aftur. Við viljum halda skildinum hérna,“ segir Smith. Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum að ofan. Viðtalið í heild er að neðan. Klippa: Elskar Ísland og fer ekki fet Breiðablik Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
„Ég er svo ánægð að vera komin aftur. Ég er klár í að hefja þetta tímabil,“ segir Smith í samtali við íþróttadeild. Hún kom til landsins í vikunni eftir að hafa verið á flakki frá því að síðasta tímabil kláraðist í október. „Ég reyndi að kúpla mig aðeins út og eyða tíma með mínu nánasta fólki en ég æfði líka og sinnti undirbúningi fyrir það að koma aftur,“ segir Smith sem gat einnig ferðast um Evrópu. „Ég fór til Danmerkur, Skotlands og svo fórum við í liðsferð eftir leiktíðina til Varsjá. Það var gott til að hrista liðið saman,“ segir Smith sem stefnir á að ferðast meira um álfuna í sumar ef tækifæri býðst. Ein sú besta í Bestu Smith kom til Íslands síðasta vetur er hún skoraði 15 mörk í 14 deildarleikjum fyrir FHL í Lengjudeildinni. Breiðablik klófesti hana um mitt sumar og óhætt er að segja að hún hafi komið sem stormsveipur inn í Bestu deildina. Smith skoraði níu mörk og lagði upp fimm í aðeins sjö leikjum og átti stóran þátt í Íslandsmeistaratitli Blikakvenna. Það vakti eðlilega athygli og áhuga annarra liða. Smith hafnaði tilboðum frá Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Skotlandi til að halda föstu fyrir í Kópavogi. „Ég hafnaði þónokkrum liðum. En mér fannst rétt í stöðunni að koma aftur fyrir heila leiktíð, ég var bara hérna í nokkra mánuði í fyrra. Að koma aftur og geta eytt öllu sumrinu með þeim er mjög spennandi,“ segir Smith. Þú saknaðir væntanlega veðursins? „Ó, já, alveg klárlega,“ segir Smith kímin í viðtalinu við vindasamar aðstæður. Það var tekið upp í stuttu hléi á haglélinu sem lét á sér kræla á höfuðborgarsvæðinu í gær. „En það er í sannleika sagt svipað því sem er heima. Þetta er ekki hræðilegt. Fjölskyldan spurði mig einmitt hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land til að spila í. En ég bara elska Ísland,“ segir Smith hlægjandi. Fleiri en ein matvörubúð Líkt og áður segir bjó Smith á Austurlandi stóran hluta síðasta árs er hún spilaði með liði FHL. Það var ákveðin breyting að flytja í bæinn. „Allt í einu hafði maður staði til að fara á, það er meira en ein matvörubúð og meira ein meginbygging fyrir allan bæinn, sem er gott. Ég hef getað skoðað borgina aðeins og prófa nýja matarstaði og svona. En mér líður vel í borginni, ég sakna Austurlands vegna þess að það er svo fallegt, en mér líður vel hér,“ segir Smith. Markmiðin eru þá skýr fyrir komandi sumar. „Við viljum vinna aftur. Við viljum halda skildinum hérna,“ segir Smith. Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum að ofan. Viðtalið í heild er að neðan. Klippa: Elskar Ísland og fer ekki fet
Breiðablik Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira