Breiðafjarðarferjan Baldur, sem seldur hefur verið til Grænhöfðaeyja, er nú á leið til Portugals, þaðan sem henni verður svo siglt á áfangastað.
Íslensk áhöfn er um borð og hefur hún verið heppin með veður það sem af er leiðinni, en skipið var klukkan sex í morgun umþaðbil 150 sjómílur undan ströndum Norður Írlands. Búist er við að veður fari versnandi þegar kemur inn á Biskæjaflóann
