Fíladelfíusöfnuðurinn stendur með Gísla Frey

Gísli Freyr Valdórsson, sem fékk í dag átta mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir að leka minnisskjali úr innanríkisráðuneytinu í fyrra hefur gegnt embætti meðstjórnanda í stjórn safnaðarins.
Minnisblaðið sem Gísli lak sneri að hælisleitandanum Tony Omos, eiginkonu Omos og annarri konu. Síðastliðið ár hefur Gísli ítrekað haldið fram sakleysi sínu og til stóð að aðalmeðferð í málinu færi fram í dag. Fjölmörg vitni voru boðuð en Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og starfsmenn ráðuneytisins voru þar á meðal. Í ljósi breyttrar afstöðu hans fór fyrirtaka fram í morgun.
Aron segist ekki getað tjáð sig um hvort dómurinn og sú staðreynd að Gísli hafi viðurkennt brot sitt hafi áhrif á veru hans í stjórn safnaðarins. „Það er verið að vinna í þessum málum. Það hefur ekki náðst að kalla stjórnina saman. Auðvitað þarf að skoða öll þessi mál. Þetta kom okkur öllum á óvart þegar við fréttum þetta í gær.“
Söfnuðurinn stendur samt sem áður með Gísla: „Já, við viljum sjá hann vinna sig í gegnum þessa erfiðleika sem hann stendur í núna. Við þekkjum hann af góðu einu. En eins og hann er sjálfur að gera, þarf að takast á við afleiðingar gjörða sinna.“
Tengdar fréttir

Dómur kveðinn upp í dag: Farið fram á þriggja ára fangelsi
Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari sagði að játning Gísla Freys geti ekki talist til refsimildunar þar sem Gísli hafi ekki breytt afstöðu sinni fyrr en ljóst var að sönnunargögn nægðu til sakfellingar.

Svona var atburðarásin í lekamálinu
Gagnvirk tímalína sem sýnir atburðarásina í lekamálinu sem varð til þess að Gísli Freyr Valdórsson var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi.

Ráðherra gerði athugasemd við haldlagningu á tölvu Gísla Freys
Saksóknari fann ný gögn á tölvu Gísla Freys um helgina.

Verjandi Gísla Freys fékk gögnin afhent klukkan þrjú í gær
Er ekki sammála því að þessi nýju gögn taki af allan vafa um að Gísli hafi lekið trúnaðargögnunum.

„Stolt eiginkona Gísla sem gerðist maður að meiri að viðurkenna mistök sín“
Rakel Lúðvíksdóttir, eiginkona Gísla Freys Valdórssonar, lýsir yfir fullum stuðning við eiginmann sinn á samskiptamiðlinum Facebook.

Gögn sýna fram á rangar staðhæfingar Gísla Freys
Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, hefur viðurkennt að hafa látið fjölmiðlum í té persónuupplýsingar um hælisleitandann Tony Omos.

Gísli Freyr í skilorðsbundið átta mánaða fangelsi
Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Gísli Freyr grét í dómsal
Eiginkona hans þerraði tárin á hvarmi hans að fyrirtöku lokinni.