Formaður HSÍ: Ánægjuleg niðurstaða og gríðarlega mikilvægt fyrir okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2014 20:30 Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var sáttur með fréttir dagsins. Vísir/Valli Ísland verður ein af þeim 24 þjóðum sem berjast um heimsmeistaratitilinn í handbolta í Katar í janúar en þetta varð endanlega ljóst eftir fund Framkvæmdastjórnar Alþjóðahandboltasambandsins í kvöld. „Ég talaði við Arne Elovsson, varaforseta EHF, og þetta er niðurstaðan á fundinum. Ég skil ekkert í þeim af hverju þeir gefa ekki út fréttatilkynningu," sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, í samtali við Vísi í kvöld en þá var IHF ekki ennþá búið að gefa út fréttatilkynningu. Hún kom síðan seinna. „Þetta er búið að vera langur vegur en þetta er mjög ánægjuleg niðurstaða," sagði Guðmundur en trúði hann alltaf á það að Ísland fengi sætið á HM? „Ég var orðinn mjög bjartsýnn þegar þessi lið drógu sig út útaf því að ég var búinn að fá stuðning frá Evrópusambandinu um það að við yrðum næsta þjóð inn. Síðan þegar þær óskuðu eftir að fá að fara inn aftur þá var ég ekki eins bjartsýnn," sagði Guðmundur. Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmunum höfðu afsalað sér sætum sínum fyrr í þessum mánuði vegna pólískra ástæðna en þau vildu síðan bæði fá sætin aftur í þessari viku. IHF samþykkti það ekki og Ísland og Sádí-Arabía fengu sætin. Ísland hóf málarekstur gegn IHF eftir að Þýskaland var tekið inn í sumar þegar Ástralir duttu út. Ísland átti að vera næsta varaþjóð en IHF breytti reglunum í miðri keppni. „Við vorum ekki búnir að gefast upp í þessu dómsmáli og það var ennþá inni. Ég ætlaði að halda því áfram," sagði Guðmundur en hafði það eitthvað að segja um niðurstöðuna? „Ég veit það ekki. Við vorum með beiðni á þessum fundi um að fá að fara með málið beint til Íþróttadómstólsins í Lausanne og sleppa þar með næsta dómstigi hjá IHF. Sú beiðni lá fyrir hjá okkur en hún hefur eflaust ekkert verið tekin fyrir fyrst að við vorum komnir inn. Það sýndi fullan hug okkar að við ætluðum að halda áfram með þetta mál. Það verða aðrir að svara fyrir það hvort að það hafi haft einhver áhrif," sagði Guðmundur en sætið á HM skiptir gríðarlega miklu máli fyrir íslenskan handbolta. „Við erum í prófi annað hvert ár í þessum Evrópu- og heimsmeistarakeppnum. Þetta er spilað svo ört og það er rosalega mikilvægt að keppa meðal þeirra bestu því þá erum við í hærri styrkleikaflokki þegar er verið að draga í þessar undankeppnir. Þetta er því gríðarlega mikilvægt fyrir okkur," sagði Guðmundur en það verður rætt meira við Guðmund í Fréttablaðinu á morgun. Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Formaður HSÍ um HM-sætið: Ég bara veit ekki hvað mun gerast Alþjóðahandknattleikssambandið tekur endanlega ákvörðun í dag um hvaða þjóðir spila á HM í handbolta. 21. nóvember 2014 07:30 Ísland verður með á HM í Katar | Ísland og Sádí-Arabía fá lausu sætin Íslenska handboltalandsliðið verður með á HM í handbolta í Katar í janúar eftir allt saman en þessi óvænta ákvörðun var tekin á fundi Framkvæmdastjórnar IHF í Þýskalandi í dag samkvæmt óstaðfestum heimildum íþróttadeildar 365 . Íslenska landsliðið fær sæti í C-riðli með Svíum og Frökkum. 21. nóvember 2014 18:20 Varaforseti EHF staðfestir fréttirnar: Ísland í riðli með Frökkum og Svíum Íslenska handboltalandsliðið verður með á HM í handbolta í Katar í janúar en Arne Elovsson, varaforseti evrópska handboltasambandsins, EHF, staðfesti þetta í viðtali við Expressen í kvöld. 21. nóvember 2014 19:27 IHF staðfestir að Ísland verði á HM | Barein og SAF fengu stóra sekt Alþjóðahandboltasambandið hefur nú loksins staðfest þær fréttir á heimasíðu sinni að Framkvæmdastjórn IHF hafi ákveðið að gefa Íslandi og Sadí Arabíu lausu sætin á heimsmeistaramótinu í Katar í byrjun næsta árs. 21. nóvember 2014 19:56 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Ísland verður ein af þeim 24 þjóðum sem berjast um heimsmeistaratitilinn í handbolta í Katar í janúar en þetta varð endanlega ljóst eftir fund Framkvæmdastjórnar Alþjóðahandboltasambandsins í kvöld. „Ég talaði við Arne Elovsson, varaforseta EHF, og þetta er niðurstaðan á fundinum. Ég skil ekkert í þeim af hverju þeir gefa ekki út fréttatilkynningu," sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, í samtali við Vísi í kvöld en þá var IHF ekki ennþá búið að gefa út fréttatilkynningu. Hún kom síðan seinna. „Þetta er búið að vera langur vegur en þetta er mjög ánægjuleg niðurstaða," sagði Guðmundur en trúði hann alltaf á það að Ísland fengi sætið á HM? „Ég var orðinn mjög bjartsýnn þegar þessi lið drógu sig út útaf því að ég var búinn að fá stuðning frá Evrópusambandinu um það að við yrðum næsta þjóð inn. Síðan þegar þær óskuðu eftir að fá að fara inn aftur þá var ég ekki eins bjartsýnn," sagði Guðmundur. Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmunum höfðu afsalað sér sætum sínum fyrr í þessum mánuði vegna pólískra ástæðna en þau vildu síðan bæði fá sætin aftur í þessari viku. IHF samþykkti það ekki og Ísland og Sádí-Arabía fengu sætin. Ísland hóf málarekstur gegn IHF eftir að Þýskaland var tekið inn í sumar þegar Ástralir duttu út. Ísland átti að vera næsta varaþjóð en IHF breytti reglunum í miðri keppni. „Við vorum ekki búnir að gefast upp í þessu dómsmáli og það var ennþá inni. Ég ætlaði að halda því áfram," sagði Guðmundur en hafði það eitthvað að segja um niðurstöðuna? „Ég veit það ekki. Við vorum með beiðni á þessum fundi um að fá að fara með málið beint til Íþróttadómstólsins í Lausanne og sleppa þar með næsta dómstigi hjá IHF. Sú beiðni lá fyrir hjá okkur en hún hefur eflaust ekkert verið tekin fyrir fyrst að við vorum komnir inn. Það sýndi fullan hug okkar að við ætluðum að halda áfram með þetta mál. Það verða aðrir að svara fyrir það hvort að það hafi haft einhver áhrif," sagði Guðmundur en sætið á HM skiptir gríðarlega miklu máli fyrir íslenskan handbolta. „Við erum í prófi annað hvert ár í þessum Evrópu- og heimsmeistarakeppnum. Þetta er spilað svo ört og það er rosalega mikilvægt að keppa meðal þeirra bestu því þá erum við í hærri styrkleikaflokki þegar er verið að draga í þessar undankeppnir. Þetta er því gríðarlega mikilvægt fyrir okkur," sagði Guðmundur en það verður rætt meira við Guðmund í Fréttablaðinu á morgun.
Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Formaður HSÍ um HM-sætið: Ég bara veit ekki hvað mun gerast Alþjóðahandknattleikssambandið tekur endanlega ákvörðun í dag um hvaða þjóðir spila á HM í handbolta. 21. nóvember 2014 07:30 Ísland verður með á HM í Katar | Ísland og Sádí-Arabía fá lausu sætin Íslenska handboltalandsliðið verður með á HM í handbolta í Katar í janúar eftir allt saman en þessi óvænta ákvörðun var tekin á fundi Framkvæmdastjórnar IHF í Þýskalandi í dag samkvæmt óstaðfestum heimildum íþróttadeildar 365 . Íslenska landsliðið fær sæti í C-riðli með Svíum og Frökkum. 21. nóvember 2014 18:20 Varaforseti EHF staðfestir fréttirnar: Ísland í riðli með Frökkum og Svíum Íslenska handboltalandsliðið verður með á HM í handbolta í Katar í janúar en Arne Elovsson, varaforseti evrópska handboltasambandsins, EHF, staðfesti þetta í viðtali við Expressen í kvöld. 21. nóvember 2014 19:27 IHF staðfestir að Ísland verði á HM | Barein og SAF fengu stóra sekt Alþjóðahandboltasambandið hefur nú loksins staðfest þær fréttir á heimasíðu sinni að Framkvæmdastjórn IHF hafi ákveðið að gefa Íslandi og Sadí Arabíu lausu sætin á heimsmeistaramótinu í Katar í byrjun næsta árs. 21. nóvember 2014 19:56 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Formaður HSÍ um HM-sætið: Ég bara veit ekki hvað mun gerast Alþjóðahandknattleikssambandið tekur endanlega ákvörðun í dag um hvaða þjóðir spila á HM í handbolta. 21. nóvember 2014 07:30
Ísland verður með á HM í Katar | Ísland og Sádí-Arabía fá lausu sætin Íslenska handboltalandsliðið verður með á HM í handbolta í Katar í janúar eftir allt saman en þessi óvænta ákvörðun var tekin á fundi Framkvæmdastjórnar IHF í Þýskalandi í dag samkvæmt óstaðfestum heimildum íþróttadeildar 365 . Íslenska landsliðið fær sæti í C-riðli með Svíum og Frökkum. 21. nóvember 2014 18:20
Varaforseti EHF staðfestir fréttirnar: Ísland í riðli með Frökkum og Svíum Íslenska handboltalandsliðið verður með á HM í handbolta í Katar í janúar en Arne Elovsson, varaforseti evrópska handboltasambandsins, EHF, staðfesti þetta í viðtali við Expressen í kvöld. 21. nóvember 2014 19:27
IHF staðfestir að Ísland verði á HM | Barein og SAF fengu stóra sekt Alþjóðahandboltasambandið hefur nú loksins staðfest þær fréttir á heimasíðu sinni að Framkvæmdastjórn IHF hafi ákveðið að gefa Íslandi og Sadí Arabíu lausu sætin á heimsmeistaramótinu í Katar í byrjun næsta árs. 21. nóvember 2014 19:56
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti