Innlent

Málinu er hvergi nærri lokið

Jakob Bjarnar skrifar
Árni Páll ómyrkur í máli: Þráseta ráðherrans hefur grafið undan trausti á grundvallastofnunum samfélagsins.
Árni Páll ómyrkur í máli: Þráseta ráðherrans hefur grafið undan trausti á grundvallastofnunum samfélagsins. visir/daníel
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir framgöngu Hönnu Birnu hafa stórskaðað grundvallarstoðir samfélagsins, þegar hann er inntur eftir viðbrögðum vegna afsagnar Hönnu Birnu Kristjánsdóttur úr embætti innanríkisráðherra.

„Þetta kemur ekki á óvart. Hefði þurft að gerast miklu fyrr. Þráseta ráðherrans og getuleysi Sjálfstæðisflokksins til að taka á málinu hefur grafið undan trausti á grundvallastofnunum samfélagsins, og leikreglum lýðræðisins. Við eigum svo eftir að sjá til fulls í gegnum þann vef hálfsannleiks sem spunninn hefur verið um þetta mál,“ segir Árni Páll og bendir á að mikilvægi þess að sjá niðurstöðu umboðsmanns Alþingis, en hennar er að vænta innan tíðar.


Tengdar fréttir

Hanna Birna hættir

Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér sem innanríkisráðherra í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×